Mogg­inn, Baug­ur og ol­íu­svik­in

Morg­un­blað­ið sér ástæðu til að blanda sam­an ol­íu­svika­mál­inu og Baugs­mál­inu í leið­ara í gær. Morg­un­blað­ið full­yrð­ir að sak­born­ing­ar í ol­íu­mál­inu muni ekki verj­ast með sama hætti og Baugs­menn. En hvers vegna er ver­ið að bera þessi tvö mál sam­an? Hvað rek­ur Mogg­ann til þess?Mál­in eru mjög ólík. Ann­að hef­ur ít­rek­að kom­ið fyr­ir dóm­stóla án þess að þeim sem hafa far­ið með ákæru­vald í mál­inu hafi nokkru sinni tek­ist að sanna sekt á þá sem þeir hafa ákært. Ol­íu­svika­mál­ið er allt ann­ars eðl­is. Sama dag og for­stjór­arn­ir þrír voru ákærð­ir féll skaða­bóta­dóm­ur á ol­íu­fé­lög­in um sekt þeirra vegna sam­ráðs; sam­ráðs um að hafa pen­inga af fólki, af við­skipta­vin­um sín­um. Enn hef­ur ekki tek­ist að sanna sekt­ir í Baugs­mál­inu, ólíkt því sem þeg­ar hef­ur gerst í ol­íu­svika­mál­inu.Ol­íu­svika­mál­ið er fram­hald af rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda. Brota­menn þar hafa ját­að sak­ir og beð­ist af­sök­un­ar á þeim. Baugs­menn hafa all­an tím­ann hald­ið fram sak­leysi sínu og var­ið sig af öflu afli. Sem er mik­ið.Ekki er hægt að sjá hvers vegna Mogg­inn kýs að strá efa­semd­um um varn­ir Baugs­manna þeg­ar blað­ið neyð­ist til að fjalla um ákær­ur í ol­íu­svika­mál­inu. Mogg­inn geng­ur svo langt í leið­ar­an­um að tal­a um að Baugs­menn hafi mis­not­að fjöl­miðla í vörn­um sín­um. Hér þarf að staldra við. Hafi ein­hver fjöl­mið­ill ver­ið mis­not­að­ur í þess­um mál­um er það Morg­un­blað­ið. Það var á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Morg­un­blaðs­ins sem þeir hitt­ust Styrm­ir Gunn­ars­son, Kjart­an Gunn­ars­son og Jón Stein­ar Gunn­laugs­son til að leggja á ráð­in um kær­ur á hend­ur Baugs­mönn­um. Það var á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins sem kær­and­inn í Baugs­mál­inu fékk ókeyp­is þýð­ing­ar­þjón­ustu, það var rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sem átti í póst­send­ing­um í að­drag­anda lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar gegn Baugi, það var rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sem lék drjúgt hlut­verk í að ýta þeirri rann­sókn af stað. Það er þessi sami rit­stjóri sem stíg­ur nú fram og væn­ir aðra fjöl­miðla um að ganga er­inda sak­born­inga í Baugs­mál­inu. En hvað um hans hlut? Var allt það sem gert var á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins, af­skipti rit­stjór­ans og hans vina, eðli­leg með­ferð á fjöl­miðli? Má vera að það sé mat rit­stjór­ans?Lengi hef­ur ver­ið beð­ið eft­ir því hvern­ig Morg­un­blað­ið myndi taka á ol­íu­svika­mál­inu þeg­ar loks kæmi að ákær­um. Það hef­ur Morg­un­blað­ið gert. Leið­ara­höf­und­ur­inn tók sér smjör­klípu í hönd og klíndi um allt til þess að draga úr al­var­leika ol­íu­svika­máls­ins. Einn af eig­end­um Morg­un­blaðs­ins til margra ára og fyrr­um stjórn­ar­for­mað­ur Morg­un­blaðs­ins sæt­ir ákæru í ol­íu­svika­mál­inu. Hef­ur það áhrif á rit­stjór­ann, féll Mogg­inn á próf­inu, fór Mogg­inn út af í beygj­unni?Sig­ur­jón M. Eg­ils­son. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband