Gjaf­mildi ráð­herr­ann

 Mik­il ósköp er hún Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir góð­ur ráð­herra. Hún er upp­full af hjarta­hlýju og hún kepp­ist við þessa dag­ana að láta gott af sér leiða. Val­gerð­ur gef­ur hing­að og þang­að, ómælt og rausn­ar­lega. Kannski er hún ekki eins af­leit­ur ut­an­rík­is­ráð­herra og flest­ir virð­ast álíta.En þeg­ar bet­ur er að gáð er hún ekki að gefa sjálf og vissu­lega má ef­ast um hug­inn að baki gjöf­un­um. Best er að halda því til haga að það sem Val­gerð­ur gef­ur á hún ekki, ekk­ert frek­ar en við hin. Hún er að gefa úr al­manna­sjóð­um og svo það sem verra er, það er ekki víst að allt sem hún gef­ur sé gef­ið vegna þarfa þiggj­and­ans. Frek­ar vegna þess að ís­lensk stjórn­völd hafa ekki enn lát­ið af þeirri gölnu hug­mynd að sækj­ast eft­ir setu í ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Til að mögu­legt sé að fá at­kvæði þarf að berj­ast, og í heim­in­um er oft­ast bar­ist með pen­ing­um þeg­ar þrá­in eft­ir pól­it­ísk­um vegt­yll­um gríp­ur stjórn­mála­menn. Þeir kunna greini­lega best að bera fé á þá sem þeir þurfa að treysta á að veiti þeim stuðn­ing. Val­gerð­ur er í ess­inu sínu og tek­ur reglu­lega pen­inga úr al­manna­sjóð­um. Vissu­lega er gott að gefa fá­tæk­um börn­um pen­inga og veita þeim að­stoð til betra lífs. Það er sætt, en sæt­ast er samt allt­af þeg­ar hug­ur gef­and­ans er sann­ur og ætl­ast ekki til neins í stað­inn. Þeg­ar svo er gert er ver­ið að gefa, ann­að er að kaupa.Á sama tíma og Val­gerð­ur fær­ir pen­inga til ann­arra landa hafa stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar reynt allt sem þeir geta til að tal­a nið­ur skýrslu for­sæt­is­ráð­herra um hversu mörg fá­tæk börn eru á Ís­landi. Í stað þess að horf­ast í augu við stað­reynd­ina, þá er þref­að um hvort fá­tæk börn á Ís­landi séu mjög mörg, mörg, ekki sér­stak­lega mörg, frek­ar fá eða mjög fá. Með­an stjórn­mála­menn fest­ast í þessu gamla fari sínu ger­ist ekk­ert og fá­tæku börn­in líða skort og þola nið­ur­læg­ingu, höfn­un sam­fé­lags­ins og aðr­ar þraut­ir, sama hvort þau eru mjög mörg, mörg eða bara ekk­ert sér­stak­lega mörg. Stjórn­mála­menn munu þæfa mál­ið með smá­at­rið­um og á með­an leysa þeir vanda barna í öðr­um lönd­um, ekki af hjarta­gæsku, held­ur í von um stuðn­ing við eina alt­vit­laus­ustu hug­mynd sem ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa feng­ið og fram­kvæmt.Gam­an væri ef hægt væri að hinkra að­eins við. Skoða af al­vöru þá stað­reynd að börn hér á landi líða skort og hvað er unnt að gera til að lina þján­ing­ar þeirra. Þeg­ar því verki er lok­ið væri okk­ur mik­ill sómi að skoða í hvaða lönd­um við get­um gert mest og best gagn­ið til að að­stoða þá sem eiga bágt. Og láta þá hafa mest skort­ir, ekki þá sem hugs­an­lega veita okk­ur at­kvæði í von­lausu og óskilj­an­legu fram­boði okk­ar til ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband