Verð að eiga þetta

Rakst á eftirfarandi á bloggsíðu þingmannsins tilvonandi; Guðmundar Steingrímssonar:

 "Það er dáldið fyndið að skoða Blaðið í dag. Á forsíðu er slegið upp þriggja daga gamalli frétt um nýjasta þjóðarpúls Gallup. Búið er að fjalla um þetta í öllum helgarblöðunum og öllum ljósvakamiðlum um helgina. Könnunin staðfestir það sem áður hefur komið fram. Sjálfstæðisflokkurinn er stór, Samfylkingin þarf að bretta upp ermar, Vinstri grænir sækja á, etc etc. Þannig að þetta er í sjálfu sér engin frétt, þó svo skoðanakannanir séu alltaf tíðindi. Á sama tíma og þjóðarpúls Gallups fór fram var hins vegar efnt til hvorki meira né minna en þriggja prófkjöra í þremur kjördæmum á landinu á vegum Samfylkingarinnar. Prófkjörsins í Suðvesturkjördæmi, svo dæmi sé tekið, er getið í lítilli einsdálkafrétt innarlega í blaðinu. Ég hefði gjarnan viljað hlera, með nýjustu græjum, þann ritstjórnarfund þar sem það var ákveðið með einhverjum snilldarrökum að slá mánaðarlegum þjóðarpúlsi Gallup, þriggja daga gömlum, upp á forsíðu með fréttaskýringu, en segja í rælni frá niðurstöðum þriggja prófkjöra sem hátt í 15.000 manns tóku þátt í. Ég þori að veðja að Andrés Magnússon er heilinn á bak við þetta, enda frábær blaðamaður, eða eins og það kallast á færeysku: Frábær blaðrari."

Hélt það ekki vera vilja stjórnmálamanna nútímans að vilja hlera, en svona er þetta, menn koma á óvart. Það þarf svosem ekki

Mikil ósköp er að heyra hversu bág staða Samfylkingarinnar fer illa í heimafólkið. Það er ekki bara Guðmundur sem á erfitt, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hringdi og sagðist krefjast hrókeringa á ritstjórn og ef ekki yrði brugðist við kröfu hans myndi Samfylkingin grípa til aðgerða gegn Blaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Sælir Sigurjón! Það er alger óþarfi að klína upp á mig einhverjum fýlupúkastimpli, eins og mér sýnist þú vera að gera hér... Ég er í mjög góðu skapi. Afskaplega fínu jafnvægi. Ég átta mig vel á því að staða Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum er ekkert spes. Því hef ég, og aðrir, hugsað mér að breyta og lít bara á það sem skemmtilegt og krefjandi verkefni. Hlakka til. Efnistök blaða eru á mínu áhugasviði, eins og þú veist auðvitað. Ég vann undir þinni handleiðslu um nokkurt skeið sem blaðamaður. Og þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að mér þyki það dálítið fyndið að blaðið þitt skuli slá upp þriggja daga gamalli frétt um skoðanakönnun á forsíðu, en fjalla á sama tíma varla nokkuð um úrslit þriggja prófkjöra, að þá er ég ekki að vekja máls á því vegna þess að ég er í fýlu. Mér finnst það bara athyglisvert. Þú verður bara að horfast í augu við það minn kæri að fólk les blaðið þitt og hefur skoðun á því. Bestu kveðjur. G.

Guðmundur Steingrímsson, 8.11.2006 kl. 17:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband