Þriðji hver hafnaði Birni alfarið

29. október

Björn Bjarnason fær ekki góða kosningu í prófkjörinu og það er vita vonlaust að reyna að telja okkur trú um að svo sé. Útreið Björns er mesta fréttin í prófskjörsúrslitunum og næst koma svo fínar kosningar Guðfinnu Bjarnasdóttur og Illuga Gunnarssonar. Góð kosning þeirra hlýtur að vera áfelli yfir þingmönnunum sem koma þeim nokkuð langt að baki í stuðningi flokksmanna, hvers vegna fá nýliðar svona langtum betri kosningu en starfandi þingmenn?

Björn fær einungis stuðning þriðjungs þátttakenda í annað sætið, sætið sem hann sóttist fast eftir og fékk stuðning formanns flokksins í þeirri baráttu, og það sem er ekki síður merkilegt er að þriðjungur þeirra sem greiddu atkvæði veittu Birni ekki stuðningi í nokkurt sæti, þannig að þriðjungur flokksmanna í Reykjavík hafnaði Birni ákveðið þrátt fyrir allt sem lagt var undir og hvatningarorð Geirs H. Haarde um að veita Birni stuðning.

 

Þetta eru merkustu fréttirnar.


Varðandi gengi kvenna, þá eru þær þrjár í tíu efstu sætum og fyrsta konan er í fjórða sæti, önnur í sjöunda og þriðja í tíunda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband