Undirbúningur að fyrsta tölublaði DV undir minni ritstjórn hefst í dag. Á næsta ári, það er 2007, verður DV, eða réttara sagt Vísir sem er undanfari DV, 97 ára. Þannig styttist í aldarafmælið. Það er von okkar sem vinnum á DV að áður en að þeim merkum tímamótum kemur verði DV búið að öðlast fyrri reisn.
Verið er að ráða inn nýja blaðamenn og aðra starfsmenn þar sem innan ekki langs tíma verður DV aftur að dagblaði og mun þá keppa af afli við dreifiblöðin, Moggann og Viðskiptablaðið sem þá verður væntanlega orðið að dagblaði, en það blað mun eiga að koma út fimm daga vikunnar, frá þriðjudegi til laugardags og mun helgarblaðið verða nokkuð frábrugðið blöðum virka daga.
Það eru sérstaklega spennandi tímar framundan og ljóst að enginn er banginn þrátt fyrir tröllslega dreifingatilburði tveggja blaða. Hér á DV ríkir trú og sjálfstraust á að vel takist til að færa DV til betri vegar.