Ömm­ur á þing

Enn hafa kon­ur ekki náð að rétta sinn hlut gagn­vart körl­um í þeim próf­kjör­um sem fram hafa far­ið. Enn er fátt sem bend­ir til að kon­um fjölgi sem heit­ið get­ur á Al­þingi við kosn­ing­arn­ar í vor, en enn er von í þeim próf­kjör­um sem eft­ir eru. Sú stað­reynd hversu kon­ur eiga erf­itt upp­drátt­ar í stjórn­mál­um er al­vöru­mál og það er al­vöru­mál hversu fá­ar kon­ur sækj­ast eft­ir valda­stöð­um og ekki síð­ur hversu erf­itt þær eiga upp­drátt­ar.Þó kon­ur séu færri en karl­ar í flest­um fram­boð­um er það eitt og sér ekki skýr­ing á hversu fá­ar þeirra ná í allra fremstu röð. Það er eitt­hvað að, valda­störf hljóta að vera jafnt fyr­ir kon­ur sem karla, en hvað veld­ur því hversu seint okk­ur mið­ar í eðli­leg­an far­veg?Hlust­aði á préd­ik­ara á Ómega, sem sagði það skýrt sam­kvæmt orði guðs, að kon­an eigi að vera heima, gæta bús og barna og að þær eigi ekki að stjórna land­inu. Það sagði hann vera verk karla. Sem bet­ur fer eru ekki marg­ir sömu skoð­un­ar, eða hvað? Kannski ekki í orði, en á borði?Máli sínu til stuðn­ings sagði préd­ik­ar­inn fal­lega sögu af eldri konu í Kópa­vogi, lág­vax­inni og góðri. Fyr­ir­mynda­römmu sem fórn­aði sér fyr­ir aðra í fjöl­skyld­unni og gætti þess sér­stak­lega að eng­inn liði skort og all­ir væru sæl­ir og all­ir fengju nægju sína. Am­en, sagði préd­ik­ar­inn. Am­en. Að hugsa sér hvern­ig sam­fé­lag við ætt­um ef góða am­man í Kópa­vogi og nokkr­ar aðr­ar þann­ig ömm­ur hefðu far­ið út fyr­ir heim­il­ið, inn á Al­þingi og lof­að allri þjóð­inni að njóta gæsku sinn­ar og vits. Má vera að þá væri ekki skort­ur á úr­ræð­um fyr­ir veikt fólk, eng­ir biðl­ist­ar á sjúkra­hús­um, nóg væri til af fólki sem sinnti börn­um, veiku fólki, og hærri laun væru greidd til þeirra okk­ar sem ann­ast okk­ur þeg­ar við get­um það ekki sjálf, ým­ist vegna ald­urs eða veik­inda? Má vera að ef ömm­urn­ar hefðu ver­ið ko­snar á þing í stað nokk­urra mið­aldra kalla þá væru ör­lít­ið færri sendi­ráð á okk­ar veg­um hér og þar í heim­in­um, við hefð­um aldr­ei stutt inn­rás í ann­að land og kannski væru líf­eyr­is­rétt­indi ömmu á þingi ekk­ert miklu betri en ömmu í Kópa­vogi? Ömm­urn­ar á þingi myndu kannski gæta þess þar, rétt ein­sog þær gera heima fyr­ir, að öll­um líði nokk­uð vel og að eng­inn í fjöl­skyld­unni mæti af­gangi og þess vegna gengi það bara aldr­ei að mis­muna fólki ein­sog mið­aldra karl­arn­ir hafa gert.Er ekki kom­inn tími á að við fá­um ömm­urn­ar til að láta til sín taka þar sem sem flest­ir fái not­ið? Það er nefni­lega verk að vinna til að jafna kjör­in, gæta að þeim sem erf­itt eiga, jafna skatt­greiðsl­ur þann­ig að þeir sem mest hafa borgi í sama hlut­falli og þeir sem minna hafa og minna eiga.Ef préd­ik­ar­inn hef­ur rétt eft­ir guði, að kon­an eigi að vera heima og gæta bús og barna, má þá vera að Al­þingi og stjórn­ar­ráð telj­ist til heim­il­is­ins okk­ar allra og þang­að sár­vanti ömm­ur? Inn­tak sögu préd­ik­ar­ans af góðu ömm­unni var fínt, og því fínna verð­ur það sem fleiri fá not­ið.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband