Obbobobb!

Sé mér til undrunar, víða í bloggheimum, að framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hafi hótað mér þegar hann talaði um aðgerðir Samfylkingarinnar gegn Blaðinu vegna þess að ég vildi ekki þýðast hann í innri málefnum ritstjórnar.

Þetta er oftúlkun, framkvæmdastjórinn var sennilega bara í fýlu, samskonar og allir þeir Framsóknarmenn voru í þegar þeir hringdu þegar fylgið tálgaðist af þeirra flokki og fjölmiðlar greindu frá. Mér er lífsins ómögulegt að taka fljótfærnisleg orð framkvæmdastjórans sem hótun, og þá hótum um hvað, heldur einhver að hann ætli að lemja mig?

Sá siður hefur skapast að hagsmunafólk í stjórnmálum hringir í fjölmiðla og skammast jafnvel þegar eitthvað bjátar á, til dæmis þegar kjósendum fækkar. Það er bara allt í lagi og kannski átti ég ekkert að vera að segja frá þessu símtali. Fannst það bara skondið og var í svo lifandi góðu skapi þegar ég skrifaði þetta að mér var bara skemmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lífsins ómögulegt að skilja fyrra blogg þitt um þetta má öðruvísi en að þér hafi verið hótað:„framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hringdi og sagðist krefjast hrókeringa á ritstjórn og ef ekki yrði brugðist við kröfu hans myndi Samfylkingin grípa til aðgerða gegn Blaðinu.“   Það er undarleg að sjá þig koðna niður undir þessum hótunum.   Kjarkur þinn veldur vonbrigðum.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 11:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband