Meðbyr

Fyr­ir réttu ári var Blað­ið ekki mik­ið les­ið og mat margra var að það ætti ekki mikla fram­tíð fyr­ir sér. Þá mæld­ist með­al­lest­ur á tölu­blað að­eins rúm tutt­ugu og sjö pró­sent. Nú, ári síð­ar, er með­al­lest­ur á tölu­blað um sex­tíu pró­sent­um meiri eða rétt um fjöru­tíu og fjög­ur pró­sent. Á sama tíma hef­ur upp­safn­að­ur lest­ur Blaðs­ins auk­ist í hverri viku úr tæp­um fjöru­tíu og fimm pró­sent­um í meira en sjö­tíu pró­sent. Þetta eru svo mikl­ar breyt­ing­ar að þær eru nán­ast ótrú­leg­ar.Á sama tíma hef­ur nán­ast eng­in breyt­ing orð­ið á lestri Morg­un­blaðs­ins og lest­ur Frétta­blaðs­ins hef­ur auk­ist lít­il­lega. Staða Frétta­blaðs­ins er ekk­ert merki­leg, blað­ið er stærst og hef­ur ver­ið lengi. Frétt­irn­ar um lest­ur dag­blaða er fyrst og fremst að finna í ótrú­leg­um breyt­ing­um á lestri Blaðs­ins og á sama tíma og Blað­ið tek­ur risa­stökk og Frétta­blað­ið mjak­ast upp á við, sit­ur eina áskrift­ar­blað lands­ins, Morg­un­blað­ið, eft­ir.Frá síð­ustu könn­un, sem var fram­kvæmd með öðr­um hætti en sú sem nú birt­ist, hef­ur lest­ur allra blað­anna dal­að, minnst hjá Blað­inu og mest hjá Morg­un­blað­inu. Frétt­irn­ar eru að­al­lega tvær: ótrú­leg­ar breyt­ing­ar á lestri Blaðs­ins og hægt og síg­andi fall Morg­un­blaðs­ins. Dreif­ing Blaðs­ins er óör­ugg en þrátt fyr­ir það mun­ar til að mynda ekki nema sex pró­sent­ust­ig­um á lestri Blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins á laug­ar­dög­um og í ein­staka ald­urs­hóp­um er Blað­ið les­ið meira en hin blöð­in tvö. Það er nýtt. Blað­ið hef­ur vax­ið hrað­ar og meira en nokk­ur dæmi eru um hér á landi, og ef­laust þó víð­ar væri leit­að.Slæm staða Morg­un­blaðs­ins er eft­ir­tekt­ar­verð. Ekki er hægt að kenna sam­keppn­inni við frí­blöð al­far­ið um. Starfs­fólk og stjórn­end­ur Morg­un­blaðs­ins verða að horfa á eig­in verk og vega og meta hvað er ver­ið að gera rangt. Kannski er skoð­ana­þrung­inn fjöl­mið­ill barn síns tíma. Kannski er það ekki hlut­verk fjöl­miðla að kepp­ast við að hafa sem mest áhrif á skoð­an­ir fólks og gerð­ir. Má vera að Morg­un­blað­ið þurfi að taka til­lit til breytts tíð­ar­anda.Það er ekki gott ef Morg­un­blað­ið nær ekki að keppa við frí­blöð­in. Val les­enda verð­ur að vera sem mest og þess vegna er nauð­syn­legt að hér verði nokk­ur öfl­ug dag­blöð. Það er einn­ig nauð­syn­legt að blöð­in skeri sig hvert frá öðru. Blað­inu hef­ur tek­ist að vera val­kost­ur við hlið hinna klass­ísku morg­un­blaða, Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins. Það er þess vegna sem lest­ur þess eykst af mikl­um hraða og ör­yggi. Fram­und­an eru kosn­ing­ar og þess vegna mun mik­ið mæða á dag­blöð­un­um, þar fara skoð­ana­skipt­in fram að mestu og vegna kosn­ing­anna er mik­ils­vert að fjöl­miðl­ar gæti hlut­leys­is, ekki bara í birt­ingu að­sendra greina, held­ur miklu frek­ar í frétta­um­fjöll­un. Þar ætl­ar Blað­ið að verða fremst með­al jafn­ingja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ nú Blaðið með Morgunblaðinu þó svo ég hafi ekki beðið um það, en meðan minningagreinarnar eru í morgunblaðinu þá kaupi ég það. Það er engin spurning að lestur Blaðsins hefur aukist með þessari dreifileið sem Morgublaðið hefur.

JBA (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 13:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband