Enda­lok­in

28. ágúst 2006

Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir get­ur ekki ann­að en hug­leitt stöðu sína al­var­lega. Það er eitt að hún sé sök­uð um að hafa leynt Al­þingi mik­il­væg­um gögn­um, gögn­um sem höfðu mik­ið að segja þeg­ar meiri­hluti Al­þing­is ákvað að ráð­ist yrði í gerð Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Hitt er ekki síð­ur al­var­legt að Val­gerð­ur sér ekk­ert að því sem hún gerði, seg­ir þing­menn bara ekk­ert hafa haft með gögn­in að gera, gögn sem fólu í sér varn­að­ar­orð um ágæti stíflu­gerð­ar­inn­ar.„Það eru gríð­ar­leg ósköp af upp­lýs­ing­um og sér­fræði­álit­um sem eru til um þetta mikla mann­virki og þau gögn geta ekki öll kom­ið fyr­ir Al­þingi. Nið­ur­stað­an er sú að það þarf ekki að hafa áhyggj­ur af þess­um at­rið­um í skýrslu Gríms Björns­son­ar nema einu at­riði og það er at­riði sem Al­þingi fjall­ar ekki um,“ seg­ir Val­gerð­ur í Blað­inu í dag. Þing­menn eru sum­ir hverj­ir ósátt­ir við hversu lít­ið álit Val­gerð­ur hef­ur á þing­heimi.Þetta er svo al­var­legt hjá Val­gerði að fer­ill henn­ar hlýt­ur að taka breyt­ing­um hér með, er jafn­vel á enda. Það eru tvenns­kon­ar yf­ir­sjón­ir í sama máli, felu­leik­ur­inn með gögn­in og svo hitt að tal­a ein­sog hún ger­ir. Ráð­herra má aldr­ei vera svo sjálf­um­glað­ur að hann ráði því hvaða gögn Al­þingi fær og meti hvað þing­heim­ur fær skil­ið og hvað þing­inu get­ur gagn­ast við ákvarð­ana­töku. Það er svo hrika­leg að­för að þing­ræð­inu að ekki er við það un­andi. Þetta var ekki gert í neinu smá­máli, Kára­hnjúka­virkj­un er risa­vax­ið verk og fara verð­ur með mál­ið sam­kvæmt því.Val­gerð­ur var í vond­um mál­um 2002 þeg­ar ákvörð­un­in var tek­in. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stóð veru­lega höll­um fæti, ekki síst í kjör­dæmi Val­gerð­ar. Flokksma­skín­an kunni eng­in ráð önn­ur en að ganga frá samn­ing­um um virkj­un og iðju­ver. Það var gert í flýti og með þeim ósköp­um sem nú eru að koma fram. Flokk­ur­inn átti enga inni­stæðu, bjó sér í hag­inn með­al ann­ars með því að fela gagn­rýni á stóru fyr­ir­ætl­an­irn­ar. Nú er kom­ið að öðr­um kosn­ing­um og að skulda­dög­um. Hvað nú, Val­gerð­ur? Og hvað nú, Fram­sókn?Stutt er til kosn­inga og ekki fer Fram­sókn vel af stað. For­mað­ur­inn hrökkl­að­ist frá, flokks­menn kusu helsta ráð­gjaf­ann í hans stað, Val­gerð­ur er í nauð­vörn og þann­ig hef­ur mætti flokks­ins hef­ur ver­ið ráð­staf­að. Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir er ekki ein Ís­lend­inga þeirr­ar skoð­un­ar að Al­þingi sé ekki allt­af treyst­andi. Full­yrð­ing­ar á þá leið heyr­ast víða og oft. En að ráð­herr­ar haldi að hægt sé að skammta þing­inu upp­lýs­ing­ar þeg­ar það stend­ur frammi fyr­ir eins mik­illi ákvörð­un og það gerði þeg­ar fall­ist var á gerð Kára­hnjúka­virkj­un­ar er al­gjör­lega gal­ið. Ráð­herr­ann má ekki kom­ast upp um slíkt. Senni­lega eru þetta enda­lok­in hjá Val­gerði. Kannski hrekst hún heim rétt ein­sog þeir hin­ir ráð­herr­arn­ir sem frek­ast­ir voru.

Vina­víg í fel­um

25. ágúst 2006

Próf­kjör stjórn­mála­flokk­anna eru fram­und­an. Þar munu sam­herj­ar herja hver á ann­an og marg­ir bíða ósigra. Það er svo sem allt í lagi. Hitt er ann­að, að bar­átt­an fyr­ir þing­sæt­un­um mun kosta mikla pen­inga, pen­inga sem fram­bjóð­end­urn­ir eiga ekki sjálf­ir, held­ur snapa upp hér og þar. Og í sjálfu sér get­ur það ver­ið í lagi, en þó ekki, þar sem stjórn­mála­menn hafa sleg­ið skjald­borg um sjálfa sig og pen­ing­ana.Ólíkt stjórn­mála­mönn­um í al­vöru ríkj­um þurfa þeir ís­lensku ekki að segja hverj­ir gefa þeim pen­inga, hvorki ein­staka stjórn­mála­menn né stjórn­mála­flokk­ar. Þetta er sér­staða sem ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa bú­ið til fyr­ir sjálfa sig og sem aðr­ir kom­ast ekki upp með.Vegna þessa hátta­lags munu kjós­end­ur aldr­ei fá að vita hvaða fyr­ir­tæki og hvaða ein­stak­ling­ar munu kosta frama­drauma vænt­an­legra þing­manna og þess vegna verð­ur ómögu­legt að benda á ef þau sem ná kjöri munu í störf­um sín­um launa greið­ann. Lík­leg­ast er kerf­ið ein­sog það er, ein­mitt vegna þess að ekki þyk­ir heppi­legt að fjöl­miðl­ar eða aðr­ir geti leit­að sam­svör­un­ar milli gef­end­anna og þess hvaða af­stöðu þing­menn taka í mál­um sem snerta gef­end­urna og hags­muni þeirra. Með því að fela tekj­ur flokka og gjaf­ir og styrki til flokka og stjórn­mála­manna er ver­ið að strá efa­semd­um, efa­semd­um sem sam­taka­mátt­ur stjórn­mála­manna ver með krafti. Svo langt er geng­ið í hags­muna­vörsl­unni að því er hald­ið fram af krafti að það styrki lýð­ræð­ið að mega þegja yf­ir því hverj­ir borga styrk­ina og gefa gjaf­irn­ar. Í öðr­um lönd­um dett­ur fólki bara ekki í hug að bera aðra eins þvælu á borð. Kjós­end­ur eiga ekki að láta þetta við­gang­ast, held­ur krefj­ast þess að vit­að verði hvað­an pen­ing­arn­ir sem kosta stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokka koma. Með­an svo er ekki verða kjós­end­ur að ef­ast um starf stjórn­mála­manna og stjórn­mála­flokka; með­an svo er verða kjós­end­ur líka að gera ráð fyr­ir því að ástæð­an fyr­ir því að þeir gefi ekki upp hver borg­ar kostn­að­inn sé sú að það henti eng­an veg­inn að gefa það upp; það gæti ekki skað­að lýð­ræð­ið en það gæti skað­að gef­end­ur og þiggj­end­ur.Á næstu vik­um munu sam­herj­ar tak­ast á um hin eft­ir­sóttu þing­sæti. Miklu verð­ur til fórn­að, bæði af pen­ing­um og krafti. Við mun­um heyra ótal af­sak­an­ir og skýr­ing­ar á fjá­raustr­in­um og all­ir þeir stjórn­mála­menn sem eiga eft­ir að tjá sig um eig­in bar­áttu munu full­yrða full­um fet­um að gjaf­irn­ar muni ekki hafa hin minnstu áhrif, engu breyta í huga stjórn­mála­manna. Samt mun ekki koma til greina að skýra frá hverj­ir gefa.Marg­ir þeir sem sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri á kostn­að huldu­manna hafa tal­að fyr­ir laga­setn­ingu á ann­að fólk, til dæm­is á fjöl­miðla. Þá þarf að eign­ar­hald­ið að vera gegn­sætt og tryggja frelsi fjöl­miðla­fólks, en á sama tíma þiggja stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokk­ar pen­inga und­ir borð­ið, pen­inga sem hvergi kem­ur fram hver gef­ur og hver þigg­ur.

Leif­arn­ar fyr­ir dóm

23. ágúst 2006

Það get­ur ekki ver­ið hátt ris­ið á sak­sókn­ar­an­um í Baugs­mál­inu eft­ir að hann varð að játa sig sigr­að­an með helsta kafla eig­in ákæru, kafla sem dóm­stól­ar hafa ít­rek­að vís­að á bug, en það tók sak­sókn­ar­ann allt­of lang­an tíma að við­ur­kenna stöðu sína og gef­ast upp. Þeg­ar hann gerði það loks varð hann samt að leggj­ast svo lágt að strá efa­semd­um um Jón Ás­geir Jó­hann­es­son og hvort hann sé raun­veru­lega sek­ur eða sak­laus af þeirri ákæru sem sak­sókn­ar­inn er nú neydd­ur til að við­ur­kenna að hef­ur ekk­ert með refsi­lög að gera.Hið op­in­bera hef­ur rann­sak­að nóg í Baugs­mál­inu og hef­ur gert meira en gott þyk­ir. Eft­ir alla þá fyr­ir­höfn og alla þá pen­inga sem var­ið hef­ur ver­ið til máls­ins er það býsna snaut­legt sem eft­ir stend­ur og verði sak­sókn­ar­an­um að góðu að berj­ast með leif­arn­ar af Baugs­mál­inu í dóms­öl­un­um. Verst er að hann get­ur ekki út­kljáð mál­ið einn síns liðs, hann þarf sak­born­inga og það er verst fyr­ir þá að þurfa að taka leng­ur þátt í þess­um ótrú­lega farsa sem Baugs­mál­ið er.Hvort Baugs­menn hafi tek­ið lán, flutt inn bíla eða sláttu­vél­ar og svo fram­veg­is er smá­mál mið­að við þörf­ina á að rann­sak­að verði hvern­ig Baugs­mál­ið varð eins stórt og raun ber vitni um og ekki síð­ur hver að­drag­andi máls­ins var og hvers vegna það fékk for­gang á flest ann­að. Frá upp­hafi hafa fleiri en Baugs­menn fund­ið að máls­með­ferð­inni. Dóm­stól­ar hafa ít­rek­að smán­að vinnu sak­sókn­ar­anna beggja og það hlýt­ur að vera rann­sókn­ar­efni hversu lengi mál­inu var fram­hald­ið, ekki síð­ur en hvers vegna það upp­hófst.Það er al­kunna að upp­haf kær­unn­ar á hend­ur Baugs­mönn­um er hjá fólki sem síð­ar hef­ur ekki kom­ið form­lega við sögu máls­ins. Ann­að er ómögu­legt en að þeir sem hafa ver­ið born­ir sök­um af hálfu hins op­in­bera geri allt sem þeir geta til að kanna hvað varð til þess að veik kæra eins manns leiddi til alls þess sem á eft­ir fylgdi. Það er þörf á að Baugs­mál­ið verði þeim sem fara með hið mikla vald sak­sókn­ara minn­is­varði um að vald­inu fylg­ir al­vara og því verð­ur að beita af var­úð og skyn­semi.Rann­sak­end­ur hafa alla tíð brugð­ist illa við þeg­ar þeir hafa ver­ið sak­að­ir um að taka við til­skip­un­um um fram­gang Baugs­máls­ins, en marg­ir hafa sak­að lög­regl­una um að vera und­ir­lægju í mál­inu. Það er þess vegna ósk­andi að lög­regl­an vilji sanna sak­leysi sitt og taki þátt í að skýra hvers vegna mál­ið varð að þeim óskapn­aði sem raun hef­ur orð­ið á.Til­gát­ur um pól­it­ísk af­skipti af Baugs­mál­inu hafa allt­af ver­ið uppi. Þær verða það þar til ann­að sann­ast, þann­ig er það. Ekki má gleym­ast að þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Dav­íð Odds­son, svar­aði á þann veg, þeg­ar hann var spurð­ur um hvort pól­it­ík hafi haft áhrif á Baugs­mál­ið, að ef svo væri myndu dóm­stól­ar ein­fald­lega vísa mál­inu frá. Það hafa þeir gert, ekk­ert er eft­ir nema bragð­laus­ar leif­ar, sem eru nán­ast níð um þá sem hafa tal­að fyr­ir sök í mál­inu, fórn­að ómæld­um pen­ing­um og krafti í mál sem nán­ast ekk­ert er og fjöldi manns hef­ur var­að við þeim mála­lok­um sem nú eru orð­in að veru­leika.

Ómar og Kára­hnjúk­ar

23. ágúst 2006

Eft­ir að hafa var­ið ein­um degi með Ómari Ragn­ars­syni við Kára­hnjúka eru nokkr­ar spurn­ing­ar uppi. Til dæm­is, hvað rek­ur mann ein­sog Ómar til að leggja allt það sem hann ger­ir? Í hvaða til­gangi ger­ir hann þetta? Og má vera að margt af því sem hann nefn­ir sé með þeim hætti sem hann seg­ir? Hver er ávinn­ing­ur­inn af virkj­un­inni? Og er það kannski svo að ver­ið sé að fórna minni hags­mun­um fyr­ir meiri?Ómar Ragn­ars­son er ein­stak­ur mað­ur, það vita all­ir Ís­lend­ing­ar. En að sjá hann með eig­in aug­um í þessu sér­saka hlut­verki er ekki síð­ur merki­legt en það sem hann sýn­ir. Áhöld eru uppi um hvort er merki­legra, land­ið sem verð­ur sökkt eða Ómar.Það er merki­legt að ganga um vænt­an­leg­an botn á uppi­stöðu­lón­inu. Vissu­lega fer þar fal­legt land und­ir vatn, land sem allt­of fá­ir hafa séð, snert eða fund­ið ilm­inn af. Ein­stak­ling­ur­inn verð­ur lít­ill og mátt­vana í hugs­un­um sín­um þeg­ar hugs­aði er til þess sem fram­und­an er. Bar­átta þeirra sem hafa bar­ist gegn Kára­hnjúka­virkj­un er merki­leg og hún mun sigra, ekki þó á Kára­hnjúk­um. And­stað­an verð­ur ef­laust til þess að hæg­ar verð­ur far­ið í nán­ustu fram­tíð. Það get­ur bara ekki ver­ið sjálf­sagð­ur rétt­ur nú­lif­andi kyn­slóða að end­ur­taka hina tröll­segu fram­kvæmd við Kára­hnjúka. Svar þjóð­ar­inn­ar verð­ur ein­falt nei.Aft­ur að Ómari. Ekki er nokk­ur í vafa um ást hans á land­inu. Ást hans á land­inu hef­ur fang­að hann svo mik­ið að hann fórn­ar flestu fyr­ir hug­sjón­ina. Það er ein­stök upp­lif­un að sjá og vita að hann held­ur meira og minna til á há­lend­inu, sef­ur þar í göml­um bíl­skrjóð­um og er boð­inn og bú­inn til að kynna fyr­ir okk­ur af­leið­ing­ar Kára­hnjúka­virkj­unn­ar.Ómar er ekki einn um að benda á stór­tæk­ar af­leið­ing­ar virkj­un­ar­inn­ar. Hann ger­ir það með kröft­ugri hætti en flest­um öðr­um er unnt að gera. Hitt er ann­að að stjórn­mála­menn hafa ráð­ið ferð­inni, þeir ákváðu Kára­hnjúka­virkj­un, en um leið og þetta er sagt er nokk­uð víst að þeim mun ekki veit­ast eins létt að ráð­ast í ann­að eins. Bar­átta Ómars Ragn­ars­son­ar og fleiri sér til þess. Virkj­un­ar­sinn­ar kepp­ast við and­stæð­inga við að kynna mál­stað sinn. Eft­ir að Lands­virkj­un bauð rit­stjór­um Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins og Seðla­banka­stjóra í sér­staka ferð að Kára­hnjúk­um sendi Ómar op­ið bréf og bauð nokkr­um völd­um ein­stak­ling­um í kynn­is­ferð. Síð­an hef­ur Lands­virkj­un sent boð til þeirra sem ekki fóru í fyrri ferð­ina, en eru á gesta­lista Ómars. Lands­virkj­un býð­ur ekki allt, þeir sem þiggja verða að borga tutt­ugu þús­und krón­ur vegna kosnt­að­ar við flug. Þess vegna þótti þeim sem þetta skrif­ar ekki ann­að við hæfi en borga Ómari það sama og Lands­virkj­un verð­ur greitt. Von­andi að aðr­ir geri það líka. Kynn­is­ferð­in er að frum­kvæði Ómars,en má ekki vera al­far­ið á hans ábyrgð og á hans kostn­að. Það er ekki sann­gjarnt.

Kjark­ur eða kjark­leysi

21. ágúst 2006

 Get­ur ver­ið að flokks­þing Fram­sókn­ar hafa ver­ið þing um ekk­ert? Ekk­ert hafi breyst ann­að en að Hall­dór lét af for­mennsku og við henni tók vild­ar­vin­ur hans og ráð­gjafi í ára­tugi? Má vera að flokks­þing­ið hafi ekki fært flokk­inn eitt fet frá því feni sem hann er í? Má vera að kjark­leysi til breyt­inga hafi náð völd­um af flokks­fé­lög­um og að þeir komi frá þing­inu í sömu stöðu og þeir komu til þess?Jón Sig­urðs­son, for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, var val­inn til emb­ætt­is af Hall­dóri. Það dylst eng­um og að flokks­þing­ið lét það yfir sig ganga. Guðni Ág­ústs­son er áfram vara­for­mað­ur, svo það er eng­in breyt­ing þar og það er ekki hægt að gera Fram­sókn­ar­flokkn­um það til hæf­is að tala um stöðu rit­ara sem al­vör­up­ólít­iska stöðu. Það skipt­ir þjóð­ina bara engu hver gegn­ir emb­ætti rit­ara í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Í for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins eru tveir karl­ar, vel á sex­tugs­aldri. Það er sér­staða þeirra með­al stjórn­mála­flokka í dag, reynd­ar læt­ur nærri að eins sé kom­ið fyr­ir Frjáls­lynda flokkn­um. Aðr­ir flokk­ar hafa breidd í sinni for­ystu.Fram­sókn er í af­leitri stöðu og það veit þjóð­in og það vita Fram­sókn­ar­menn. Staða þeirra er af­leit með­al ann­ars vegna einka­væð­ing­ar banka, vegna und­ir­lægju­hátt­ar við Banda­ríkja­menn vegna Ír­aks­stríðs­ins, vegna und­ir­lægju­hátt­ar við Dav­íð Odds­son vegna fjöl­miðla­máls­ins, vegna stórð­iðju­stefnu, vegna hryðju­verka gegn nátt­úr­unni og vegna græðgi for­manns­ins fyrr­ver­andi til að verða for­sæt­is­ráð­herra og síð­ast en ekki síst, vegna hversu illa þeim hef­ur tek­ist að flytja mál sitt, verja gjörð­ir sín­ar og benda á það sem þeim hef­ur þó tek­ist vel með.Kannski átti flokks­þing­ið erf­itt val, ann­ar fram­bjóð­and­inn til for­manns kom úr ráð­gjafa­hirð fyrr­ver­andi for­manns, þeirri hirð sem ber mikla ábyrgð á því að æ fleiri kjósa að snúa baki við flokkn­um og þeirri stefnu sem flokk­ur­inn hef­ur fylgt. Hinn fram­bjóð­and­inn var til dæm­is um­hverf­is­ráð­herra þeg­ar hryðju­verk­in gegn nátt­úr­unni voru hvað mest og ber þess vegna mikla ábyrgð. Það þarf kjark til að hafna konu á besta aldri og það þarf kjark til að velja einn af ráð­gjöf­un­um, mann sem er elst­ur allra til að taka við for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um, aldrei áð­ur hef­ur flokk­ur­inn val­ið sér eldri for­mannn. Það er kjark­leysi að hafa ekki þor­að að tala um einka­væð­ingu, að hafa ekki þor­að að tala um Ír­aks­stríð­ið, að hafa ekki þor­að að tala um fjöl­miðla­of­beld­ið, um stór­iðj­una og að­för­ina að nátt­úr­unni. Það eina sem fram­bjóð­end­urn­ir töl­uðu um og boð­uðu breyt­ing­ar á var að Evr­ópu­mál­in væru ekki á dag­skrá á næst­unni. Það er full­yrð­ing Dav­íðs Odds­son­ar og nú Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þjóð­in mun setja Evr­ópu­mál­in á dag­skrá og vel má vera að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fylgi þjóð­inni ekki, en for­ræði í Evr­ópu­mál­un­um verð­ur ekki flokk­anna, þeir hafa ekki kjark­inn, en þjóð­in hef­ur hann og þjóð­in ræð­ir Evr­ópu­mál.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband