Stopp

Ráð­herr­ar hafa fal­ast eft­ir ábyrgð. Með störf­um sín­um hafa þeir óskað eft­ir að bera ábyrgð. Þess vegna bera þeir ábyrgð og það er al­vara að tak­ast á við það sem ráð­herr­ar hafa tek­ið að sér. Þess vegna eru þeim borg­uð fín laun og þess vegna hafa þeir sjálf­ir get­að rétt­lætt of­ur­eft­ir­laun. Það er al­vara að bera ábyrgð. Og þar sem ráð­herr­ar hafa bein­lín­is óskað eft­ir ábyrgð­inni er ekki úr vegi að benda þeim á það sem okk­ur hin­um þyk­ir á vanta til að ráð­herr­arn­ir standi und­ir þeirri ábyrgð sem þeir hafa sóst eft­ir og feng­ið.Hörmu­leg bana­slys í um­ferð­inni eru allt­of tíð. Sú sára stað­reynd kall­ar á að­gerð­ir til að lág­marka mann­skaða og í sorg­inni er líka hægt að spyrja, hvers vegna? Hvers vegna var ákveð­ið að verja óhemju af pen­ing­um til að gera Héð­ins­fjarð­ar­göng þeg­ar mest eknu þjóð­veg­ir lands­ins eru lífs­hættu­leg­ir, svo hættu­leg­ir að á þeim hafa á skömm­um tíma orð­ið svo hörmu­leg slys, að flesta Ís­lend­inga set­ur hljóða. Það er eitt að fá ekki þæg­indi, ann­að að fá að aka með sem minnstri lífs­hættu. Þess vegna er æski­legt að ráð­herr­ar hafi dóm­greind til að raða rétt, láta neyð­ina ráða, óþæg­indi og tíma­eyðsla komi þar á eft­ir. Fleiri spurn­ing­ar koma fram, til að mynda hvað megi af­leggja marg­ar ein­breið­ar brýr fyr­ir þá pen­inga sem brennd­ir eru upp í von­lausri um­sókn að ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sama er að segja um sendi­ráð­in öll, sendi­herr­ana sautj­án sem Dav­íð Odds­son skip­aði og svo margt og svo margt í okk­ar sam­fé­lagi sem okk­ur þegn­ana varð­ar ekk­ert um, en ráða­menn­irn­ir okk­ar kjósa að brenna pen­ing­um í hluti sem okk­ur hin­um er fyr­ir­mun­að að skilja hvers vegna.Ráð­herr­ar hafa kall­að eft­ir ábyrgð og þeir verða þá að bera hana. Kosn­ing­ar eru fram­und­an og þær skulu sko ekki snú­ast um rekstr­ar­form Rík­is­út­varps­ins, og þær skulu ekki snú­ast um ein­staka dek­ur­mál ráð­herra eða þing­manna. Það er margt sem bet­ur má gera og stjórn­mála­menn skulu ekki sleppa frá ákvörð­un­um um bætta þjóð­vegi. Ís­lend­ing­ar vilja ekki leng­ur búa við það óör­yggi sem nú er. Dauði eins okk­ar er sorg okk­ar allra og það verð­ur að ráð­ast að vand­an­um, fram­kvæma og gera okk­ur kleift að ferð­ast af meira ör­yggi en nú er. Hvað sem hver seg­ir er vand­inn mest­ur hér næst höf­uð­borg­inni. Um­ferð um veg­ina er ef­laust langt­um meiri en þeir hafa ver­ið hann­að­ir til að bera. Deil­ur um ágæti tveir plús tveir-vega eða tveir plús einn-vega mega ekki tefja að­gerð­ir. Þess vegna ger­ir ráð­herr­ann best með því að hefj­ast handa strax þann­ig að þing­ið geti sam­þykkt fram­kvæmd­ir á þeim fáu vik­um sem þing­menn mæta til vinnu eft­ir ára­mót.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með þá ábyrgð sem við ökumenn köllum eftir þegar við þreytum bílpróf? Hvernig væri að við prófuðum að haga akstri okkar eftir þeim vegum sem eru hér á landi? Það er ekki endalaust hægt að skella skuldinni á ráðamenn, það erum við sem höldum um stýrið á bílunum okkar.

SSH (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 10:00

2 identicon

"[...] þess vegna hafa þeir sjálf­ir get­að rétt­lætt of­ur­eft­ir­laun."

Þetta er ekki rétt Sigurjón. Þeim hefur EKKI tekist að réttlæta eftirlaunasamsærið. Þeir hafa komist upp með að halda ránsfengnum - en með herkjum.

Almenningi og fjölmiðlum ber að standa vörð um löggjafarsamkomuna.

Búið er að afhjúpa forystumenn stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarinnar. Eftir er að þvinga þá til að opna skoltinn og skila því sem þeir hafa með rangindum tekið.

Eftirlaunamálið er svartur blettur á Alþingi: MISBEITING LÖGGJAFARVALDSINS.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 10:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband