Borg­um meira

18. október 2006

 Land­bún­að­ar­ráð­herra hef­ur kveð­ið upp dóm, sem verð­ur ekki áfrýj­að fyrr en í vor þeg­ar kos­ið verð­ur til Al­þing­is. Land­bún­að­ar­ráð­herra úti­lok­ar að mjólk­ur­fram­leið­end­ur hagi sér ein­sog aðr­ir selj­end­ur vöru og þjón­ustu verða að gera á okk­ar dög­um. Land­bún­að­ar­ráð­herra mær­ir mjólk­ur­fram­leið­end­ur og vegna þess hversu góð­ir menn ráða þar komi ekki til greina að þeir lúti nú­tíma­lög­mál­um.Enda ganga mjólk­ur­fram­leið­end­ur á lag­ið og for­stjóri MS seg­ir í Blað­inu í dag að mjólk­ur­iðn­að­ur­inn sé ekki und­ir sam­keppni bú­inn. „Við þurf­um nokk­urra ára und­ir­bún­ing. Ég hef ver­ið hér í eitt ár og hef með­al ann­ars ver­ið að búa fyr­ir­tæk­ið und­ir sam­keppni. Áð­ur var ég í sjáv­ar­út­veg­in­um í 20 ár og þekki þess vegna sam­keppni vel,” seg­ir Guð­brand­ur Sig­urðs­son for­stjóri. Hann var að svara at­huga­semd­um Finns Árna­son­ar for­stjóra Haga sem hann við­hafði í Blað­inu í gær.,,Þeg­ar litla mjólk­ur­fyr­ir­tæk­ið Mjólka fór að fram­leiða feta­ost fóru af­urða­stöðv­ar að greiða bænd­um hærra verð fyr­ir mjólk­ina og verð á feta­osti lækk­aði til neyt­enda. Það er ljóst hvað sam­keppni hef­ur í för með sér fyr­ir neyt­end­ur,” sagði Finn­ur. Verð­lagn­ing á mjólk­ur­vör­um er nú op­in­ber með þátt­töku BSRB og ASÍ. ,,Ann­að­hvort ættu fyr­ir­tæk­in í mjólk­ur­iðn­að­in­um að vera und­ir sömu lög­um og regl­um og önn­ur fyr­ir­tæki í land­inu eða sam­ein­ast í eitt sterkt fyr­ir­tæki og tak­ast þá á við er­lenda sam­keppni,” legg­ur hann áherslu á. Sam­kvæmt breyt­ing­um á bú­vöru­lög­um frá 2004 er mjólk­ur­sam­lög­um heim­ilt að hafa með sér verð­sam­ráð, skipta með sér mark­aði og sam­ein­ast án af­skipta sam­keppn­is­yf­ir­valda. For­stjóri MS horf­ir meira fram á við en ráð­herr­ann og seg­ist gera ráð fyr­ir að for­rétt­ind­un­um ljúki. ,,Það er mat mitt að við eig­um eft­ir að standa frammi fyr­ir sam­keppni við mjög stóra að­ila í fram­tíð­inni.”Þeg­ar Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið fann að sér­rétt­ind­un­um var svar ráð­herr­ans hefð­bund­ið, ein eða tvær setn­ing­ar sem hafa ekki mik­ið gildi. Hann kaus að segja að Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið hefði brugð­ið sér í stjórn­mál og fannst það bara ekk­ert fínt, að sett væri út á lög­gjöf sem hann sjálf­ur hef­ur ef­laust lagt meira á sig en aðr­ir til að láta verða að veru­leika. Það hef­ur ekki dreg­ið úr vilja og krafti ráð­herr­ans, þeg­ar hann vildi að mjólk­ur­selj­end­ur lifðu við önn­ur kjör en aðr­ir Ís­lend­ing­ar, að for­rétt­ind­in eru greidd af fólk­inu í land­inu, ekki af ráð­herr­an­um eða rík­is­stjórn­inni og ekki af þeim sem njóta for­rétt­ind­anna.Vegna fjar­lægð­ar má halda að ís­lensk­ur land­bún­að­ur hafi mik­ið for­skot, eink­um í mjólk­ur­iðn­aði. Ný­mjólk og fleiri af­urð­ir eru því marki brennd að fersk­leiki skipt­ir hvað mestu máli og þess vegna er nokk­uð víst að ekki stend­ur til hörð sam­keppni í sölu ný­mjólk­ur, frek­ar í ost­um og öðr­um þann­ig vör­um. Þess vegna eru hags­mun­ir selj­end­anna ekki nærri eins mikl­ir og ef hægt væri að keppa við þá um all­ar vör­ur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband