Ís­land fyr­ir Ís­lend­inga?

 

Jón Magnússon lögmaður hefur skrifað grein sem birtist í Blaðinu. Netverjar hafa rætt grein Jóns, en hér er hún í heild.

Sam­kvæmt frétt­um er straum­ur út­lend­inga til lands­ins svo mik­ill að yf­ir­völd henda eng­ar reið­ur á því hvað marg­ir út­lend­ing­ar hafa sest hér að. Við upp­haf skóla­árs kom í ljós að hóp­ur barna af er­lendu bergi brot­inn var ekki kom­inn með kenni­töl­ur. Kerf­ið ræð­ur greini­lega ekki við sí­auk­inn að­flutn­ing út­lend­inga. Þá ber­ast frétt­ir af því að í sum­um yngstu bekkj­ar­deild­um í grunn­skóla í Reykja­vík séu allt að 40% nem­enda af er­lend­um ætt­um. Ég staldr­aði við þess­ar frétt­ir um fólks­fjölg­un og að­flutn­ing út­lend­inga til lands­ins og reikn­aði út að yk­ist straum­ur út­lend­inga til lands­ins svo sem ver­ið hef­ur und­an­far­in ár þá yrð­um við orð­in  400 þús­und í land­inu ár­ið 2015 og út­lend­ing­ar eða ný­bú­ar  um 80 þús­und. Þessi þró­un gæti  orð­ið hrað­ari. Finnst okk­ur það eft­ir­sókn­ar­vert? Væri ég at­vinnu­lít­ill Pól­verji mundi ég ekki hugsa mig tvisv­ar um og flytja til Ís­lands. Eng­inn má skilja orð mín svo að ég sé á móti Pól­verj­um eða öðru kristnu fólki úr okk­ar heims­hluta. Sem dæmi þá er mér af­ar vel við Dani, Svía og Norð­menn en væri það eft­ir­sókn­ar­vert að hing­að flytt­ust 50 þús­und Norð­menn, 100 þús­und Sví­ar og 60 þús­und Dan­ir? Þó spyrnt sé við fót­um gegn aukn­um straumi inn­flytj­enda til lands­ins þá hef­ur það ekk­ert með virð­ing­ar­leysi fyr­ir öðr­um þjóð­um eða kyn­þátta­for­dóma að gera. Það hef­ur með það að gera hvern­ig við vilj­um sjá land­ið okk­ar og þjóð­fé­lag­ið þró­ast.  Sviss­lend­ing­ar hafa grón­ustu lýð­ræð­is­hefð í heimi. Krefj­ist 3% kjós­enda í Sviss þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þá verð­ur hún að fara fram um öll lög­gjaf­ar­mál­efni. Í Sviss hef­ur fólk bú­ið við þessa lýð­ræð­is­hefð í rúm 100 ár. Skoð­að í bak­sýn­is­spegl­in­um allt að 100 ár aft­ur í tím­ann sést að fólk­ið í Sviss hef­ur allt­af kos­ið það sem var land­inu hag­kvæm­ast hverju sinni.  Ný­lega var kos­ið um inn­flytj­en­dal­ög­gjöf í Sviss. Í frétt­um frétta­miðl­anna seg­ir að fólk­ið í Sviss hafi val­ið eina hörku­leg­ustu inn­flytj­en­dal­ög­gjöf sem þekk­ist. Af hverju? Af því að venju­leg­um Sviss­lend­ing­um of­býð­ur, þó að meiri­hluti stjórn­mála­flokka þar í landi hafi ekki haft af­skipti af mál­inu frek­ar en hér.  Í vor hafn­aði Al­þingi að nýta sér und­an­þágu sem tæk var til að koma í veg fyr­ir auk­inn inn­flutn­ing fólks til lands­ins. Magn­ús Þór Haf­steins­son, al­þing­is­mað­ur úr Frjáls­lynda flokkn­um og vara­for­mað­ur þess flokks, flutti þá at­hygl­is­verða ræðu og var­aði við af­leið­ing­um af þessu ábyrgð­ar­leysi, að­vör­un­ar­orð sem sýn­ir sig nú að áttu full­an rétt á sér.  Hvers vegna töldu all­ir stjórn­mála­flokk­ar nema Frjáls­lyndi flokk­ur­inn eðli­legt að gal­opna land­ið fyr­ir út­lend­ing­um? Var það ábyrg af­staða? Við Ís­lend­ing­ar höf­um ver­ið heppn­ir með að stór hluti fólks sem hing­að hef­ur kom­ið er harð­dug­legt  fólk. Það breyt­ir því ekki að við vilj­um hafa okk­ar vel­ferð­ar­sam­fé­lag fyr­ir Ís­lend­inga. Við vilj­um ekki missa al­gjör­lega stjórn á þró­un­inni. Ég vil ekki fá hing­að fólk úr bræðra­lagi Mú­ham­eðs sem hef­ur sín eig­in lög og virð­ir ekki lág­marks­mann­rétt­indi og mis­býð­ur kon­um. Ég vil ekki fá til Ís­lands hópa sem eru til vand­ræða alls stað­ar í Evr­ópu. Ef til vill má ekki segja þetta þar sem pól­it­ísk­ur rétt­trún­að­ur er alls­ráð­andi og hvert frá­vik frá hon­um for­dæmt. Það er hættu­legt ef fólk tal­ar sí­fellt um hluti sem skipta litlu máli en læt­ur stóru mál­in, fram­tíð­ar­mál­in, fram­hjá sér fara eins og þau væru ekki til.  Sætt­um við okk­ur við það, er okk­ur sama um að fimmti hver Ís­lend­ing­ur ár­ið 2020 tal­i ekki ís­lensku? Þekki ekki sögu þjóð­ar­inn­ar? Við er­um svo lít­ið sand­korn í þjóða­haf­inu að mesta ógn sem  sjálf­stæð ís­lensk þjóð og ís­lensk menn­ing hef­ur nokkru sinni stað­ið frammi fyr­ir er núna. Það er okk­ar hlut­verk að velja leið­ina áfram. Fyr­ir Ís­land og Ís­lend­inga.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Af hverju eru hér engin komment? Af hverju segir fólk ekki hvað því finnst? Það er af því að við erum svo fá. Við erum alltaf að pæla í hvað þessum eða hinum finnst um okkur. Við þorum ekki að segja að okkur finnist þessi innrás langt frá því að vera í lagi. En samt hvísla það "allir" sín á milli. En vegna þess hvað við erum fá og smá verður með sama áframhaldi ekki langt þangað til búið verður að eyða því sem nú heitir íslensk þjóð. Er það allt í lagi?

Helga R. Einarsdóttir, 2.11.2006 kl. 14:15

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála. Innflytjendur eru í góðu lagi meðan þeir drekkja ekki þjóðinni sem fyrir er, virða reglur og hefðir landsins og aðlagast. Það er líka eins gott, því ég er sjálfur útlendingur, búsettur í Hollandi. Það þýðir líka að ég sé hvað stjórnleysi hefur í för með sér. Hér eru heilu hverfin þar sem aðeins tyrkir, marokkóbúar eða súrinamar búa. Þar hafa hollendingar ekkert að sækja og eru jafnvel litnir hornauga. Mörg börn innflytjenda, jafnvel af þriðju og fjórðu kynslóð tala ekki hollensku og þurfa mikla hjálp þegar þau komast á skólaaldur. Þetta kemur niður á hollenskumælandi börnum, þar sem þau eru endalaust að bíða eftir að hin nái þeim.

Það væru mistök að loka landamærum, en að gera ekkert geta verið stærri mistök. 

Villi Asgeirsson, 2.11.2006 kl. 16:19

3 identicon

Það væri líkast til jákvæð þróun ef að Íslendingum myndi fjölga í 400 þúsund, þótt sumir væru múslimar eða annarar trúar, aðrir blökkumenn, og jafnvel nokkrir Danir inní bland. Líklega yrði sú menning sem uppúr þeim suðupotti töluvert áhugaverðari en flatneskjan heima. Það er merkileg að fólk virðist líta á 'verndun´menningar eins og það þurfi að setja þjóðfélagið í formalín, að engu megi breyta, og að blandast öðrum menningarsamfélögum leiði af sér dauða, frekar en upphaf af einhverju nýju og meira spennandi.

Gauti Eggertsson (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 23:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband