Fylg­is­sveifl­ur og fylg­is­hrun

 Nið­ur­læg­ing Fram­sókn­ar­flokks og Sam­fylk­ing­ar er það sem eft­ir­tekt­ar­verð­ast er í nið­ur­stöð­um þjóð­ar­púls Capa­cent. Þeg­ar rýnt er töl­urn­ar er sýnt að íbú­ar í mesta þétt­býl­inu hafa al­gör­lega gef­ist upp á Fram­sókn­ar­flokkn­um og fylgi flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er svo lít­ið að það hlýt­ur að vekja þeim hroll sem mál­ið varð­ar, en stuðn­ings­menn flokks­ins eru varla miklu fleiri en fram­bjóð­end­ur flokks­ins til þings og sveit­ar­stjórna. Aðr­ir hafa lík­ast til gef­ist upp. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins í þétt­býl­inu er frá þrem­ur pró­sent­um þar sem það er lægst og hæst rís það í fimm pró­sent­ust­ig. Au­mara verð­ur það varla hjá elsta stjórn­mála­flokki þjóð­ar­inn­ar. Þetta ger­ist á sama tíma og sam­starfs­flokk­ur­inn er að jafna sig hratt eft­ir fylg­is­hrun í síð­ustu kosn­ing­um.Sam­fylk­ing­in ligg­ur mátt­vana rétt ein­sog Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, en staða Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hér í þétt­býl­inu er sér­stak­lega eft­ir­tekt­ar­verð. Fylg­is­tap Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í þétt­býl­is­kjör­dæm­un­um þrem­ur er allt að tíu pró­sent­ust­ig­um. Í þeim kjör­dæm­um sem for­yst­an sit­ur, það er í Reykja­vík, er ekki hægt að tal­a um fylg­is­tap, frek­ar fylg­is­hrun. Sam­fylk­ing­in held­ur sínu í hin­um kjör­dæm­un­um þrem­ur. Það eitt get­ur ekki tal­ist við­un­andi. Flokk­ur­inn sem á að hafa leitt stjórn­ar­and­stöðu svo lengi hlýt­ur að eiga sókn­ar­færi og ætti að eðli­legu að bæta við sig, ekki tapa miklu fylgi þar sem verst er og rétt halda úr­slit­um síð­ustu kosn­inga þar sem best læt­ur. Sam­fylk­ing­ar­fólk hlýt­ur að vera áhyggju­fullt, hlýt­ur að vera and­vaka yf­ir bágri stöðu.Vinstri græn­ir hafa svo sem áð­ur mælst há­ir í skoð­ana­könn­un­um, en nú bend­ir margt til að meira sé að marka sterka stöðu þeirra en áð­ur. Um­hverf­is­mál­in eru mál stund­ar­inn­ar og eng­inn flokk­ur hef­ur ver­ið eins traust­vekj­andi þar og Vinstri græn­ir. Flokk­ur­inn mun ör­ugg­lega upp­skera í sam­ræmi við það.Staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins er merki­leg. Flokk­ur­inn hef­ur ver­ið í rík­is­stjórn frá ár­inu 1991 og á þeim tíma hef­ur flokk­ur­inn auk­ið mis­mun­un þegn­anna meira en dæmi eru um, lýst sig fylgj­andi inn­rás í ann­að land og upp­sker nú stór­auk­ið fylgi. Auð­vit­að hef­ur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn líka tek­ið þátt í ágæt­um mál­um, en ann­að hvort refsa ís­lensk­ir kjós­end­ur ekki eða þeir finna enga leið til þess, kannski þykja þeim aðr­ir flokk­ar ekki þess virði að þeir yf­ir­gefi Sjálf­stæð­is­flokk­inn þess vegna, jafn­vel ekki einu sinni þó Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn logi nán­ast stafna á milli í inn­an­flokks­átök­um.Frjáls­lyndi flokk­ur­inn virð­ist ætla að safn­ast til feðra sinna, nema veru­leg breyt­ing verði á. Ekki er nokk­ur leið að trúa því að áhugi flokks­manna á mál­efn­um gegn inn­flytj­end­um sé til­kom­inn sök­um veikrar stöðu flokks­ins. Skoð­an­ir sem for­yst­menn flokks­ins hafa viðr­að geta ekki ver­ið skyndi­skoð­an­ir. Því verð­ur ekki trú­að.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband