Mað­ur að meiri

 

19. október 2006 Gylfi Arn­björns­son, fram­kvæmda­stjóri Al­þýðu­sam­bands­ins, hef­ur dreg­ið fram­boð sitt í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til baka. Þess­ari ákvörð­un Gylfa ber að fagna. Hann hef­ur veiga­meira hlut­verki að gegna sem fram­kvæmda­stjóri Al­þýðu­sam­bands­ins en sem einn af sex­tíu og þrem­ur þing­mönn­um þjóð­ar­inn­ar. Hjá Al­þýðu­sam­band­inu hafa verk skip­ast þann­ig að Gylfi hef­ur ver­ið helsti tals­mað­ur þess og ef­laust þýð­ing­ar­mesti starfs­mað­ur­inn.Senni­lega hef­ur aldr­ei ver­ið meiri þörf en nú á því að Al­þýðu­sam­band­ið verði haf­ið yf­ir alla flokka­drætti. Al­þýðu­sam­band­ið hef­ur tek­ið al­gjöra for­ystu í verð­lags­eft­ir­liti og fram­lag þess er stór­kost­legt. Vegna vænt­an­legra leið­rétt­inga á mat­ar­verði er þörf­in fyr­ir verð­lags­vakt brýnni nú en nokkru sinni. Þess vegna skipt­ir all­an al­menn­ing svo miklu að Al­þýðu­sam­band­ið standi sig í þeirri vinnu sem fram­und­an er og gefi ekki á sér högg­stað. Hér á þess­um stað var vik­ið að þessu fyr­ir fá­um dög­um. Þá stóð eft­ir­far­andi. „Al­þýðu­sam­band­ið hef­ur stað­ið sig vel á verð­lags­vakt­inni síð­ustu ár. Sá hæng­ur er á að fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins og helsti tals­mað­ur þess er sjálf­ur í fram­boði og hann get­ur ekki gegnt báð­um hlut­verk­um sam­tím­is og fyr­ir það geld­ur Al­þýðu­sam­band­ið næstu vik­ur og næstu mán­uði nái fram­kvæmda­stjór­inn ár­angri í próf­kjöri. Ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til að Al­þýðu­sam­band­ið hygg­ist bregð­ast við skert­um trú­verð­ug­leika. Þetta er al­vont þar sem Al­þýðu­sam­band­ið er nauð­syn­leg­ur þátt­tak­andi í eft­ir­liti kom­andi vikna og mán­aða.”Nú hef­ur Gylfi Arn­björns­son stig­ið til baka og von­andi tekst hon­um að leiða sinn hóp áfram í krefj­andi verk­efn­um næstu mán­aða. Svo miklu skipt­ir að eft­ir­gjöf rík­is­valds­ins skili sér til þeirra sem eiga að njóta ávinn­ings­ins, en hverfi ekki til fram­leið­enda og selj­enda. Tak­ist Al­þýðu­sam­band­inu og öðr­um sem mál­ið varð­ar að gæta þess að ávinn­ing­ur­inn skili sér alla leið verð­ur hag­ur fjöl­skyldn­anna í land­inu svo miklu betri. Verð­tryggð lán verða hag­stæð­ari á sama tíma og nauð­syn­leg­ustu vör­ur hvers heim­il­is, það er mat­ur­inn, verða á öðru og betra verði.Það skipt­ir svo miklu máli að all­ir legg­ist á eitt, líka að Gylfi Arn­björns­son geri það af fullu afli. Það mun­ar um minna. Það eru næg­ir til að berj­ast um fá þing­sæti, og völd og áhrif ein­stakra þing­manna eru ekki mik­il. Þing­ræð­ið hef­ur stór­skað­ast og fram­kvæmda­vald­ið hef­ur eflst að sama skapi. Með­an svo er skipt­ir miklu að þeir Ís­lend­ing­ar ut­an þings, sem geta haft áhrif á þró­un sam­fé­lags­ins með störf­um sín­um og áhrif­um, standi í ístað­inu og veiti að­hald, ekki bara rík­is­stjórn­inni, held­ur einn­ig at­vinnu­líf­inu. Það eru meiri og krefj­andi störf sem bíða ut­an þings en inn­an.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband