Ríkisendurskoðandi hefur skorað á félagsmálaráðherra að stöðvar greiðslur úr almannasjóðum til Byrgisins. Ekkert eftirlit hefur verið með ráðstöfun almannafjár í rekstri Byrgisins. Það er fjarri nógu gott og ráðherra varð við áskorun ríkisendurskoðanda. Ekki verður meira borgað til Byrgisins að óbreyttu.
Áfram er fólk í Byrginu, jafnvel fólk sem á ekki annað verustað. Hver á að taka við vanda þess fólks? Er endilega rétt að stöðva greiðslur, má ekki fylgjast með hvernig þeim er varið, rétt á meðan þar er fólk sem hefur jafnvel engin ráð, fólk sem getur ekki borið ábyrgð á hvernig komið er? Er ekki líka merkilegt að stjórnmálamenn skilji ekki eftirlitsleysi opinbera peninga, sama hvort þeir renna til Byrgisins eða einhverra annarra?
Stjórnmálaflokkarnir hafa til þessa ekki þurft að gera grein fyrir margfalt meiri peningum en runnið hafa til Byrgisins. Það leysir ekki forráðamenn Byrgisins undan ábyrgð, að benda má á annað verra.