Hægt og bítandi

Las Blaðið fyrst allra blaða í dag, rétt einsog alla aðra daga síðustu mánuði. Í leiðara Trausta Hafliðasonar var fullyrðing sem ég veit að er röng, en ritstjórinn segir: “Frá því Blaðið hóf göngu sína þann 6. maí árið 2005 hefur því verið vel tekið af lesendum. Lestur þess hefur hægt og bítandi aukist.” Ritstjórinn virðist ekki þekkja söguna. Frá fyrsta degi og þar til um mitt sumar var lestur Blaðsins lítill, mældist innan við þriðjung, hafði nánast ekkert breyst frá fyrsta útgáfudegi. Lesturinn var alltof lítill og á hverjum degi hentu þúsundir Íslendinga Blaðinu ólesnu. Um miðjan júlí urðu miklar breytingar, nánast nýr fölmiðill með sama nafni hóf göngu sína. Lesturinn tók kipp, aukningin mældist í tugum prósenta. Önnur eins breyting á lestri dagblaða var óþekkt. Þetta vita svo sem flestir, greinilega ekki allir.Þar sem mér gafst ekki kostur á að þakka samstarfsfólki mínu á ritstjórn Blaðsins samstarfið geri ég það hér með. Saman tókst okkur að endurreisa blað sem þjóðin hafnaði og gera úr því blað sem naut virðingar og velfarnaðar. Það sýndu tölur um lestur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband