Vanmáttur embættis

Hvað á að gera við embættismennina Harald Johannessen og Jón H. B. Snorrason? Það virðist nokkuð sama hvað þeir gera blessaðir, þeim misferst flest. Saman eru þeir að verða að táknmynd hins ómögulega embættismanns, eða embættismanna.Dómsmálaráðherrann hlýtur að láta embættisfærslu þessara undirmanna til sín taka. Miðað við hversu fráleiddur málatilbúnaður þeirra og embættisfærslur hafa verið er ekki bjóðandi upp á að jafn mikilvæg mál, og þeim kumpánum hefur verið treyst fyrir, verði áfram rekin með þeim hætti sem tvímenningarnir hafa gert.Jón verður vissulega fluttur milli embætta en verður áfram með ákæruvald en Haraldur situr áfram í musteri mistakanna.Ríkisstjórnin ætlar að ræða málefni Náttúrugripasafnsins, en ætli ríkisstjórnin ætli ekki að ræða vanmátt ríkislögreglustjóraembættisins, er það ekki brýnna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband