Vand­með­far­ið vald

26. október 2006

  Sam­fé­lag­ið fær­ir sum­um þegn­um sín­um mik­ið vald. Ráð­herr­ar hafa vald, stund­um Al­þingi, dóm­stól­ar og svo lög­regl­ur ým­is­kon­ar. Sama er að segja um ákær­end­ur. Sumt af þessu valdi er öfl­ugt og það er mik­ils virði að þeir sem er treyst fyr­ir því fari var­lega með það. Ill eða röng með­ferð á valdi er of­beldi gegn þeim sem henni sæta. Þess vegna er brýnt að þeir ein­ir fái vald sem geta beitt því af var­úð og rétt­læti.At­huga­semd­ir Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar, for­stjóra Baugs, vegna er­ind­is rík­is­lög­reglu­stjóra til lög­regl­unn­ar í Lúx­em­borg er eft­ir­tekt­ar­verð­ar. Hafi Jón Ás­geir rétt fyr­ir sér er kom­in upp al­var­leg staða. Þá skipt­ir engu hvaða skoð­un hvert og eitt okk­ar hef­ur á Jóni Ás­geiri, Baugs­mál­inu, rík­is­lög­reglsut­jóra, dóm­ur­um eða hverju sem er. Það er ekki heppi­legt að í krafti valds sé leit­að til lög­reglu í öðr­um lönd­um og beð­ið um að­stoð á fölsk­um for­send­um. Við það má ekki una. Þess vegna er ómögu­legt að þeir sem fram­kvæmdu kom­ist upp með það. Þá hafa þeir mis­beitt valdi sem við hin treyst­um þeim til að fara með og þá er að­eins eitt í stöð­unni, það er að aft­ur­kalla vald­ið. Fela ein­hverj­um öðr­um það. Reynd­ar er Baugs­mál­ið allt að þró­ast á þann veg að svipta ætti þá öllu valdi sem mest beittu því í mál­inu.Lög­reglu er fal­ið mik­ið vald, með­al ann­ars til að fylgj­ast með okk­ur hin­um, og ráð­herr­ar virð­ast hafa get­að feng­ið heim­ild­ir dóm­stóla til hler­un­ar þó rök þeirra fyr­ir njósn­un­um hafi ver­ið eng­in eða veru­lega veik. Þess­um er fal­ið mik­ið vald og vand­með­far­ið. Það er al­var­legt að njósna um ann­að fólk og þess þá held­ur þeg­ar hand­haf­ar valds­ins eru ráð­herr­ar og lög­regla. Venju­leg­ir borg­ar­ar mega sín lít­ils gegn slíku afli. Þess vegna verða kröf­urn­ar á þá sem fara með vald­ið að vera sér­lega mikl­ar og allt sem mið­ur fer í beit­ingu valds­ins verð­ur að telj­ast til al­var­legra brota og leiða til aft­ur­köll­un­ar valds­ins.Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur heim­ild­ir til að hefja rann­sókn­ir á mál­um að eig­in frum­kvæði. Það hef­ur hann gert með meint hler­un­ar­mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar. Kannski má rík­is­sak­sókn­ari láta frek­ar til sín taka. Hann gæti til að mynda lát­ið rann­saka upp­haf Baugs­máls­ins, grun og full­yrð­ing­ar um ólög­mæt­ar hler­an­ir og njósn­ir lög­regl­unn­ar og ef­laust fleira og þá hvort rétt sé að lög­regla haldi skrár yfir fé­lags­menn ein­stakra sam­taka og fé­laga, sem stenst varla lög um per­sónu­vernd, sé rétt að slík­ar skrár séu til og þær not­að­ar í leyni­her­bergj­um í lög­reglu­stöð­inni.Hafi Jón Ás­geir rétt fyr­ir sér og hafi lög­regl­an bor­ið á hann allt aðr­ar og meiri sak­ir en efni stóðu til, til þess að afla gagna er­lend­is, er ljóst að lög­regl­an hef­ur geng­ið of langt í með­ferð valds­ins sem við höf­um fal­ið henni. Sam­fé­lag­ið get­ur aldrei sæst á að þeir sem er fal­ið vald beiti því að eig­in geð­þótta og hirði ekk­ert um þá sem fyr­ir verða. Stang­ist gerð­ir lög­reglu ekki á við lög, rétt­læt­ir það samt ekki að­gerð­irn­ar. Vald­ið er vand­með­far­ið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband