Svo er að sjá að stríð Fréttablaðsins og Morgunblaðsins um fasteignaauglýsingar hafi tekið ákveðna stefnu, Mogginn er með mun meira af auglýsingum fasteignasala en Fréttablaðið. Þannig virðist blasa við eini sigur Moggans í samkeppni á dagblaðamarkaði í langan, langan tíma.Illa þekki ég stjórnendur 365 ef þeir blása ekki til aukinnar samkeppni um fasteignaauglýsingarnar og það yrði óskandi fyrir svo marga aðra ef Fréttablaðið og Morgunblaðið eyða mætti og peningum í þá keppni.Sakna frekari skýringa á ákærum í olíusvikamálinu, hver gerði hvað og hvenær, með hvaða afleiðingum, hvers vegna og hver varð ávinningurinn? Kannski verður ekki fjallað meira um þetta að sinni, það verður gert síðar.
Athugasemdir
Það er nú annað gott dæmi þar sem Moggin hefur náð algjörum sigri en það er á netinu. Hvort sem um er að ræða mbl.is eða blog.is þá er mogginn með algjöra yfirhönd. Það eina sem vantar í moggan er umfjallanir líkt og hjá Agli og annað aðsent efni, sem hægt væri að gera mun betri skil.
TómasHa, 18.12.2006 kl. 19:39