Hver er mein­ing­in?

Á sama tíma og hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds­ins segj­ast hafa áhyggj­ur af fá­keppni og jafn­vel ein­ok­un á mark­aði hér, berj­ast sum­ir þeirra fyr­ir nýj­um og breytt­um lög­um um Rík­is­út­varp­ið. All­ir þeir, sem fyr­ir vænt­an­leg­um lög­um verða, kvarta sár­an og tal­a jafn­vel um að laga­setn­ing­in muni kalla fram ein­ok­un rík­is­ins í ljós­vaka­frétt­um. Hafi þeir sem mest deila á vænt­an­leg lög rétt fyr­ir sér að hluta eða öllu leyti er hreint ótrú­legt að hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds­ins ætli að standa að því að auka for­skot rík­is­ins í sam­keppni við frjáls fé­lög ein­stak­linga og fyr­ir­tæki.Breyt­ing­arn­ar sem mennta­mála­nefnd Al­þing­is sam­þykkti að leggja til á laga­frum­varpi mennta­mála­ráð­herr­ans eru svo tak­mark­að­ar og lít­ils virði að erf­itt er að trúa því að mein­ing liggi að baki. Um­sjón­ar­mönn­um rík­is­frétta­stof­unn­ar verð­ur ekki heim­ilt að selja aug­lýs­ing­ar á vef stofn­un­ar­inn­ar og tak­mörk verða sett á kost­un dag­skrár­liða. Þeir sem þekkja til á mark­aði segja hug­mynd­ir al­þing­is­mann­anna um þetta frá­leit­ar og í raun einsk­is virði. En hvers vegna er ver­ið að setja lög sem auka sér­rétt­indi rík­is­ins í einni at­vinnu­grein; at­vinnu­grein sem er sinnt með sóma af öðr­um? Nóg er að hafa rík­is­fjöl­mið­il þó hon­um sé ekki gert mögu­legt að berja nið­ur einka­rekna miðla. En aft­ur er spurt; hvers vegna?Eitt er víst að mennta­mála­ráð­herr­ann, sem jafn­framt er vara­for­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á mik­ið und­ir því að ný lög um rík­is­fjöl­miðl­inn verði sam­þykkt fyr­ir jóla­leyfi Al­þing­is. Hún er bú­in að reyna mik­ið að koma breyt­ing­un­um í gegn, en án ár­ang­urs. Mennta­mála­ráð­herra gaf vil­yrði fyr­ir breyt­ing­um þeg­ar hún skip­aði nýj­an út­varps­stjóra. Það hef­ur henni ekki tek­ist að efna. Fátt bend­ir til þess að frum­varp­ið verði sam­þykkt fyr­ir jól og þá held­ur ekki á stuttu þingi sem verð­ur hald­ið eft­ir ára­mót, en þing­menn hætta snemma í vet­ur vegna kosn­ing­anna í vor.Al­menn­ingi er sama um frum­varp­ið um rík­is­fjöl­mið­il­inn. Al­menn­ingi er hins veg­ar ekki sama um dauða­gildr­ur á þjóð­veg­um, al­menn­ingi er ekki sama um vel­ferð veikra og þeirra sem líða þján­ing­ar. Al­þingi verð­ur að gera svo vel og taka á sig rögg, hætta bar­áttu um það sem varð­ar al­menn­ing engu, ein­sog RÚV, fram­boð til ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna og fleiri dek­ur­mál ein­stakra stjórn­mála­manna. Hafi hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds­ins áhyggj­ur af fá­keppni eða ein­ok­un er hrein­lega ætl­ast til þess af þeim að þeir auki ekki á þann halla sem þeg­ar er fyr­ir hendi. Það geta þeir gert með því að henda frum­varp­inu um rík­is­fjöl­mið­il­inn og sinna þess í stað því sem enga bið þol­ir.Hér eru biðl­ist­ar eft­ir lækn­is­þjón­ustu, dauða­gildr­ur eru á þjóð­veg­um, aldr­að­ir fá ekki inni á hjúkr­un­ar­heim­il­um, blind börn verða að flýja land þar sem eng­in kennsla er fyr­ir þau hér og áfram er hægt að telja. Ágæti þing­heim­ur, not­ið þær fáu vik­ur sem þið haf­ið fram að kosn­inga­hléi til að koma því í fram­kvæmd sem máli skipt­ir. Hætt­ið gagns­leys­inu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband