Pól­it­ískt rétt

Jón Magnússon lögmaður heldur áfram umfjöllun um innflytjendamál, og að sjálfsögðu í Blaðinu. Grein Jóns er hér óstytt: 

"Á for­síðu Frétta­blaðs­ins 6. nóv­emb­er var ekki­frétt til­eink­uð „pól­it­ískri rétt­hugs­un”. Yf­ir for­síð­una stóð „Stefna Frjáls­lyndra í mál­um inn­flytj­enda vek­ur ugg”. Hvaða stefna er það sem vek­ur slík­an ugg? Sú stefna að Ís­lend­ing­ar hafi um það að segja hvaða út­lend­ing­ar komi til lands­ins og fái að setj­ast hér að. Þessi for­síðu­frétt er í anda „pól­it­ískr­ar rétt­hugs­un­ar” sem birt­ist með­al ann­ars í  þess­ari vit­lausu fyr­ir­sögn Frétta­blaðs­ins og þeirri rit­stjórn­ar­stefnu Morg­un­blaðs­ins að ekki megi segja frá því ef fólk af er­lendu bergi brot­ið ger­ist sekt um af­brot eða ann­að jafn­vel þó það séu frétt­ir.  Stefna Frjáls­lyndra í inn­flytj­enda­mál­um vek­ur ekki ugg, það er rangt og vond blaða­mennska að setja ekki­frétt­ir upp með þess­um hætti og and­stætt hlut­lægri um­fjöll­un um mál.  Við sem höf­um leyft okk­ur að benda á þau vanda­mál sem við stönd­um frammi fyr­ir ef ekki verð­ur spyrnt við fót­um er­um sak­að­ir um for­dóma. For­dóm­ar eru hleypi­dóm­ar eða ógrund­að­ir dóm­ar. Dóm­ur byggð­ur á rök­um eða stað­reynd­um er ekki for­dóm­ur. Mál­flutn­ing­ur okk­ar er byggð­ur á stað­reynd­um en ekki for­dóm­um. Það eru þeir sem gagn­rýna okk­ur sem ger­ast sek­ir um for­dóma, að gera okk­ur upp skoð­an­ir og hrein­lega segja ósatt um hverj­ar skoð­an­ir okk­ar eru. Við vör­um við þeirri þró­un sem hér get­ur orð­ið með áfram­hald­andi að­streymi út­lend­inga. Við höld­um því fram að það sé ekki leng­ur nein stjórn á þessu að­streymi og stjórn­kerf­ið ráði ekki við neitt. Magn­ús Þór Haf­steins­son, vara­for­mað­ur Frjáls­lynda flokks­ins, benti raun­ar rétti­lega á þetta á Al­þingi í vor. Eng­inn hef­ur for­dæmt það fólk sem hing­að hef­ur kom­ið. Við höf­um hins veg­ar kraf­ist þess að brugð­ist verði við til að við get­um stjórn­að þró­un­inni og mót­að það vel­ferð­ar­sam­fé­lag á Ís­landi sem við vilj­um stefna að.  Sam­fylk­ing­in hef­ur ákveð­ið að leggj­ast í stóra vörn fyr­ir frjálst að­streymi út­lend­inga til lands­ins. Sam­fylk­ing­unni er frjálst að hafa þá skoð­un en tals­mönn­um henn­ar er hins veg­ar ekki heim­ilt að gera öðr­um upp skoð­an­ir og bregða þeim um kyn­þátta­for­dóma eða að reyna að vekja ótta fólks gagn­vart út­lend­ing­um eins og tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa haft á orði gagn­vart mál­flutn­ingi okk­ar.  Hvergi í orð­um okk­ar gæt­ir  for­dóma. Tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ótt­ast hins veg­ar öfga­lausa um­ræðu um vanda­mál­ið og kjósa að reyna að drepa um­ræð­unni á dreif og gera þá tor­tryggi­lega sem þora að fjalla um þetta brýna hags­muna­mál allra Ís­lend­inga. Ég hef sett fram þá skoð­un að ég vilji ekki fá hing­að til lands þá sem ég kalla syni Allah og á  þá við þá ein­stak­linga sem játa ís­lam og gera kröfu til að sjar­ía-lög gildi og hafa í öll­um lönd­um Evr­ópu þar sem þeir hafa kom­ið tek­ið lög­in í eig­in hend­ur hafi þeir tal­ið það nauð­syn­legt með heið­urs­morð­um, of­beldi og af­tök­um, sbr. morð á stjórn­mála­leið­toga og kvik­mynda­leik­stjóra í Hol­landi. Þetta eru stað­reynd­ir en ekki for­dóm­ar. Það hef­ur auk held­ur ekk­ert með virð­ingu eða virð­ing­ar­leysi gagn­vart ís­lam að gera. Það hef­ur held­ur ekk­ert með þá  ját­end­ur ís­lams að gera sem hér búa og hafa ver­ið nýt­ir þjóð­fé­lags­borg­ar­ar. Ég ber hins veg­ar ekki virð­ingu fyr­ir öfga­fyllstu túlk­un hvorki ís­lams né ann­arra trú­ar­bragða. Vand­inn er sá að nú hafa öfga­menn­irn­ir tek­ið yf­ir í ís­lamskri boð­un og það er þar sem ég staldra við og geri kröfu til þess að við stönd­um við ákvæði stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins um mann­rétt­indi og mann­helgi.  

 Fjöl­menn­ing­ar­þjóð­fé­lag er óskapn­að­ur ef það fel­ur í sér af­slátt af þeim gild­um mann­úð­ar og mann­rétt­inda sem hér ríkja. Pól­it­ísk rétt­hugs­un má aldr­ei leiða til þess að eng­inn þori að taka til máls um það sem máli skipt­ir af ótta við for­dóma þeirra sem telja sig hafa einka­rétt á því hvað má segja og hvað ekki. Fjöl­miðl­ar sem úti­loka eðli­lega um­ræðu eða búa til rang­ar ekki­frétt­ir í anda „pól­it­ískr­ar rétt­hugs­un­ar” eru for­dóma­full­ir og hættu­leg­ir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér að birta þetta, Sigurjón, sem balans við hina greinina, hans Eiríks Bergmanns, sem þú birtir hér líka.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 21:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband