Dagblað

Sex dagar eru þar til DV verður aftur að dagblaði. Þar með hefst á ný útgáfa elsta dagblaðs á Íslandi. Þetta verða merk tímamót í sögu fjölmiðlunar hér á landi.
Döpur ganga DV er á enda og fram undan eru spennandi tímar í sögu þessa merka blaðs, sem hóf göngu sína með útgáfu Vísis árið 1910. Fram að síðustu aldamótum var saga DV og forvera þess, Vísis og Dagblaðsins, merk og mikilsvirði á hverjum tíma. Halla tók undan fæti um aldamótin og hrakfarir útgáfunnar urðu miklar. Fyrst með gjaldþroti þáverandi útgefenda og síðan með misheppnaðri tilraun að breyta DV í óvenju aðgangshart og óvægið blað. Þjóðin hafnaði þeirri útgáfu, rétt eins og þeirri sem varð gjaldþrota. Áskrifendum fækkaði og eins seldist blaðið í mun minna upplagi en áður var. Að endingu varð DV að vikublaði.
Um áramótin síðustu urðu enn kaflaskil í í sögu blaðsins. Nýtt útgáfufélag tók við rekstrinum með það að markmiði að gera DV að dagblaði að nýju og breyta efnistökum og áherslum til muna. Það hefur verið gert og viðbrögð kaupenda eru öllum sem að blaðinu standa hvatning til áframhalds. DV verður að dagblaði á ný næsta fimmtudag og keppikeflið er að DV verði nauðsynleg viðbót við þau blöð sem fyrir eru. DV verður harðara fréttablað en hin blöðin, en langt frá því sem það var þegar verst gekk og þjóðin sagði nei takk. Trú okkar er að DV verði betra fréttablað en hin dagblöðin.
Með blaði eins og DV opnast möguleikar til að taka fyrir stór mál, mál sem kosta vinnu, eftirgrennslan, þolinmæði, stundum þrjósku og það sem mest er um vert, þurfa pláss. Það sést best í úttektum DV síðustu vikur. Breiðuvíkurbörnin er fréttaþáttur sem á sér ekki margar hliðstæður í íslenskum fjölmiðlum. Þrátt fyrir alvarleika málsins og eftirköst af starfinu í Breiðuvík er varla hægt að segja að aðrir fjölmiðlar hafi haft afl til að fylgja því máli eftir. Kastljós Sjónvarpsins tók mörg viðtöl, en vann litla sem enga heimildarvinnu aðra. Aðrir fjölmiðlar gerðu það sjálfsagða. Þeir tóku viðtöl við einstaka ráðamenn. Það var nánast allt og sýnir hver þörfin er fyrir DV. Frá áramótum hefur DV unnið og birt marga aðra greinaflokka og lesendur eru að gera upp hug sinn. Sala DV hefur tekið stökk upp á við og við sem störfum á blaðinu verðum dag hvern vör við breytt viðhorf til DV.
DV hefur það umfram dreifiblöðin tvö að vera algjörlega háð lesendum. DV hefur það umfram áskriftardagblöðin tvö að treysta mun meir á daglega lausasölu. Þess vegna verður DV að vera meira spennandi en hin blöðin fjögur. DV er lesendadrifið blað, dreifiblöðin eru dreifingardrifin og áskriftarblöðin verða ekki eins bundin því að verða fersk og heillandi dag hvern.
Miklar breytingar eru að verða á dagblaðamarkaði. Tvö dreifiblöð verða, tvö klassísk morgunblöð og eitt síðdegisblað, DV. Það verður prentað nokkru fyrir hádegi fjóra daga vikunnar. Helgarblaðið verður stærra og prentað á fimmtudagskvöldum og borið út til áskrifenda árla næsta dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þú verður að afsaka en ég held að honum Mikael félaga þínum hafi tekist að eyðileggja eitt af elstu vörumerkjum landsins. Persónulega fæ ég klígju þegar ég heyri bara nafnið.  Það að gefa út blað undir þessum merkjum held ég því að muni seint ganga.  

Sigfús Þ. Sigmundsson, 16.2.2007 kl. 10:05

2 identicon

Já, hann Mikael sóðakjaftur eyðilagði nafnið DV og er á góðri leið með að eyðileggja tímaritin hjá Birtingi ( Fróða ). Þau eru öll orðin jafn ömurlega leiðinleg í dag. Sigurjón gæti þó náð að búa til þokkalegt blað, því að Blaðið er orðið handónýtur snepill síðan að Sigurjón yfirgaf ritstjórastólinn þar.

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Legg til að "nýja" blaðið hljóti nafnið VÍSIR. Það er gamalt og gott nafn. DV var er og verður alltaf tengt subbuskap og óþverra í blaðamennsku. Mikael, Eiríkur, Jónas og fleiri stimpluðu það nafn út af kortinu.

Halldór Egill Guðnason, 16.2.2007 kl. 14:24

4 identicon

Sigurjón er nú ekkert skárri!

Þvílíkur auli og vonandi fær þetta blað 0 lesningu. SME er lygari aldarinnar.

Sigurjón hefur nú sögu af því að fara illa með konur. Hann var giftur frænku minni og á með henni tvo syni. Þeir hafa sem betur fer fengið okkar gen. Snillingar.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:03

5 identicon

Tek undir það að DV nafnið sé ekki vænlegur kostur á "nýju" blaði.

Legg til að Vísir fái endurnýjun lífdaga og gamli blái liturinn fái endurreisn á ný.

ingi jensson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 07:48

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Hlakka til að sjá DV aftur komið á fulla ferð..Eg skrifaði fjölda kjallaragreina í blaðið á sínum tíma og átti þá ánægjuleg samskipti við ágæta ritstj.Mér lýst vel á blaðið og óska ykkur til hamingju með það.

Kristján Pétursson, 17.2.2007 kl. 17:40

7 Smámynd: Hildur Sif Kristborgardóttir

Til lukku hlakka til að sjá en ekki Jónínu

Hildur Sif Kristborgardóttir, 19.2.2007 kl. 19:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband