Viljandi misskilningur

Merkilegt að heyra jafnvel vana blaðamenn lesa út úr eftirfarandi að ég hafi sett út á blaðamennsku fríblaða:

"Það sem hefur skipt hvað mestu máli fyrir mig, er að ég er ekki eins sannfærður fyrir ágæti fríblaða og ég var. Þar ráða nokkrar ástæður, til að mynda dreifing blaðanna og það að þau eru prentuð í stórum upplögum og borin út í von um að sem flestir lesi. Auðvitað á þetta form rétt á sér, en mér þykir komið að þeim punkti hjá mér, að ég og fríblöð eigum ekki samleið, allavega ekki í bili. Kannski breytist það seinna, en þetta er helsta ástæða þess að ég kýs að hætta sem ritstjóri Blaðsins."

Ein helsta ástæða þess að ég vil hætta á fríblöðum er dreifingin. Hvorki Fréttablaðinu né Blaðinu hefur tekist að dreifa blöðunum með sóma. Aðrar ástæður er hægt að nefna, til að mynda pláss fyrir efni. Fríblöðin eru þröng vegna auglýsinga og þrengslin setja blöðunum mörk um umfang efnis. Svo er annað sem er mikilsvert, það er spennandi vettvangur að þurfa að lúta eðlilegum lögmálum um framboð og eftirspurn. Það hefur ekkert með blaðamennsku á fríblöðum að gera að mig langi að taka nýtt skref, nýja áskorun og gera annað en ég hef gert síðustu ár.

Ég held að þeir sem hafa lesið gagnrýni, á eigin stöf og félaga mína á ritstjórnum beggja fríblaðanna, út úr orðum mínum hafi kosið að gera svo. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gangi þér allt í hagnn á nýjum vettvangi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2006 kl. 17:47

2 identicon

Mikið er ég glaður að heyra að einhver viðurkenni þessa lélegu dreifingu.  Ég bý í vallarhverfinu í Hafnarfirði og fæ orðið engin fríblöð.  Hef meira að segja prófað að blaðra inná símsvara til að koma fríblaðaleysinu á framfæri, en það er eins og það sé engin hinum megin sem tekur mark á ástandinu.  Svo eru fríblöðin að þróast í átt að auglýsingapésa og blasir þá dauðinn einn við þeim.  Eða hvað?

íbúi í vallarhverfinu (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 19:08

3 identicon

Ekkert að því í sjálfu sér að skipta um starf!! EN EFTIR HÁLFT ÁR??? COMMON, rétt búinn að koma BLAÐINU á skrið og þá "BÚMM"!!  Ég tek Blaðið fram yfir Fréttablaðið því það er orðið mun áhugaverðara.  Fréttablaðið er uppfullt af allskonar auglýsingum og alltof ÞUNGT, einnig eru fréttir í því gamlar.  Dreifing hins vegar er góð hjá FB a.m.k. í mínu hverfi en afleit hjá Blaðinu.

Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 00:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband