Vinir mínir og kunningjar

Stundum er það svo að margir hringja til að spjalla um hitt og þetta og aðrir stoppa mig á förnum vegi í sömu erindagjörðum. Óvenju margir hafa þurft að spjalla um fjölmiðla við mig síðustu daga. Sum símtölin og samtölin eru mér ofar í huga en önnur. Ágætum vini mínum var nokkuð mikið niðri fyrir vegna þess að Fréttablaðið hafði fundið  út að Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, sem var í forsíðuviðtali DV, hafði áður birst á forsíðu. Vini mínum fannst Fréttablaðið, sem hann kallar reyndar aldrei annað en SDB sem útleggst ef ég man rétt stóra dreifiblaðið, hafi lagst lágt að vera núa okkur á DV því um nasir að vera með mynd á forsíðu af konu sem áður hafði verið á forsíðu. Einkum og sér í lagi að á þeim árum sem liðu milla viðtalan hafði Ragnheiður Ásta veikst alvarlega og varð að hætta að vinna og í fyrsta sinn í svo langan tíma hafði hún ekki lesið jólakveðjurnar sem eru snar þáttur í aðdraganda jóla hjá svo mörgum. Vinur minn nefndi fjölda Íslendinga sem hefðu margsinnis komið á forsíðu og ekki þótt neitt tiltökumál, jafnvel þó þeir hafi svo sem ekki verið gera neitt sérstakt, eða upplifa neitt sérstakt. Að lokum spurði vinurinn mig hvort ég hefði ekki verið hissa þegar ég las  SDB á laugardag.

Nei, ég varð ekkert hissa. Það vissu allir sem starfa í Skaftahlíð 24 að þetta yrði i Fréttablaðinu. Blaðamenn Fréttablaðsins höfðu gengið um grundir allan föstudaginn og grobbast af. Annað sem mér og vini mínum fór á milli var persónulegt. 

Kunningakona mín hringdi í mig um daginn vegna greinar sem Sigðurður G. Guðjónsson útgefandi skrifaði um mig í Moggann. Sigurður vill að ég verði blaðamaður ársins, en ekki ég, þetta er svo sem ekki það eina sem við Sigurður erum ekki sammála um. Kunningjakonan sagði nær að útnefna Sigurð sem útgefenda ársins, en hvers vegna?Jú, sagði hún, er ekki rétt hjá mér að á almanaksárinu 2006 hafi Sigurður verið með þrjá ef ekki fjóra ritstjóra á blaðinu sínu?

 Ég sagðist ekki vita það, man bara ekki hvenær Ásgeir Sverrisson tók við af Karli Garðarssyni, en man að ég tók við snemma í júlí og Trausti Hafliða um miðjan desember. Konan stoppaði mig og sagði þetta einmitt vera það sem hún meinti, þrír eða fjórir ritstjóra á sama blaðinu á einu ári, er það ekki met, spurði hún. Ég veit það bara ekki. 

Einn þekki ég sem stundum hefur allt á hornum sér. Daginn sem hann hringdi höfðu dóttir hans og tegndasonur átt í mestu erfiðleikum að komast ferða sinna með barnavagninn á einhverri gagnstétt þar sem þar lágu “heilu stæðurnar” af fríblöðum sem ekki voru borin í hús. Hann sagði mér líka sögu af blinfum manni sem hafi lent í erfiðleikum vegna blaðapakka. Hringjandi spurði hvort ekki væri rétt að hefja keppni í “blaðapakkahindrunarhlaupi” og í annarri keppnisgrein geti íbúar sambýlishúsa keppt í að opna útidyrnar þrátt fyrir að fyrir innan liggi búnkar af fríblöðum. 

Læt eina sögu enn fylgja, en þannig er að margir þurfa að ræða Fréttablaðið og allir eiga það sameiginlegt að þykja blaðinu hraka. Af gömlum vana tek ég alltaf til varna fyrir Fréttablaðið. Einn sagðist þess fullviss að Pravda hefði aldrei verið eins opinbert þóknunarblað við stjórnvöld og Fréttablaðið er. Láttu nú ekki svona, sagði ég og bað manninn að vera ekki með neinar ýkjur. Ýkjur, át hann upp eftir mér, og þvertók fyrir að hann væri að ýkja og nefndi nokkur dæmi.

Ég verð að viðurkenna að ég sá Prövdu tvisvar eða þrisvar en gat ekkert lesið svo ég gat ekki þrætt við manninn, þekkti ekki samanburðinn, held nú að það sama hafi átti við um hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Barnalegt framkoma hjá FRB að vera agnúast út í þetta og gera ,,mál" úr því að Ásta hafi komið fyrir áður. Hvað með allt liðið sem er í Séð og Heyrt, og öllum hinum blöðunum? Það er lið sem birtist oft á ári. Tökum dæmi með Dorrit og Ólaf Ragnar forseta íslands! Þau sjást meira í blöuðm en auglýsingar frá HHÍ eða DAS. Það er lið sem er ALLTAF í SH, Hér og Nú, og öllu þessu... Engar áhyggjur karl.

Sveinn Hjörtur , 7.1.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

„djókið“ var samt hversu líka forsíðurnar voru, semsagt myndirnar. Þannig skildi ég það. Það var ekki verið að agnúast vegna þess að það var annað viðtal tekið við konuna.

Atli Fannar Bjarkason, 7.1.2007 kl. 16:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband