Eitt hundrað tindar og fleiri markmið

Fór í dag á eitt hundraðasta tindinn frá því í apríl í vor. Ætlaði upphaflega að ganga á eitt hundrað tinda á einu ári, en ákvað síðar að ljúka markmiðinu um þessa helgi. Það tókst þegar ég gekk á Vífilsfell í dag. Það var erfið ganga, mikill og mjúkur snjór svo ég sökk oft upp að mjöðmum og undir snjónum var mikil hálka, einkum á móberginu.P1010010

 

Náði fleiri markmiðum um helgina. Á föstudag hafði ég ekki reykt í níu ár og ekki drukkið í tíu ár. Þessir merku áfangar í mínu lífi báru upp á sama dag og fyrsta DV undir minni ritstjórn kom út.

Nú þarf ég að setja mér ný markmið á þessu ári, er búinn að ákveða tvennt sem ég ætla að gera, en mun hafa þau takmörk aðeins fyrir mig til að byrja með.P1010018

Myndirnar tók ég af mér á Vífilsfelli í dag. Vissulega hef ég farið misoft á suma tinda, Helgafell ofan Hafnarfjarðar, Trölladyngja og Vífilsfell hafa vinninginn, hef oftast farið á þessu fjöll, eða kannski fell, segist oft vera mest í fellunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Duglegur strákur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: TómasHa

Þetta eru allt mjög göfug markmið.  Þú lítur út fyrir að vera ansi þreytulegur á þessum myndum

TómasHa, 7.1.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Glæsilegt hjá þér !!!

Sveinn Hjörtur , 7.1.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Glæsilegt!

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 9.1.2007 kl. 08:05

5 identicon

Ertu nokkuð að ljúga þessu Sigurjón?

caramba (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 13:35

6 Smámynd: Hildur Sif Kristborgardóttir

til lukku með þetta, flott markmið...

Hildur Sif Kristborgardóttir, 10.1.2007 kl. 18:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband