Einn á móti öll­um

18. ágúst 2006

Enn og aft­ur hækk­ar Dav­íð Odds­son stýri­vexti og enn aft­ur and­mæla tals­menn at­vinnu­rek­enda og tals­menn launa­fólks. Þeir segj­ast hafa náð fín­asta ár­angri og allt stefndi til betra tíma og ör­ygg­is í efna­hags­mál­um. Mat þeirra og Dav­íðs er greini­lega gjör­ólíkt. Það er ekki fyr­ir hvern sem er að skilja hvað er í gangi.Fyr­ir ekki svo löngu var gert sam­komu­lag. Laun­in voru hækk­uð og rík­is­vald­ið lagð­ist á sveif með launa­fólki og at­vinnu­rek­end­um. Þeir segj­ast hafa náð fín­asta ár­angri og allt benti til að verð­bólgu­mark­mið næð­ust eft­ir ekki svo lang­an tíma. Dav­íð skamm­aði bank­ana, þeir tóku það til sín og hlýddu hon­um, svo mik­ið að hann var sátt­ur. Samt ger­ist þetta aft­ur, Dav­íð hækk­ar vext­ina og við­brögð­in eru þau sömu og frá þeim sömu. Við hin stönd­um hjá og spyrj­um, hverj­um ber að trúa?Eig­um við að trúa þeim sem semja um kaup og kjör eða eig­um við að trúa Dav­íð? Marg­ir höfðu misst traust á Dav­íð með­an hann var enn í pól­it­ík­inni. Hann virð­ist sem nýr mað­ur í Seðla­bank­an­um, en þeg­ar gerð­ir hans þar eru gagn­rýnd­ar eins harka­lega og nú er gert, er ekki ann­að hægt en að ef­ast að­eins. Eða er ábyrgð­in rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hef­ur hann enga aðra val­kosti en að bæta enn við heims­met­ið í vaxta­álagi? Þurfa endi­lega að vera sömu mark­mið með vexti og mat­ar­verð og svo margt ann­að, allt hæst á Ís­landi. Fram­kvæmda­stjóri Al­þýðu­sam­bands­ins seg­ir: Við höf­um ekki séð ástæðu til að gagn­rýna Seðla­bank­ann til þessa þar sem hann hef­ur þurft að sitja einn uppi með ábyrgð á sinnu­leysi stjórn­valda varð­andi hag­stjórn. Það hef­ur náðst sýni­leg­ur ár­ang­ur í hag­kerf­inu og ég undr­ast svona öfga­kennda pen­inga­mála­stefnu. Það var og.Það set­ur að okk­ur óhug þeg­ar okk­ur er sagt að að­gerð­ir Dav­íðs kalli fram harka­lega lend­ingu í efna­hags­mál­um, að allt hafi stefni í mjúka lend­ingu en nú sé það fyr­ir bí. Við sjá­um þetta sem flug­vél sem er að koma inn til lend­ing­ar eft­ir erf­itt ferða­lag og skömmu áð­ur en braut­in er snert, kippi ein­hver í stjórn­klef­an­um hjól­un­um upp svo vél­in lend­ir maga­lend­ingu og allt fer á versta veg. Til hvers? Ekki er mögu­legt að skilja gang­rýni Al­þýðu­sam­bands­ins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á ann­an veg en þann að Dav­íð sé að auka vand­ann en ekki koma í veg fyr­ir vanda eða draga úr hon­um. At­vinnu­leysi er meira en það hef­ur ver­ið, verð­bólga er mik­il og fleira hef­ur geng­ið úr skorð­um. Þeg­ar víð­sjár­verð­ir tím­ar eru uppi er gott að hafa trú á þeim sem ábyrgð­ina bera. En enn og aft­ur ger­ist það sama. Það er tal­að í all­ar átt­ir, út og suð­ur og jafn­vel norð­ur og nið­ur. Má vera að rík­is­vald­ið hafi lok­ið sinni þátt­töku í stjórn efna­hags­mála, eða þarf að gera meira en fresta vega­bót­um á Vest­fjörð­um og seinka bygg­ingu Tón­list­ar­húss og sjúkra­húss, sem senni­lega verð­ur hvort eð er blás­ið af eft­ir kosn­ing­ar þeg­ar áhrif pól­it­ískra­skyndi­ákvarð­anna Dav­íðs Seðla­banka­stjóra fjara út?Krafa okk­ar borg­ar­anna er að fjár­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra rói okk­ur sem þurf­um að þola óviss­una sem kem­ur með mis­vís­andi skila­boð­um tals­manna at­vinnu­lífs­ins og launa­fólks og Seðla­bank­ans. Við vilj­um vita hver stað­an er, hvaða horf­ur eru og hvern­ig við mun­um hafa það á næstu ár­um. Dav­íð virð­ist vera einn á móti öll­um, en hvern­ig er það, ræð­ur hann öllu enn þá?

Fang­ar eru líka fólk

17. ágúst 2006

Blað­ið hef­ur sagt frétt­ir af yf­ir­full­um fang­els­um. Þar hef­ur kom­ið fram að fang­els­in eru ekki bara yf­ir­full, sum stand­ast ekki kröf­ur og við þau hafa ver­ið gerð­ar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir. Svo bág er stað­an að fang­els­is­mála­stjóri, sem virð­ist vera hinn vænsti emb­ætt­is­mað­ur, hef­ur sagt að hann vilji ekki bera ábyrgð á því hvern­ig kom­ið er og hygg­ist láta af emb­ætti.Ábyrgð­in er ekki bara fang­els­is­mála­stjóra. Í ára­rað­ir hef­ur ver­ið beð­ið eft­ir nýju fang­elsi. Það hef­ur hins veg­ar ver­ið sett til hlið­ar af nokkr­um dóms­mála­ráð­herr­um. Þeir virð­ast eiga það sam­eig­in­legt að hafa sett lausn­ir á bráð­um vanda í bið, kannski þar sem fang­ar eru ekki í uppá­haldi hjá okk­ur hin­um og mæta ekki sama skiln­ingi og aðr­ir. Það er samt skylda sam­fé­lags­ins að búa að öll­um með sæmi­leg­um hætti, líka þeim sem hafa brot­ið gegn okk­ur hin­um. Öll­um sam­fé­lög­um fylg­ir marg­breyti­leiki, jafnt já­kvæð­ur sem nei­kvæð­ur. Það er hrein og klár skylda okk­ar að búa bet­ur að refsi­föng­um en við ger­um nú. Dóms­mála­ráð­herra verð­ur að láta til sín taka og þoka brýnu máli áfram. Sú stað­reynd ein, að ekki er pláss í fang­els­um fyr­ir fleiri, dug­ar til að við­ur­kenna neyð­ar­ástand. Við bæt­ist að þau okk­ar sem brjóta af sér verða að bíða mán­uð­um sam­an frá því að dóm­ur er kveð­inn þar til unnt er að hefja af­plán­un. Það er ósann­gjarnt og eyk­ur jafn­vel á refs­ing­una, langt um­fram það sem dóm­ar­ar hafa ákveð­ið.Svo marg­ir eru vist­að­ir í gæslu­varð­haldi að ekki er unnt að koma fleiri föng­um að. Það er af­leitt og ekki síð­ur sú stað­reynd að við beit­um gæslu­varð­haldi af meiri hörku en flest­ar ná­læg­ar þjóð­ir. Það er ekki bara að við höf­um þröng og yf­ir­full fang­elsi, sem jafn­vel eru ekki sam­boð­in ein­um né nein­um, held­ur höf­um við far­ið þá leið að beita ein­angr­un af meiri fanta­skap en aðr­ar þjóð­ir.Það er ekki til sóma að bæta ekki úr og það er ekki hægt að ár eft­ir ár sé jafn sjálf­sagt mál og nýtt fang­elsi lát­ið mæta af­gangi. Auk þess hef­ur ver­ið bent á að það kost­ar mik­ið að hafa gæslu­varðhalds­fang­elsi á Litla-Hrauni, fjarri lög­reglu, fjarri dóms­öl­um og fjarri lög­mönn­um. Ferð­ir fram og til baka kosta pen­inga og tíma. Rök um pen­inga eru oft­ast ein­föld­ust og mæta mest­um skiln­ingi, jafn­vel þau duga ekki hér.Erf­ið­ara er að beita rök­um um heill og hag fárra, ekki síst þeg­ar tal­að er um fanga. Vissu­lega er staða þeirra slæm og á kannski að vera það. Það er slæmt að vera svipt­ur frelsi og bara þess vegna er hægt að segja að staða fang­ans sé slæm, en það er ekki okk­ar að auka á raun­ir þeirra og að­stand­enda með því að búa að föng­um ein­sog við ger­um. Hver og einn sem kem­ur úr af­plán­un sem betri mað­ur, tek­ur virk­an þátt í sam­fé­lag­inu, snýst frá fyrri nið­ur­læg­ingu, öðl­ast frið og ham­ingu er meira virði fyr­ir okk­ur öll en svo að við get­um sæst á að að­bún­að­ur fanga sé með þeim hætti að úr fang­els­um sé nán­ast eng­in von að komi betri ein­stak­ling­ar en fóru inn. Ef í út­reikn­ing­ana sem ráða frest­un úr­lausna ár eft­ir ár hef­ur gleymst að setja inn sál­ar­heill, lífs­gleði og það að gera vafa­sam­an mann góð­an, er best að reikna upp á nýtt. Fang­ar eru nefni­lega líka fólk.

Var ekki far­sæll

15. ágúst 2006

Það er ekki rétt sem Siv Frið­leifs­dótt­ir, for­manns­fram­bjóð­andi í Fram­sókn­ar­flokkn­um, seg­ir í Morg­un­blaði gær­dags­ins að far­sæll for­ingi sé að kveðja. Hall­dór Ás­gríms­son var for­ingi, en ómögu­legt er að taka und­ir með Siv og segja Hall­dór hafa ver­ið far­sæl­an for­ingja. Kannski var hann það á ein­hverj­um tíma, en vegna þess hvern­ig hann spil­aði síð­ustu mán­uð­ina og ár­in er ómögu­legt að taka und­ir með Siv og segja að far­sæll for­ingi sé að kveðja. Það er bara ekki rétt og það er alls ekki rétt af Siv að halda þessu fram með þess­um hætti. Bara alls ekki.Stjórn­laus metn­að­ur Hall­dórs varð til þess að Siv var sett út úr rík­is­stjórn á sín­um tíma. Það var gert til þess að Hall­dór kæm­ist í stjórn­ar­ráð­ið. Þá var sagt að það yrði Fram­sókn­ar­flokkn­um mik­il lyfti­stöng, það myndi lyfta flokkn­um upp úr lá­deyðu og til sókn­ar og sigra. Það gekk held­ur bet­ur ekki eft­ir. Snemma í for­sæt­is­ráð­herra­tíð Hall­dórs tók að gæta óþreyju inn­an flokks­ins. Ár­ang­ur­inn sem stefnt var að lét ekki bara á sér standa, hann kom aldr­ei. Flokkn­um hélt áfram að blæða út og hon­um blæð­ir enn. Þess vegna er nán­ast gal­ið að tal­a um Hall­dór sem far­sæl­an for­ingja. Kannski sagði Siv þetta til að styggja eng­an á síð­ustu dög­um fyr­ir flokks­þing­ið. Kannski verð­ur henn­ar metn­að­ur til þess að hún kýs að tal­a með þeim hætti sem stygg­ir fæsta.Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var um lang­an ald­ur langt­um stærri flokk­ur en hann er nú. Hann hafði um og yf­ir tutt­ugu pró­senta kjör­fylgi og hafði mik­ið að segja í lands­mál­un­um. Þrátt fyr­ir smán­ar­lega út­reið í kosn­ing­um og end­ur­tekn­ar vond­ar mæl­ing­ar í skoð­ana­könn­un­um hef­ur flokkn­um tek­ist að við­halda völd­um, eða hvað? Sit­ur hann kannski víða í skjóli Sjálf­stæð­is­flokks­ins og get­ur ekki beitt sér af al­vöru sök­um þess hversu fáa full­trúa hann á og hversu veikt hann stend­ur? Senni­lega er það svo.Hall­dór Ás­gríms­son leiddi flokk­inn frá mold­inni á möl­ina, eða ætl­aði það alla­vega, en fylgi flokks­ins í þétt­býli er ekki merki­legt, með ein­staka und­an­tekn­ing­um. Stað­an er aug­ljós, Hall­dóri tókst ekki að vera nema skamma stund í drauma­starf­inu, starfi sem hann hafði fórn­að svo miklu fyr­ir, með­al ann­ars Siv Frið­leifs­dótt­ur, og Hall­dóri tókst ekki einu sinni að enda for­mennsku í Fram­sókn með glæsi­brag. Hann hrökkl­að­ist frá lands­stjórn­inni og flokks­stjórn­inni. Þann­ig er það og þann­ig hljóð­ar það, hvað sem Siv eða aðr­ir segja.Hall­dóri Ás­gríms­syni hlýt­ur að vera mik­ið í mun að eftri­skrift­in verði sem best, en til að það tak­ist verð­ur hún að vera sönn. Það er ekki hægt að falsa sög­una. Hall­dórs er fyrst og fremst minnst fyr­ir trölls­leg­an vilja í virkj­un­ar­mál­um, vilja til inn­rás­ar í Ír­ak, að vera leið­it­am­ur fylgi­sveinn Dav­íðs Odds­son­ar, einka­vina­væð­ingu rík­is­banka og að hafa tap­að um helm­ingi af fylgi eig­in flokks. Þetta er eft­ir­skrift­in núna. Hún kann að breyt­ast, enda ef­laust margt sem Hall­dór gerði á ald­ar­þriðj­ungi til heilla. Það man það eng­inn núna nema kannski Hall­dór. For­ingi Fram­sókn­ar kveð­ur, en það er of­mælt að segja hann far­sæl­an.

Eit­urfa­brikka

14. ágúst 2006

Mestu eit­ur­vald­ar á Ís­landi eru stórð­iðju­ver­in. Það kem­ur ekki á óvart og kannski á eng­an að undra að Járn­blendi­verk­smiðj­an í Hval­firði skuli eitra nán­ast jafn­mik­ið og ál­ver­ið í Straums­vík, marg­falt stærra fyr­ir­tæki. Ekki leyn­ir sér að frá Járn­blendi­verk­smiðj­unni stíg­ur svart­ur og ljót­ur reyk­ur, reyk­ur sem get­ur ekki ann­að en ver­ið fjand­sam­leg­ur um­hverfi og mönn­um. Eina vörn tals­manns fyr­ir­tæk­is­ins er skelfi­leg, tugga sem allt­of oft er not­uð, að eitr­ið yrði meira ef verk­smiðj­an nyti ekki raf­orku. Kol eru vissu­lega verri, en það breyt­ir því ekki að við höf­um hér til þess að gera lít­ið fyr­ir­tæki sem lát­laust eitr­ar og skemm­ir langt um­fram önn­ur fyr­ir­tæki, þeg­ar mið­að er við stærð og hag.Í sam­an­burði má geta þess að í ál­ver­inu á Grund­ar­tanga, sem er næsti ná­granni Járn­blendi­verk­smiðj­unn­ar, er allt ann­að uppi á ten­ingn­um. Eft­ir stækk­un mun sú fa­brikka senda frá sér 450 þús­und tonn af út­blæstri á ári en Járn­blendi­verk­smiðj­an send­ir frá sér 665 þús­und tonn á ári hverju. Þetta er allt­of mik­ið og hald­lít­il rök að segja að þetta yrði enn verra færi eitr­un­in fram í öðru landi. Þeir sem ekki geta heft eitr­un­ina verða að játa upp­gjöf­ina.Blað­ið hef­ur fjall­að tals­vert um um­hverf­is­mál síð­ustu daga og vik­ur og mun halda því áfram. Í Blað­inu á laug­ar­dag var fjall­að um eit­ur­verk­smiðj­urn­ar á Ís­landi. Þar sagði for­stjóri Járn­blendi­verk­smiðj­unn­ar: „Landa­mæri hafa lít­ið að segja þeg­ar kem­ur að út­blæstri þess­ara loft­teg­unda. Stór­iðja á Ís­landi er mun skil­virk­ari og við skil­um mun minna af kol­tví­sýr­ingi út í and­rúms­loft­ið á hverja fram­leidda ein­ingu bor­ið sam­an við ann­ars stað­ar í heim­in­um,“ og bæt­ti við að út­blást­ur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sé óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur þessa iðn­að­ar. Tals­mað­ur­inn hélt áfram. „Betri tækni þýð­ir minni út­blást­ur, auk þess sem hag­kvæmn­in eykst. For­senda þess að járn­blendi er fram­leitt á Ís­landi er að við verð­um að vera miklu skil­virk­ari, með hærra tækni­stig og þró­aðri fram­leiðslu en til dæm­is verk­smiðja í Kína eða Rúss­landi.“ Tals­mað­ur Alc­an í Straums­vík hreyk­ir sér af ár­angri þess fyr­ir­tæk­is, seg­ir það hafa náð að draga úr eitr­un­inni. Það er von­andi rétt, en slæmt samt. Ljóst er að okk­ar bíða frá­bær tæki­færi til að draga sem mest úr eitr­un stór­iðju­vera, ekki er raun­hæft að ætla að þau hætti eða fari til ann­arra landa. Sú vakn­ing sem hef­ur orð­ið hér í um­hverf­is­mál­um mun von­andi halda áfram og auk­ast og verða til þess að við gæt­um okk­ar bet­ur hér eft­ir en hing­að til. En það er fleira ógert. Í Blað­inu í dag er fjall­að um ann­an mesta meng­un­ar­vald­inn í land­inu, bíl­ana. Út­blást­ur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda af völd­um bíla og tækja hef­ur auk­ist jafnt og þétt und­an­far­in ár. Út­blást­ur kol­tví­sýr­ings hef­ur auk­ist. Ým­is­legt hef­ur ver­ið gert en það er ekki nóg, meira þarf að gera og tæki­fær­in eru okk­ar.Hvað varð­ar út­blást­ur frá bíl­um get­um við ekki með sama hætti bent á aðra. Þar ráð­um við al­menn­ing­ur nokkru og það er okk­ar að vanda okk­ur til að við get­um af ein­hverj­um sóma ek­ið um á bíl­un­um okk­ar. Ráða­menn og tals­menn eit­ur­far­brikka verða að hy­sja upp um sig, og við líka.

Húrra fyr­ir Siv

11. ágúst 2006

Mik­il ósköp eru það fín­ar frétt­ir að Siv Frið­leifs­dótt­ir ráð­herra sæk­ist eft­ir for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þetta er ekki sagt sem stuðn­ing­ur við Siv, held­ur vegna þess að Fram­sókn­ar­flokks­ins beið al­veg fá­rán­leg staða hefði Siv ekki stig­ið fram og sýnt kjark, metn­að og áræðni. Það hefði ver­ið hreint ómögu­legt ef Jón Sig­urðs­son, sem var kall­að­ur til af frá­far­andi for­manni, hefði sjálf­virkt ver­ið kjör­inn for­mað­ur.Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur átt bágt og mun ef­laust eiga um nokk­urn tíma. Flokk­ur­inn get­ur eng­um kennt um hvern­ig kom­ið er nema sjálf­um sér. Ef eitt­hvað get­ur flýtt fyr­ir bata Fram­sókn­ar­flokks­ins er að á flokks­þing­inu verði al­vöru kosn­ing­ar um for­yst­una. Það er ekki nokk­ur ein­asti mögu­leiki fyr­ir flokks­fólk að koma heim af eig­in þingi öðru­vísi en gera þar upp við þá for­ystu sem nú er að kveðja, eink­um og sér í lagi við stjórn­ar­tíð Hall­dórs Ás­gríms­son­ar og þess vegna hefði ver­ið með öllu ómögu­legt að Jón Sig­urðs­son hefði feng­ið kosn­ingu átaka­laust. Lífs­ins ómögu­legt er að segja til um hvort þeirra, Siv eða Jón, er heppi­legri for­mað­ur. Þau eru ólík og hafa ólík­an bak­grunn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er nán­ast klof­inn í tvær fylk­ing­ar, jafn­vel fleiri, og næsti for­mað­ur verð­ur að koma flokkn­um sam­an. Fram­bjóð­end­urn­ir til­heyra hvor sinni fylk­ing­unni. Jón sæk­ir stuðn­ing til Hall­dórs frá­far­andi for­manns og helsta sam­starfs­fólks, en Siv til þeirra sem hafa ekki ver­ið sátt­ir með Hall­dór og hirð­ina hans. Þau hafa ólíkt bak­land.Eft­ir að Guðni Ág­ústs­son brást stuðn­ings­mönn­um sín­um og hrædd­ist Jón í for­manns­kjöri hafa augu þeirra sem vilja upp­gjör beinst að Siv. Hún hef­ur svar­að kall­inu og ljóst er að spenn­andi kosn­ing­ar eru fram­und­an. Hirð Hall­dórs hef­ur ekki stutt Siv til þessa og mun ekki gera að óreyndu. Þess vegna er fram­boð henn­ar gegn sitj­andi for­manni og hans stuðn­ings­liði. Jón treyst­ir hins veg­ar á það fólk sem mun ekki styðja Siv. Þess vegna verð­ur upp­gjör á flokks­þing­inu.Fram­sókn­ar­menn standa frammi fyr­ir sér­stöku vali. Þeir hafa átt fleiri kven­ráð­herra en aðr­ir flokk­ar og hafa nú mögu­leika á að sækja enn fram í jafn­rétti og gera konu að for­manni flokks­ins.Svo er ann­að hvort for­manns­efn­anna heppi­legri kost­ur fyr­ir þann meg­in­þorra þjóð­ar­inn­ar sem er ekki í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Kannski skipt­ir það ekki mestu, kannski er mesta keppi­kefli Fram­sókn­ar­flokks­ins og þjóð­ar­inn­ar það sama, að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fái hvíld frá þjóð­stjórn­inni. Ef sú verð­ur nið­ur­stað­an að lokn­um kosn­ing­um verða kom­andi for­manns­kosn­ing­arn­ar í Fram­sókn fyrst og fremst inn­an­búð­ar­mál og okk­ur hin­um óvið­kom­andi. Kannski er það best.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband