Það er ekk­ert upp á hann að klaga?

25. október 2006

Jón Magnússon skrifar fína grein í Blaðið í dag. Mikið óskaplega er ég sammála Jóni um að engin dæmi eru um meinta aðför að Birni Bjarnasyni. Svo klikkir Jón út með að Geir H. Haarde hafi stillt málinu upp með þeim hætti að fylgi Björns í prófkjörinu verði mælikvarði á stöðu Geirs meðal flokksmanna.

"For­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur kos­ið að per­sónu­gera hags­muni Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Birni Bjarna­syni dóms­mála­ráð­herra og seg­ir eins og sagði í  dæg­ur­laga­texta forð­um,  “Það er ekk­ert upp á hann að klaga”.  Að því leyti sem ég fæ skil­ið for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá sækja and­stæð­ing­ar flokks­ins að Birni Bjarna­syni til að ná höggi á Sjálf­stæð­is­flokk­inn og því  mik­il­vægt að mati for­manns­ins að Björn fái góða kosn­ingu til að koma í veg fyr­ir slíkt níð­högg and­stæð­ing­anna. Betri próf­kjörs­aug­lýs­ingu hef­ur eng­inn fram­bjóð­andi fyrr eða síð­ar feng­ið  í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Svona áskor­un for­manns flokks­ins ætti  að öðru jöfnu að tryggja for­ustu­manni íhalds­sams flokks eins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gam­al­dags rúss­neska kosn­ingu. Björn Bjarna­son hef­ur ver­ið for­ustu­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins til margra ára. Sjálf­stæð­is­fólk þekk­ir hann og veit fyr­ir hvað hann stend­ur. Fólk veit að að hann er gáf­að­ur dugn­að­ar­fork­ur og hef­ur ver­ið einn helsti  spor­göngu­mað­ur Dav­íðs Odds­son­ar um ára­bil. Óþarfi ætti að vera fyr­ir for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins að gefa jafn þekkt­um stjórn­mála­manni sér­stakt sið­ferð­is­vott­orð. Samt sem áð­ur er það gert og því hald­ið fram að and­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hlut­ist til um an­dróð­ur gegn hon­um eft­ir því sem virð­ist til að hafa áhrif á próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Pól­it­ísk­ir and­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki kosn­inga­rétt í próf­kjöri Sjálf­stæðisfokks­ins. Þeir hafa al­mennt ekk­ert með próf­kjör­ið að gera. Það eru flokks­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um og sér­stak­ir stuðn­ings­menn sem kjósa í próf­kjör­inu og aðr­ir ekki. Próf­kjör­ið fer fyr­ir of­an garð og neð­an hjá flest­um öðr­um en inn­vígðu og inn­múr­uðu Sjálf­stæð­is­fólki. Í hverju er að­för stjórn­mál­and­stæð­inga Björns Bjarna­son­ar að hon­um fólg­in? Hef­ur ein­hver veg­ið að hon­um  per­sónu­lega? Hef­ur rógs­her­ferð ver­ið sett í gang? Er hon­um rang­lega bor­ið eitt­hvað á brýn? Ég hef ekki orð­ið var við að neitt af þessu. Satt best að segja verð­ur þess ekki vart að Björn Bjarna­son sigli úfn­ari pól­it­ísk­an sjó í við­skipt­um við pól­it­íska and­stæð­inga Sjálf­stæð­is­flokks­ins en stjórn­mála­menn  í hans stöðu gera al­mennt. And­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru hvorki að gera né reyna  að gera að­för að Birni Bjarna­syni per­sónu­lega. Að­för­in að hon­um ef hægt er að nefna það því nafni er gerð af Sjálf­stæð­is­fólki sem vill gera breyt­ing­ar á for­ustu flokks­ins. Klaufa­leg við­brögð Sjálf­stæð­is­manna við ásök­un­um um síma­hler­an­ir lög­reglu­yf­ir­valda hafa fært and­stæð­ing­um flokks­ins ákveð­in færi.  Í lýð­ræð­is­ríki er eðli­legt að lýð­ræð­is­sinn­ar beiti sér fyr­ir  nauð­syn­leg­um rann­sókn­um og út­tekt­um á því hvort rétt­ar­rík­ið starf­ar með eðli­leg­um hætti. Við eig­um rétt á að fá að vita hvern­ig þess­um mál­um er hátt­að.  Ekk­ert minna en hlut­læg út­tekt að­ila sem fólk­ið í land­inu get­ur treyst á sím­hler­un­um lög­reglu­yf­ir­valda  kem­ur nú til greina. Eðli­leg út­tekt og um­ræða um þessi mál og skip­an þeirra í nú­inu er ekki óvina­fagn­að­ur held­ur mik­il­væg­ur hluti eðli­legr­ar pól­it­ískr­ar um­ræðu í  lýð­ræði­þjóð­fé­lagi. Með yf­ir­lýs­ingu sinni um Björn Bjarna­son verð­ur gengi eða geng­is­leysi Björns í próf­kjör­inu mál for­manns­ins. Mik­il­væg­asta nið­ur­staða próf­kjörs­ins gæti þá orð­ið sú hvort Sjálf­stæð­is­fólk hlust­ar yf­ir­leitt á for­mann sinn og tek­ur til­lit til áskor­ana hans."

Púka­legt

25. október 2006

Ein­ar K. Guð­finns­son steig nokk­uð sér­stök spor þeg­ar hann ákvað að heim­ila hval­veið­ar að nýju. Í fyrsta lagi er merki­leg­ur að­drag­and­inn að veið­un­um. Ráð­herr­ann ákvað að láta hval­fang­ar­ann Krist­ján Lofts­son vita af vænt­an­legri ákvörð­un sinni með þokka­leg­um fyr­ir­vara svo fang­ar­inn gæti gert allt klárt, bæði til sjós og lands. Senni­lega hef­ur Krist­ján feng­ið að vita af ákvörð­un­inni á und­an sam­starfs­ráð­herr­um Ein­ars sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Eins get­ur það ekki tal­ist merki­legt skref að heim­ila að­eins veið­ar á fá­um hvöl­um og með svo litlu skrefi kalla yfir okk­ur öll þau óþæg­indi sem Ein­ar ráð­herra hef­ur gert með ákvörð­un sinni. Það sem ráð­herr­ann hef­ur gert með þessu er að upp­lýsa hval­fang­ar­ann um ætl­un sína áð­ur en aðr­ir fengu að vita hvað til stóð, þora ekki alla leið og heim­ila að­eins veið­ar á fá­um dýr­um og með þessu hænu­feti hef­ur hann kall­að yfir óþæg­indi sem jafn­vel geta skað­að Ís­lend­inga hér og þar um heim­inn. Hags­mun­irn­ir af veið­un­um eru svo litl­ir mið­að við gusu­gang­inn sem fylg­ir þeim að bet­ur hefði ver­ið heima set­ið en af stað far­ið.Þess­ar sýnd­ar­hval­veið­ar hafa ekk­ert með stolt okk­ar og ákvörð­un­ar­rétt yfir eig­in auð­lind­um að gera. Þær eru púka­leg­ar, van­hugs­að­ar og þjóna eng­um. Ef það er ein­dreg­inn vilji ráð­herr­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar að heim­ila hval­veið­ar þá ber að gera það al­menni­lega. Ekki þetta hálf­kák sem eng­inn græð­ir á. Kannski þorði ráð­herr­ann ekki lengra og ákvað að svo tak­mark­að­ar veið­ar, sem raun er á, séu fínn próf­steinn á við­brögð al­þjóða­sam­fé­lags­ins og með þessu litla skrefi sé hægt að forða okk­ur til baka, gefa ekki út frek­ari heim­ild­ir í von um fyr­ir­gefn­ingu um­heims­ins.Að­drag­andi ákvörð­un­ar­inn­ar hlýt­ur að fær­ast í sögu­bæk­ur fyr­ir ein­staka stjórn­sýslu. Hvaða vit er í því að upp­fræða þann sem hef­ur mest­an fjár­hags­leg­an ávinn­ing af veið­un­um um hvað standi til langt á und­an öll­um öðr­um? Kann að vera að fleiri hefðu vilj­að nýta sér veiði­heim­ild­irn­ar en Krist­ján Lofts­son? Er það hægt á okk­ar tím­um að vinna með þeim hætti að opna veið­ar úr auð­lind­inni og gera það í sam­starfi við einn út­gerð­ar­mann, jafn­vel þó hann hafi einn stað­ið að hval­veið­um á sín­um tíma, fyr­ir um tutt­ugu ár­um? Get­ur ekki ver­ið að full­vinnslu­skip hefðu get­að stund­að veið­ar og vinnslu með allt öðr­um hætti og nú­tíma­legri en Hval­ur hf. ger­ir á minja­safn­inu Hval 9?Vegna hler­un­ar­mála er tals­vert tal­að um jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nær hún ekki út á sjó og get­ur ráð­herra heim­il­að ein­um veið­ar, og það með löng­um fyr­ir­vara, án þess að gefa öðr­um kost á að nýta sér sam­eig­in­leg­ar auð­lind­ir okk­ar?Þeir sem eru hvað mest með­mælt­ir hval­veið­um eru þess full­viss­ir að mark­að­ir fyr­ir hval­kjöt séu til stað­ar, þó þess sjá­ist ekki merki enn. Rík­ið hef­ur var­ið tvö hundr­að millj­ón­um króna í áróð­ur fyr­ir hval­veið­um og ómögu­legt er að vita hvort þeir pen­ing­ar hafi með ein­hverj­um hætti dreg­ið úr þeirri óánægju sem Ein­ar K. Guð­finns­son hef­ur vak­ið með ákvörð­un sinni. Ákvörð­un hans er ekki til þess fall­in að efla sam­stöðu þjóð­ar­inn­ar gegn er­lend­um óvin­um. Frek­ar verð­ur hún til að skipta þjóð­inni í fylk­ing­ar. Það sem er verst er að þeir sem eru með­mælt­ir hval­veið­um geta ekki hrós­að sigri. Til þess er skref ráð­herr­ans of stutt, of púka­legt.

Hler­un­ar­stöð við Hverf­is­götu

24. október 2006

Í lang­an tíma hef­ur það ver­ið á vi­torði margra inn­an lög­regl­unn­ar í Reykja­vík að sím­ar fólks hafa ver­ið hle­rað­ir. Og jafn­vel í meira mæli en hald­ið hef­ur ver­ið fram. Heim­ild­ar­menn Blaðs­ins full­yrða að svo sé, en ábyrgð­ar­menn lög­regl­unn­ar bera af sér sak­ir. Það er al­siða við vinnslu af­hjúp­andi frétta, að heim­ild­ar­menn sem oft­ast eru knún­ir áfram af rétt­læt­is­kennd, stað­festa mál með­an þeir sem ábyrgð­ina bera gera allt sem þeir geta til að kæfa mál, til að hrekja blaða­menn af leið eða til að koma með ein­hverj­um hætti í veg fyr­ir að óþægi­leg­ar frétt­ir rati á prent.Við vinnslu frétta um síma­hler­an­ir í lög­reglu­stöð­inni við Hverf­is­götu kom svo margt fram sem kem­ur á óvart. Þeir sem voru fús­ir til að ræða við blaða­menn höfðu frá mörgu að segja. Næt­ur­vökt­um í sím­stöð­inni, sem kölll­uð var hót­el hel­víti, og skrán­ing­um á fé­lags­mönn­um ým­issa fé­laga og sam­taka. Emb­ætt­is­menn sem rætt var við geta ekki úti­lok­að að enn sé fylgst með fólki sem ekki get­ur tal­ist til af­brota­manna, svo sem eins og mót­mæl­end­um hinna ýmsu mála. Þar voru nefnd Fal­un Gong og mót­mæli vegna Kára­hnjúka. Einn þeirra sem starf­ar við að fylgj­ast með fólki seg­ir ekki rétt að til séu skrár um fé­laga­töl, seg­ir að það myndi stang­ast á við lög um per­sónu­vernd, með­an aðr­ir við­mæl­end­ur eru sann­færð­ir að slík­ar skrár séu til og þær upp­færð­ar reglu­lega.„Ég vann í mörg ár við að hlera í fíkni­efna­mál­um. Við feng­um af­hent­ar spól­ur með sam­töl­um í þeim mál­um sem við vor­um að vinna í. Að sam­töl­un­um lokn­um leynd­ust alls kon­ar sam­töl þar fyr­ir aft­an. Sam­töl sem við átt­um alls ekki að heyra,” seg­ir einn heim­ild­ar­manna Blaðs­ins við vinnslu frétt­ar­inn­ar. Einn þeirra sem starf­aði í dul­ar­fulla síma­her­berg­inu neit­ar þessu ákveð­ið: „Ég kann­ast ekki við þess­ar frá­sagn­ir. Hér er ein­hver mis­skiln­ing­ur á ferð­inni,“ seg­ir hann.Þar sem heim­ild­irn­ar eru traust­ar og ásak­an­ir þeirra manna, sem rætt er við, eru al­var­leg­ar verð­ur lög­regl­an að gera bet­ur en neita mál­inu í einu hand­taki. Það er ákvörð­un að birta frétt gegn neit­un þeirra sem eiga best að þekkja til. Neit­un­in má þó aldrei verða til þess að frétt birt­ist ekki, ein­ung­is neit­un­ar­inn­ar vegna. Þá verð­ur fjöl­mið­ill að vega og meta fyr­ir­liggj­andi gögn, fram­komn­ar full­yrð­ing­ar, þá sem tala eða ann­að sem styð­ur frétt­ina. Þeg­ar það hef­ur ver­ið gert er fyrst hægt að taka ákvörð­un um birt­ingu frétt­ar. Það er þetta sem ábyrgð­ar­menn fjöl­miðla meta hverju sinni.Hler­an­ir á lög­reglu­stöð­inni við Hverf­is­götu eru stað­reynd­ir. Full­yrt er að oft hafi ver­ið hler­að án dóms­úr­skurða, að lög­regl­an hafi brot­ið lög. Í allri þeirri um­ræðu sem ver­ið hef­ur um hler­an­ir og per­sónu­njósn­ir er hler­un­ar­stöð­in við Hverf­is­götu senni­lega ekki veiga­minnsti þátt­ur­inn og hlýt­ur að verð­skulda at­hygli.

Fínn Amadeus

22. október 2006

 

Sá Amadeus í Borgarleikhúsinu í gær. Fannst sýningin fín, leikurinn almennt góður og Hilmir Snær er á sviðinu allan tímann og leikur sannfærandi. Sýningin var svo fín að ég var alveg gáttaður þegar ég kom út að henni lokinni og sá að klukkan var að verða hálf tólf. Sýningin hafði sem sagt staðið í meira en þrjá tíma og allan tímann var ég hugfanginn.


Um hvað snýst þetta allt?

 21. október 2006

Blaðið sagði frá í sínum helstu fréttum að kona var bjargarlaus í Hvalfirði meðan eiginmaðurinn hennar lést af áverkum eftir hörmulegt bílslys. Hún gat ekki hringt eftir hjálp þar sem ekkert símasamband var á slysstaðnum. Blaðið sagði frá fjölskyldu með sjónskert börn sem verður að flytja til annars lands svo börnin fái menntun.

Hin blöðin hafa af sama áhuga sagt frá hvalveiðum og breytingum á friðargæslu íslenskri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband