Launaður heimildarmaður

Ég á góða vini sem hafa lifað góða daga í Byrginu og sem tala vel um Guðmund Jónsson forstöðumann. Sökum þess hversu þetta fólk er mikið tegnt mér hef ég forðast að fjalla um Byrgismálið. Þar sem ég er áhugamaður um fjölmiðla leitar aftur og aftur á mig sú staðreynd að ritstjóri Kompás borgaði heimildarmanni til að koma fram í þætti til að staðfesta frétt sem var til umfjöllunnar. Fram kom að heimildarmaðurinn var fíkill, en það er svo sem ekki aðalmálið, en sú staðreynd styrkir ekki Kompás. Vonandi er dæmið frá Kompási það eina í fréttavinnslu á Íslandi, það er sú staðreynd að Kompás greiddi heimildarmanni fyrir að staðfesta frétt. Ég vona að Kompás hafi algjöra sérstöðu umfram alla aðra fréttamiðla á Íslandi. Eftir að hafa starfað á fjölmiðlum í meira en tuttugu ár hef ég aldrei heyrt fyrr að fjölmiðill greiði fyrir staðfestingum á fréttum. Þetta er allt annað mál en þegar greitt er fyrir fréttaskot, þá kemur sá sem bendir á fréttina almennt ekki nærri vinnslu fréttarinnar.Mér þykir þetta reyndar svo alvarlegt að ég vona sannarlega að ég hafi misskilið ritstjóra Kompás.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blaðamenn eru ákaflega hrokafullir menn, yfirleitt álíta þeir sig standa í sérstöku sambandi við Guð þeir eru útvaldir af almættinu og lúta ekki sömu lögum og aðrir menn. Hvaðan annars kemur þeim sú hugmynd að þeir einir eigi að fá greitt fyrir framleiðslu á vöru sinni þe. féttum.

Ég er almennur borgari sem blaðamenn hafa sjaldan sett sig í samband við, en ég lýsi því hér með yfir að ég mun ekki veita blaðamönnum neinar upplýsingar nema gegn greiðslu.

Reyndar gerir það engin hvort eð er greiðslan er oftast í öðru formi en gjaldeyri td. útrás flassnáttúru eða troða hagsmunum sínum að. Viðtöl eru alltaf viðskipti með hagsmuni.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 13:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband