Verðum að efast

Það er hverjum nauðsyn að efast og efast aftur. Kjararáð hækkaði laun æðstu Íslendinganna og lítið sem ekkert hefur verið fjallað um gjörninginn. Alþýðusambandið lagðist yfir málið og komst að þeirri niðurstöðu að um ofrausn sé að ræða. Á vef ASÍ segir þetta meðal annars: 

 "Það vekur hins vegar bæði furðu og einnig vissar áhyggjur, þegar rökstuðningur Kjararáðs er skoðaður, að ráðið skuli telja það eðlilegt að sérstök krónutöluhækkun fyrir þá lægstlaunuðu, sem samið var um í sumar fyrir þá lægst launuðu eigi að færast nú yfir til kjörinna fulltrúa, dómara og æðstu embættismanna sem prósentuhækkun. Alþýðusamband Íslands ætlast til þess að til framtíðar eigi Kjararáð að taka tillit til slíkra sértækra aðgerða til að hækka lægstu launin án þess að það flæði yfir alla."

Þessa nálgun hefur vantað til þessa og það sem mestu skiptir er það vantar að fjölmiðlar efist, efahyggjan er nauðsyn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ályktun þín um efann er kjarninn. En hvað þú og ASÍ eru að fara er í þoku.

Herbert Guðmundsson, 27.12.2006 kl. 22:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband