Vin­ir að ei­lífu?

 Geta þeir sem deila og tor­tryggja hver ann­an unn­ið sam­an af heil­ind­um skömmu eft­ir há­mark átaka og efa­semda? Eðli­lega verða kjós­end­ur að velta því fyr­ir sér hvers­lags brag­ur verð­ur á sam­vinnu þeirra sem tak­ast á af hörku um þing­sæti fram­boðs­list­anna þeg­ar full­yrt er leynt og ljóst um óheil­indi keppi­naut­anna. Mest hef­ur bor­ið á efa­semd­um og tor­tryggni með­al sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík. Aðr­ir munu fylgja á eft­ir.Þeg­ar val­ið er á list­ana, val­ið er í lið­ið, er vænt­an­lega hugs­un flestra þeirra sem mæta á kjör­stað fyrst og fremst sú að velja þá fram­bjóð­end­ur sem eru þeim kær­ast­ir, þá fram­bjóð­end­ur sem eru lík­leg­ir til að vinna sigra í kom­andi kosn­ing­um og koma bar­áttu­mál­um og stefnu­mið­um flokks­ins áfram. Svo eru aðr­ir sem gæta þess af öll­um mætti að ein­staka fram­bjóð­end­ur fái sem versta og mest meið­andi út­komu. Það er oft gert að áeggj­an ann­arra fram­bjóð­enda. Þeg­ar allt er veg­ið er eðli­legt að spyrja, hvað svo? Geta þeir sem hafa tek­ist á, oft af miklu mis­kunn­ar­leysi, starf­að sam­an ein­sog ekk­ert hafi í skor­ist? Jafn­vel með óbragð í munn­in­um ein­sog einn fram­bjóð­and­inn hef­ur orð­að líð­an flokks­fé­laga sinna?Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki bú­inn að vinna úr deil­um og efa­semd­um eft­ir próf­kjör­ið í Reykja­vík. Þeir sem mest tók­ust á, það er Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son og Björn Bjarna­son, til­heyra hvor sín­um arm­in­um í flokkn­um, alla­vega er það skiln­ing­ur þeirra sem eru ut­an við átök­in. Ómögu­legt er að hugsa sér þá starfa sam­an af full­um heil­ind­um strax að slagn­um lokn­um. Flokks­fé­lag­ar þeirra verða samt að ætl­ast til þess af þeim, en það hef­ur margt ver­ið sagt og gert síð­ustu daga og vik­ur sem eft­ir er að vinna úr.Tæki­færi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er merki­legt. Það sem helst get­ur kom­ið í veg fyr­ir væn­leg­an sig­ur í þing­kosn­ing­un­um eru inn­an­flokks­átök og óvild milli þeirra sem eiga að bera blys­ið. Þeir flokk­ar sem eiga eft­ir að fara í gegn­um op­in próf­kjör munu líka skað­ast af inn­an­flokks­átök­um. Það er ekki nokk­ur ástæða til að ætla að tor­tryggni og óheil­indi komi ekki líka við sögu hjá hin­um flokk­un­um.Þjóð­ar­púls Gall­up seg­ir okk­ur að tæki­færi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé mik­ið og að sama skapi sé staða Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar nið­ur­lægj­andi. Fram­sókn er að fest­ast með inn­an við tíu pró­senta fylgi og Sam­fylk­ing­in má, mið­að við kann­an­ir, berj­ast af krafti til að hanga í fjórð­ungs­fylgi. Breyt­ing­arn­ar á for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa greini­lega ekki auk­ið fylgi við flokk­inn og Sam­fylk­ing­in virð­ist ekki finna takt­inn. Áfram­hald­andi vand­ræða­gang­ur þess­ara flokka mun styrkja Vinstri græna og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Helst geta flokk­arn­ir fall­ið á eig­in verk­um, ein­sog virð­ist blasa við hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Reykja­vík.Eft­ir stend­ur hversu trú­verð­ug­ir fram­bjóð­end­urn­ir verða þeg­ar þeir standa hlið við hlið skömmu eft­ir að hafa stað­ið í harð­vít­ug­um átök­um sín á milli. Eig­um við að trúa því að þeir séu svo fljót­ir að fyr­ir­gefa allt sem var sagt og allt sem var gert eða má vera að próf­kjör geti ekki með nokkr­um hætti ver­ið til þess fall­in að velja sam­hent fólk til verka?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband