Sigríður Björk og Skúlagötustrákarnir

Sat fyrirlestur sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi sýslumaður á Ísafirði og núverandi aðstoðarríkislögreglsutjóri, hélt um lögreglu hér og þar í Evrópu. Ég sat dolfallinn og undraðist þekkingu og yfirsýn sýslumannsins. Ég hafði ekki áður heyrt neinn tala um lögreglu, rannsóknir, glæpi, samstarf lögreglu við einstaklinga og fjölmiðla af eins mikilli sannfæringu og Sigríður Björk gerði. Meðan ég hlustaði hugsaði ég með mér að Sigríður Björk væri kjörinn sem ríkislögreglustjóri. Sem ég er viss um að hún verður, jafnvel fyrr en seinna.Alveg er galið að tengja efasemdir mínar og annarra um vanhæfi núverandi yfirmanna ríkislögregustjóra við Baug. Það er ekki Baugi að kenna að mennirnir ná ekki árangri í starfi, en svo vill til að Baugsmenn hafa orðið meira fyrir klaufabárðunum en aðrir Íslendingar.Það er ekki aðalmálið hverjir verða fyrir atgangi þeirra Skúlagötustráka, heldur að þeir halda áfram trekk oní trekk og dæmast ítrekað hafa lítið sem ekkert til síns máls. Það er alvarleikinn og það er þess vegna sem gott er að vita að hið lánlausa embætti hefur fengið víðsýna og glögga manneskju, einsog Sigríði Björk til sín. Ég er viss um að hennar verður vart í starfi embættis ríkislögreglustjóra, og ekki er vanþörf á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir margtlöngu 40 árum eða svo, var Skúlagatan með fölmennustu götum borgarinnar, þar bjuggu aðalega fátækt fólk í húsum borgarannar, allt upp í 10-12 manns í tveggja herbergja íbúðum. Við Skúlagötustrákar vorum sagðir alræmdir, margir lentu í ógöngum en sumum vegnaði betur. Við Skúlagötustrákar höfum mátt og máttum þola ýmislegt. Ekki blanda okkur saman við klaufska lögmenn eða kefiskarla.

Stoltur Skúlagötustrákur 

Rúnar Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 21:48

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baugsmenn geta ekki endalaust kennt löggæslumönnum um lánleysi sitt við að framfylgja landslögum.

Þeir verða að lokum dæmdir og hljóta að fá viðbótardóma fyrir að þvælast svo lengi fyrir réttvísinni. Enda eiga þeir að fá sína dóma eins og kjötlæra- og karamelluþjófar götunnar því enginn munur er á lögbrotunum, nema hvað Baugsmenn eru stórtækari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2006 kl. 13:19

3 identicon

Getur verið Sigurjón að þú sért að rugla saman hugtökunum óhæfni og vanhæfni?   "Alveg er galið að tengja efasemdir mínar og annarra um vanhæfi núverandi yfirmanna ríkislögregustjóra við Baug." Ertu ekki að meina þarna frekar óhæfni þeirra? Þ.e.a.s. óhæfni þeirra til að geta sinnt verkum sínum, ekki að þeir séu vanhæfnir til að rannsaka þetta tiltekna mál. Það hefur allavega komið mér þannig fyrir sjónir í umræðu um þetta mál að fólk virðist oft halda að þessi hugtök séu í raun einn og sami hluturinn. Sem þau eru alls ekki.

Helgi Eiríkur Eyjólfsson (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 18:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband