Góð­ur dag­ur

10. október 2006

 Rík­is­stjórn­in flutti okk­ur þegn­un­um góð­ar frétt­ir í gær og við treyst­um á að stað­ið verði við fyr­ir­heit um breyt­ing­ar á mat­ar­verði. Þau okk­ar sem mun­ar hvað mest um hversu mik­ið mat­ur hef­ur kost­að hér á landi sjá fram á allt ann­an hag en hing­að til. Lækk­un mat­ar­verðs er stór­kost­leg kjara­bót og senni­lega hefði rík­is­stjórn­in ekki get­að gert bet­ur í að­drag­anda kosn­inga. Næst verð­ur þjóð­in að and­mæla vaxta­okr­inu af krafti. Ár­ang­ur hef­ur náðst í lækk­un mat­ar­verðs og það eru ekki enda­lok bar­átt­unn­ar um að við fá­um að lifa við sam­bæri­leg kjör og þær þjóð­ir sem við vilj­um vera bor­in sam­an við.Mik­ill létt­ir er að vita að mat­ar­verð­ið verði leið­rétt. Fátt kem­ur efna­litlu fólki bet­ur en að verð á helstu nauð­synj­um sé sann­gjarnt. Sú ákvörð­un að breyt­ing­arn­ar taki gildi 1. mars á næsta ári, skömmu fyr­ir kosn­ing­ar, kveik­ir grun um að sú dag­setn­ing hafi ver­ið val­in ein­mitt til að kjós­end­ur verði sem glað­ast­ir þeg­ar þeir ganga að kjör­borð­inu. Það er auka­at­riði, að­al­at­rið­ið er að mat­ar­verð­ið verð­ur leið­rétt. Það hversu skammt verð­ur til kosn­inga þeg­ar verð­ið á að lækka kem­ur nán­ast í veg fyr­ir að rík­is­stjórn­in gangi á bak orða sinna.Hlið­ar­verk­an­ir verða ef­laust mikl­ar af leið­réttu mat­ar­verði, vísi­tal­an mun lækka og ef ann­að geng­ur vel þá hef­ur það áhrif á lán­in okk­ar. Ávinn­ing­ur al­menn­ings verð­ur mik­ill. For­sæt­is­ráð­herra sagði fyr­ir ekki svo löngu að ekki væri unnt að lækka álög­ur á mat­væli þar sem kaup­menn myndu hirða all­an ávinn­ing­inn. Orð­um hans var mót­mælt víða og hann hef­ur greini­lega séð að sér, er hætt­ur að gefa sér ill­an hug fólks sem hef­ur ekki til þess unn­ið að um það sé tal­að ein­sog ráð­herr­ann gerði. Ómögu­legt er að ætla nokkr­um það að ekki sé unnt að leið­rétta mat­ar­verð vegna þess að lækk­un­in næði ekki til al­menn­ings sök­um græðgi fárra. Kannski er ástæðu­laust að staldra við fall­in orð ráð­herr­ans, held­ur horfa til betri tíma, en neyt­end­ur mega samt ekki sofna á verð­in­um. Þeir eru besta eft­ir­lit­ið með því að boð­að­ar að­gerð­ir skili sér til okk­ar að fullu.Næsta stóra verk­efni eru vext­irn­ir. Heyrði til tals­manns KB banka sem skýrði vaxta­mun ís­lenskra við­skipta­vina bank­ans og sænskra með þeim hætti að svona sé þetta bara og verði. Stýri­vext­ir hér á landi eru him­in­há­ir, ís­lenska krón­an er ör­mynt og fleira leggst á eitt. Fjár­magn hér dýr­ara en ann­ars stað­ar og ein­staka bank­ar segj­ast ekk­ert geta gert til að breyta því. Vegna þess hversu ís­lenska krón­an er óstöð­ug er ekki þor­andi fyr­ir venju­lega Ís­lend­inga að taka lán í er­lend­um gjald­miðl­um. Við þetta bú­um við og þeir sem mestu ráða segja ekk­ert hægt að gera til að lækka fjár­magns­kostn­að okk­ar Ís­lend­inga.For­sæt­is­ráð­herra sagði fyr­ir ekki svo löngu að ekki væri unnt að lækka mat­ar­skatt­inn. Hann hef­ur ver­ið lækk­að­ur og þó sagt sé nú að vaxta­mun­ur­inn hjá okk­ur og öðr­um þjóð­um sé óbrú­an­leg­ur meg­um við ekki gef­ast upp. Það er okk­ar að breyta hon­um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband