Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Rétt skal vera rétt

 Mér þykir miður að þurfa að leiðrétta rangindi sem birtust á Vísi í gær. Þar segir um ráðningu Reynis Traustasonar sem ritstjóra DV: Sigurjón sjálfur kannaðist ekkert við málið þegar Vísir ræddi við hann. „Þú hefur þá meiri upplýsingar um málið en ég," sagði Sigurjón forviða þegar blaðamaður Vísis spurði hann um mannabreytingarnar. Ég var spurður hvort ég væri að hætta, og sagði svo ekki vera. Blaðamaðurinn sagðist hafa heyrt það sagt og þá sagði ég að hann hefði aðrar eða meiri upplýsingar en ég, man ekki hvort orðalagið ég notaði. Þegar hann hélt áfram að spyrja mig benti ég honum á að tala við útgefenda DV, þar sem ég vissi ekki til að ég væri á förum. Þannig var þetta en ekki með þeim hætti sem birtist á Vísi. Ég var ekki að svara til um hvort Reynir væri að koma, heldur spurningu um hvort ég væri að hætta, einsog blaðamaðurinn hafði heyrt og virtist viss um.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband