Færsluflokkur: Bloggar

Verra en fjór­tán tvö

20. september 2006

 Ein mesta nið­ur­læg­ing sem Ís­lend­ing­ar hafa mátt þola frá öðr­um þjóð­um er fjór­tán tvö tap­ið gegn Dön­um fyr­ir tæp­um fjöru­tíu ár­um. Margt bend­ir til þess að nið­ur­læg­ing okk­ar í varn­ar­við­ræð­un­um verði enn meiri og verði okk­ur til að­hlát­urs um ókomna tíð.Þeg­ar ljóst var að Kan­inn ætl­aði að fara héð­an var fátt gert og Dav­íð Odds­son treysti lengst­um á meint­an vin­skap sinn við Ge­orge Bush. Hall­dór Ás­gríms­son sat og horfði á og hef­ur sagt eft­ir á að Dav­íð beri ábyrgð­ina á því hversu mik­ið hann treysti á Kan­ann. Ann­ar for­ing­inn var blind­ur af dýrk­un á Kanan­um, hin­um leist ekk­ert á en hafði ekki mann­dóm í sér til að bregð­ast við.Leynd­in yf­ir gangi við­ræðn­anna hef­ur ver­ið und­ar­leg og kall­að fram ýms­ar efa­semd­ir. Heima­menn á Suð­ur­nesj­um hafa ekk­ert feng­ið að vita, hvorki ráða­menn sveit­ar­fé­laga né tals­menn starfs­fólks­ins. All­ir sem hags­muni hafa bíða þess að fá að fylgj­ast með, bíða frétta. Á sama tíma þeg­ir for­sæt­is­ráð­herr­ann nú­ver­andi og að­al­ut­an­rík­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, Geir Ha­ar­de. Kannski hef­ur hann ekki frá neinu að segja og kýs að þegja. Að­stoð­ar­ut­an­rík­is­ráð­herr­ann Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir seg­ir ekk­ert og veit kannski ekk­ert. Ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar hafa fylgst með ís­lensku sendi­nefnd­inni þeg­ar hún geng­ur svip­þung á fundi og af fund­um með hern­að­ar­yf­ir­völd­um stór­veld­is­ins. Eng­ar frétt­ir fást og þögn­in er vand­ræða­leg og er senni­lega ekk­ert ann­að en þögn um vand­ræði, þögn um hall­ær­is­lega stöðu okk­ar manna í glímu við and­stæð­ing sem virð­ist okk­ur fremri á öll­um svið­um.Senni­leg­ast semja okk­ar menn um við­skiln­að Kanans þann­ig að hann skil­ur eft­ir ein­hver tæki og tól, borg­ar ein­hverja aura sem munu hvergi duga til að hreinsa upp alla þá meng­un sem eft­ir verð­ur. Það hef­ur kom­ið skýrt fram hér í Blað­inu að í ára­rað­ir var versti úr­gang­ur­inn urð­að­ur af varn­ar­lið­inu og víða er jarð­veg­ur illa meng­að­ur þess vegna. Ekki er minnsta von til þess að geng­ið verði frá för Kanans þann­ig að af­leið­ing­arn­ar af hans eig­in um­gengni bitni á öðr­um en okk­ur Ís­lend­ing­um. Allt gegn lágu gjaldi. Reisn okk­ar er ekki meiri en svo.Meint­ur vin­skap­ur Banda­ríkja­for­seta og Dav­íðs Odds­son­ar hef­ur hugs­an­lega orð­ið okk­ur dýr. Í stað þess að bregð­ast strax við þeg­ar ljóst var að her­inn færi var lát­ið reka á reið­an­um. Staða okk­ar er ekki síst þess vegna hlá­leg. Tóm­hent kem­ur ís­lenska sendi­nefnd­in af hverj­um fund­in­um af öðr­um. Al­gjör þögn rík­ir um hvað ber á milli, um hvað er tal­að, hvers við krefj­umst, hvers þeir krefj­ast og meira að segja er eng­in vitn­eskja um hverj­ar varn­ir lands­ins eru. Ráða­menn sem sjá and­skot­ann í hverju horni og vilja stofna heri og leyni­þjón­ust­ur sögðu ekk­ert, kannski vegna þess að þeir vissu ekki að eng­inn horfði á rat­sjár varn­ar­liðs­ins, eng­inn fylgd­ist með. Varn­irn­ar voru farn­ar og nið­ur­læg­ing ráða­manna op­in­ber­að­ist.

Rúss­íbana­hag­stjórn

15. september 2006

 Dav­íð Odds­son og klapp­lið­ið hans í Seðla­bank­an­um komu ekki á óvart. Stýri­vext­ir voru hækk­að­ir eins og ráð var fyr­ir gert. Ut­an bank­ans er ekki klapp­að. Aðr­ir sem bera ábyrgð á vel­ferð þjóð­ar­inn­ar, svo sem tals­menn launa­fólks, eiga varla orð til að lýsa hag­stjórn­inni. Rúss­íbana­hag­stjórn, seg­ir hag­fræð­ing­ur Al­þýðu­sam­bands­ins.Í sum­ar gerðu deil­end­ur á vinnu­mark­aði og rík­is­stjórn með sér sam­komu­lag til að slá á verð­bólg­una. Von­ast var til að Dav­íð léti af eða að minnsta kosti drægi úr hækk­un vaxta með­an ár­ang­ur af að­gerð­um deil­end­anna og rík­is­ins kæmi í ljós. Þeim varð ekki að ósk sinni, ekki vinnu­veit­end­um, ekki laun­þeg­um og ekki rík­is­vald­inu. Dav­íð hirti ekk­ert um ósk­irn­ar og hækk­aði vext­ina. Hann ræð­ur. Þó svo all­ir aðr­ir væru sam­mála skorti það sem mestu skipt­ir á Ís­landi og hef­ur gert lengi. Það vant­aði sam­þykki Dav­íðs og því eru vext­ir enn hækk­að­ir og aðr­ir sem eiga að telj­ast ger­end­ur í hag­stjórn­inni sitja mátt­vana hjá.Þeir segja þetta merki­legt af hálfu Seðla­bank­ans, að hækka enn vexti við lok hag­sveifl­unn­ar þar sem það kall­ar á harka­legri lend­ingu en ann­ars hefði ver­ið. Draga mun úr láns­fé og draga mun úr fram­kvæmd­um hjá litl­um sem stór­um. Það bæt­ist við að stór­fram­kvæmd­ir verða minni og hag­vöxt­ur fell­ur og kaup­mátt­ur hækk­ar minna en hann hef­ur gert, jafn­vel ekk­ert. Þau sem hafa áhyggj­ur af efna­hags­stjórn­inni kalla á stöð­ug­leika, stöð­ug­leika og aft­ur stöð­ug­leika. Vont er fyr­ir alla að lifa í rúss­íbana­hag­kerfi. Fyr­ir­tæk­in búa við það að á ein­um tíma geng­ur ótrú­lega vel og á næsta þver­öf­ugt og það án þess að stjórn­end­urn­ir fái nokkru um ráð­ið. Þetta ástand hef­ur mik­il áhrif á af­komu okk­ar þegn­anna. Rúss­íbana­hag­stjórn­in hef­ur á sér marg­ar mynd­ir. Til dæm­is kvel­ur hún sprota­fyr­ir­tæki sem leita til ann­arra landa þar sem meiri ró er og rekstr­ar­for­send­ur eru meiri og betri.En hverj­um eig­um við að trúa? Dav­íð sem gef­ur ekk­ert eft­ir og herð­ir tök­in eða hin­um sem segja hann og hans fólk vera hald­ið fí­tons­krafti í vaxta­hækk­un­um sem geri fátt ann­að en að kalla fram harka­lega lend­ingu úr efna­hags­flugi sem reynd­ar Dav­íð hóf sem for­sæt­is­ráð­herra, og sem hann vill núna ljúka með brot­lend­ingu, eft­ir því sem aðr­ir segja.Á sama tíma kem­ur fram að fleiri Ís­lend­ing­ar en áð­ur vilja kanna að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þar blas­ir við okk­ur margt spenn­andi, svo sem lægri vext­ir, lægra mat­ar­verð og meiri stöð­ug­leiki. Vissu­lega spenn­andi, en áð­ur en til greina kem­ur að við sækj­um um að­ild að evr­unni einni eða Evr­ópu­sam­band­inu verð­um við víst að laga til heima fyr­ir og ræða sam­an af al­vöru og ekki af heift stjórn­mál­anna. Það eru kost­ir og gall­ar við hvoru­tveggja, evr­una og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu. Orð eru til alls fyrst, það á við ef við ósk­um að­ild­ar og ef við ætl­um sam­an að reyna að kom­ast úr rúss­íban­an­um. Eins og ráð­end­ur í hag­stjórn­inni töl­uðu og gerðu í gær eru von­irn­ar litl­ar. Því mið­ur.

Gott hjá Ög­mundi

13. september 2006

 Ög­mund­ur Jón­as­son stóð sig vel þeg­ar hann gekk af fundi þar sem út­deilt var upp­lýs­ing­um sem þegja á um. Það er rétt hjá þing­mann­in­um að af­þakka upp­lýs­ing­ar sem hann má ekki segja frá. Hann, einn þing­manna, gerði sér grein fyr­ir hver staða hans er, hvert hann sæk­ir um­boð sitt. Aðr­ir þing­menn létu ósó­mann yf­ir sig ganga. Fengu upp­lýs­ing­ar sem eru þeim með öllu gagns­laus­ar þar sem ekk­ert er með þær að gera. En Lands­virkj­un tókst enn frek­ar en áð­ur að láta hluta þing­heims taka þátt í þögn­inni gagn­vart þjóð­inni, gegn eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins.Hver arð­sem­in verð­ur af Kára­hnjúka­virkj­un er með­höndl­að sem hern­að­ar­leynd­ar­mál og sama er að segja um stöðu okk­ar gagn­vart Banda­ríkja­mönn­um vegna varna lands­ins. Merki­legt hvern­ig ráða­menn láta; þeir þegja um sjálf­sögð­ustu hluti og þá sjald­an þeir tjá sig þá er það í smá­skömmt­um eða jafn­vel með enn verri hætti. Þing­nefnd fær ein­hvers­kon­ar upp­lýs­ing­ar gegn lof­orði um að halda sann­leik­an­um frá um­bjóð­end­un­um. Og flest­ir þing­menn þiggja. Þetta er merki­legt.Þess vegna var það gott hjá Ög­mundi að ganga af fundi. Ef­laust líð­ur hon­um bet­ur á eft­ir; þarf ekki að ganga um með upp­lýs­ing­ar sem hann fékk sem þing­mað­ur en má ekki tal­a um við þá sem kusu hann, við þá sem veittu hon­um um­boð.Öll sú leynd sem ver­ið er að búa til um alla hluti er sér­stök. Meira að segja var upp­lýs­ing­um um fá­rán­leg­an rekst­ur stræt­is­vagna hald­ið frá eig­end­un­um, og það var sagt gert til að draga ekki úr gleði yf­ir mis­heppn­að­asta leiða­kerfi sem sög­ur fara af, leiða­kerfi sem hef­ur vald­ið miklu ósætti og óánægju.Nú búa nokkr­ir þing­menn að upp­lýs­ing­um um end­ur­skoð­aða arð­semi af Kára­hnjúka­virkj­un, en það er allt. Þeir hafa geng­ist und­ir skil­yrði; þeir mega ekk­ert segja um það sem þeir fengu að vita. Lands­virkj­un setti skil­yrði og þau halda. Á sama tíma segja stjórn­ar­menn í Lands­virkj­un fyr­ir­tæk­ið ekki vera rek­ið sem fyr­ir­tæki, frek­ar sem pól­it­ísk­an klúbb. Bæj­ar­stjór­inn á Ak­ur­eyri, sem á sæti í klúbbn­um, sagði í við­tal­i að við þetta kerfi væru kost­ir. Það er ekki víst að þeim sem eru ut­an við klúbb­inn finn­ist það sama, að eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem er í op­in­berri eigu lúti ekki eðli­leg­um lög­mál­um, held­ur stjórn­ist af stjórn­mál­um. Það þarf ekki að koma á óvart þeg­ar lit­ið er til þess að helst eru stjórn­mála­menn, ekki síst þeir sem eru hætt­ir, vald­ir til stjórn­ar­setu.Allt þetta á að kalla á við­brögð. Það sem Ög­mund­ur gerði breyt­ir eitt og sér kannski ekki miklu. Það vek­ur samt at­hygli á hvern­ig far­ið er með þing­ið og hvern­ig þing­menn eru reiðu­bún­ir að fara með þjóð­ina. Þiggja það sem að þeim er rétt, bara fyr­ir sig, en hirða minna um fólk­ið sem veit­ir um­boð­ið. Þess vegna var þetta fínt hjá Ög­mundi. Það er eng­inn til­gang­ur með því að búa yf­ir upp­lýs­ing­um sem ekki má fjalla um.

Hálf­ur ráð­herra

12. september

 Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir baðst ein­hverra hluta vegna und­an helsta verk­efni ut­an­rík­is­ráð­herra þeg­ar hún tók við emb­ætt­inu. Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir er þess vegna að­eins hálf­ur ráð­herra, en á full­um laun­um. Varn­ar­mál­in eru á borði for­sæt­is­ráð­herra sem er manna snjall­ast­ur í að þegja og fela upp­lýs­ing­ar. Nú hef­ur kom­ið í ljós, nán­ast öll­um að óvör­um, að eng­inn hef­ur fylgst með loft­ferð­um við Ís­land í nokk­urn tíma. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur von­andi vit­að af þessu, en þó kos­ið að segja ekki frá. Sú krafa er ekki gerð til Val­gerð­ar Sverr­is­dótt­ur ut­an­rík­is­ráð­herra að hún hafi vit­að af varn­ar­leys­inu. Enda er það ekki á henn­ar borði. Hún af­þakk­aði stærsta verk­efni ráðu­neyt­is­ins.Hvers vegna ætli það líð­ist að ut­an­rík­is­ráð­herra fari ekki með varn­ar­mál og hvers vegna geng­ur það í lang­an tíma að ut­an­rík­is­mála­nefnd viti ekki af varn­ar­leys­inu? Svör­in eru aug­ljós.Til að byrja með sann­ar staða Val­gerð­ar að í raun skipt­ir það eitt mál að halda rík­is­stjórn­inni sam­an. Ráð­herr­ar koma og ráð­herr­ar fara af meiri krafti en dæmi eru um. Fram­sókn er svo illa leik­in að flokk­ur­inn hafði eng­an til að gegna emb­ætti ut­an­rík­is­ráð­herra; bekk­ur­inn er bara of þunnt skip­að­ur og þess vegna varð úr að Val­gerð­ur var sett í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið til að flokk­ur­inn teld­ist halda því emb­ætti, en þar sem hún treysti sér ekki til verks­ins var fund­in þessa sér­staka leið að fela öðr­um að fara með eina mál­ið sem skipt­ir veru­legu máli. Eft­ir sit­ur Val­gerð­ur í emb­ætti til þess eins að vista það fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn, til að draga úr eða til að fela nið­ur­læg­ing­una.Ut­an­rík­is­mála­nefnd var ekki sett inn í stöðu varn­ar­mála vegna þess að hún skipt­ir engu máli, alla vega ekki miklu. Á Ís­landi er ráð­herra­ræði og það er í mesta lagi fyr­ir kurt­eis­is­sak­ir sem þing­nefnd­ir eru sett­ar inn í mál, og þá helst ef ein­staka þing­menn hafa kvart­að sár­an. Mein­ing­in með því að setja þing­ið inn í ein­stök mál er í sjálfu sér eng­in. Ekki nokk­ur. Það er bara þann­ig að það þarf að gera ým­is­legt til að halda frið­inn, til að láta hlut­ina líta sem best út. En í erli valds­ins get­ur það svo sem gleymst og lái for­sæt­is­ráð­herra hver sem vill þó hann upp­lýsi þing­ið ekki um þetta mál. Það hefði engu breytt. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ar hefðu kannski hróp­að á torg­um. Ekki hafa þeir þing­ið til þess. Það er enn í sum­ar­fríi og hef­ur ver­ið síð­an snemma í vor. Stjórn­ar­sinn­ar hefðu hvort eð er sagt þetta allt í besta lagi, ráð­herr­ana alla vera að gera rétt. Þann­ig er það og þann­ig verð­ur það. Þing­menn ganga oft­ast lengst allra í að lít­il­lækka eig­in störf og eig­in stöðu.Staða þjóð­ar­inn­ar væri ör­ugg­lega ekki verri og ekki betri þó Val­gerð­ur væri al­vöru ráð­herra og sinnti öll­um störf­um ut­an­rík­is­ráð­herra. Það skipti senni­lega engu. Varð­veisla henn­ar á emb­ætt­inu fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn sýn­ir bet­ur en flest ann­að að stjórn­mál­in eru fyr­ir flokk­ana og ráða­menn­ina en ekki öf­ugt.

Bar­smíð­ar lög­reglu

7. september 2006

 Las í blaði að lög­regla hefði þurft að beita kylf­um í átök­um við hóp ung­linga. Ef það er rétt þá er það vænt­an­lega mat lög­reglu að svo hafi ver­ið. Lík­lega eru ung­ling­arn­ir á öðru máli en lög­regl­an. Það er all­send­is óvíst að ung­ling­arn­ir, eða all­ir aðr­ir en lög­regl­an, hafi sama mat á hvort lög­regla þurfi að beita bar­efli á borg­ar­ana.Um­ræð­an um lög­regl­una snýst mest um að efla þurfi lög­reglu, stofna nýj­ar deild­ir sem hafi víð­tæk­ari heim­ild­ir en nú er og svo bæt­ast við full­yrð­ing­ar um að beita þurfi bar­efl­um. Er ekki rétt að hinkra að­eins við? Vissu­lega koma upp að­stæð­ur þar sem fólki og þar á með­al lög­reglu staf­ar ógn af fram­ferði ein­hverra glæpa­manna. En það er ekki hið dæmi­gerða og drukkn­ir ung­ling­ar rétt­læta ekki bar­smíð­ar lög­reglu nema þeir hafi brot­ið harka­lega af sér. Bar­smíð­ar lög­reglu hafa ekki ver­ið rök­studd­ar.Halda mætti að þeir sem stýra lög­regl­unni séu her­ská­ir. Í stað þess að efla traust á milli lög­reglu og borg­ar­anna er nær ein­ung­is rætt um meira vald og meiri ógn af lög­reglu.Al­mennt ber að hræð­ast ef lög­regla hef­ur of víð­tæk­ar heim­ild­ir, bæði til vopna­burð­ar og beit­ing­ar vopna, sem og til með­ferð­ar upp­lýs­inga um borg­ar­ana. Jón­as Krist­jáns­son hef­ur áhyggj­ur af hugs­an­legri ís­lenskri leyni­þjón­ustu og skrif­ar á vef sinn: „Patr­ick Gray ját­aði fyr­ir banda­rískri þing­nefnd að hafa eytt gögn­um til að verja Nix­on Banda­ríkja­for­seta falli. Ge­orge J. Te­net gerði það sama fyr­ir Ge­orge W. Bush for­seta, en var fræg­ast­ur fyr­ir að segja það vera „piece of cake" að finna ger­eyð­ing­ar­vopn í Ír­ak. Þetta eru fræg­ustu for­stjór­ar CIA, ágæt dæmi um, að leyni­þjón­ust­ur fara úr bönd­um, þótt þær séu vel meint­ar. Hið sama mun ger­ast með leyni­þjón­ustu Björns Bjarna­son­ar dóms­mála­ráð­herra. Hún mun gefa rang­ar upp­lýs­ing­ar, verða stað­in að svín­aríi og hafa af­skipti af inn­lend­um stjórn­mál­um, til dæm­is með njósn­um um stjórn­ar­and­stæð­inga.”Það er mik­ið til í þessu. Vel má vera að þeir sem und­ir­búa leyni­þjón­ustu hafi ekk­ert af þessu í huga, en heim­ild­ir til per­sónu­njósna verða til og all­send­is óvíst er hverj­ir fara með heim­ild­irn­ar næst og hvern­ig sam­fé­lag­ið verð­ur. Það er ástæða til að ótt­ast. Kannski sýna síma­hler­an­ir fyrri ára það ein­mitt. Var­ist er af krafti til að fela upp­lýs­ing­arn­ar. Það mun end­ur­taka sig ef hér verð­ur leyni­þjón­usta.Best er að fara var­lega. Fyr­ir ekki svo löngu hefði þótt ótækt að lög­regla not­aði bar­efli á drukkna ung­linga án þess að það drægi dilk á eft­ir sér. Í dag er það tek­ið svo gilt að fyr­ir­vara­laust er tal­að um að það hafi þurft að beita of­beldi. Eng­in gagn­rýni, ekk­ert at­huga­vert. Sama mun vænt­an­lega ger­ast með leyni­þjón­ustu, hægt og bít­andi verð­ur hún fyr­ir­ferð­ar­meiri, meira ógn­andi, verri og verri. Vin­sam­leg­ast hinkr­um við.

Kjark­ur og kjós­end­ur

6. september 2006

 Fari svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur nái ekki meiri­hluta á þingi í kom­andi kosn­ing­um, á þá ekki að vera aug­ljóst að þeir sem nú eru í minni­hluta geri allt sem hægt er til að mynda rík­is­stjórn? Má vera að for­ystu­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna telji erf­itt að ráða þann­ig í úr­slit­in, verði þau með þeim hætti?Eft­ir tólf ára sam­fellda stjórn­ar­setu Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks á að vera aug­ljós krafa til stjórn­ar­and­stöð­unn­ar að hún sverji að mynda rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar hafi hún stöðu til þess. Það er ekki spenn­andi til þess að hugsa að ein­hverj­ir stjórn­ar­and­stæð­ing­ar þori ekki að taka af skar­ið og segja það blá­kalt að það verði for­gangs­verk­efni eft­ir kosn­ing­ar að mynda nýja rík­is­stjórn fái þeir afl til þess, og að þeir segi jafn­framt að breyt­ing­ar eða end­ur­lífg­un á nú­ver­andi stjórn verði þrauta­lend­ing sem ein­ung­is verði reynd tak­ist ekki að ná sam­an um stjórn­ar­sátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.Margt þakk­ar nú­ver­andi rík­is­stjórn sér og eins benda helstu tals­menn henn­ar á margt sem mið­ur hef­ur far­ið. Síð­ast gekk Dav­íð Odds­son lengra en aðr­ir hafa gert. Hann seg­ir rangt hald­ið á varn­ar­mál­um, hann hef­ur áhyggj­ur af rík­um Ís­lend­ing­um og af gagns­litlu dóms­kerfi. Efna­hags­mál­in hafa kom­ið á hans borð með öðr­um hætti en áð­ur var. Af þeim hef­ur hann áhyggj­ur. Allt það sem hann hef­ur sagt, og ein­hverj­ir fleiri stjórn­ar­sinn­ar, eru kjör­in vopn fyr­ir stjórn­ar­and­stöð­una og ef hana skort­ir ekki kjark­inn á hún að hefja bar­átt­una strax. Það er fínt fyr­ir kjós­end­ur að hafa klára val­kosti. Nú­ver­andi rík­is­stjórn verði áfram eða að við taki rík­is­stjórn þeirra flokka sem nú eru valda­laus­ir; sem hafa set­ið á áhorf­enda­bekkj­un­um og sem hafa ein­staka sinn­um náð að hafa nógu hátt til að eft­ir þeim væri tek­ið og gagn hafi orð­ið af. Þar má nefna björg­un fjöl­miðla­frum­varps­fárs Dav­íðs Odds­son­ar.Fari svo að stjórn­ar­flokk­arn­ir haldi meiri­hluta er lík­leg­ast að þeir starfi sam­an að lokn­um kosn­ing­um. Und­an­tekn­ing­ar­lít­ið eða jafn­vel und­an­tekn­ing­ar­laust mæra all­ir stjórn­ar­sinn­ar sam­starf flokk­anna. Þess vegna er ekki hægt að sjá hvers vegna það haldi ekki áfram eft­ir kosn­ing­ar verði flokk­arn­ir með meiri­hluta á þingi. Út­lit er fyr­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verði aum­ur eft­ir kosn­ing­ar, en það hef­ur ekki trufl­að Sjálf­stæð­is­flokk­inn til þessa eins og sjá má á nú­ver­andi sam­starfi þeirra í rík­is­stjórn og byggða­stjórn­um hér og þar um land­ið.Með sama hætti er ábyrgð lögð á stjórn­ar­and­stöð­una ef rík­is­stjórn­in fell­ur. Ábyrgð­in er fal­in í því að þá ætla kjós­end­ur nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu að taka við lands­stjórn­inni. Þá er uppi klár af­staða kjós­enda og það er kom­inn tími til að stjórn­mála­menn virði vilja kjós­enda og taki hann fram yf­ir eig­in hag. Sjald­an eða aldr­ei hafa ver­ið eins fín­ir mögu­leik­ar á skýr­um val­kost­um í kosn­ing­um sem nú. Eina sem vant­ar er hrein­skilni og kjark­ur for­ystu­fólks­ins. Það verð­ur að tal­a skýrt, bæði þau sem nú eru rík­is­stjórn og eins þau sem eru ut­an stjórn­ar. Kjós­end­ur eru ef­laust reiðu­bún­ir að gera upp hug sinn; nú­ver­andi rík­is­stjórn eða rík­is­stjórn nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu. Svör ós­kast frá flokk­un­um.

Smjör­klíp­ur og vin­ar­greið­ar

5. september 2006

  Kast­ljós­þátt­ur sunnu­dags­ins hlýt­ur að skipa sér í sér­stöðu. Dav­íð Odds­son var gest­ur þátt­ar­ins og virt­ist yf­ir­veg­að­ur og frið­sæll. Þrátt fyr­ir það skil­ur hann eft­ir svo marg­ar spurn­ing­ar að varla verð­ur tölu á kom­ið.Orð Dav­íðs um stöðu dóms­valds­ins voru ótrú­leg. Hann sagði dóm­stól­ana vera svo slaka að þeir ráði að­eins við gæslu­varð­hald­súr­skurði og sjoppu­rán. Ann­að ekki. Ótrú­leg orð manns sem hef­ur haft eins mik­il völd og raun ber vitni. Í stjórn­ar­tíð Dav­íðs dró sí­fellt úr valdi Al­þing­is, það varð af­greiðslu­stofn­un fyr­ir fram­kvæmda­vald­ið, þann­ig að leng­ur er varla hægt að tal­a um þrí­skipt­ingu valds­ins. Lög­gjaf­ar­vald­ið hef­ur aldr­ei ver­ið au­mara, og sam­kvæmt full­yrð­ing­um Dav­íðs er dóms­vald­ið gjör­sam­lega van­hæft til allra stærri mála.Kannski er ekki ástæða til að gera svo mik­ið úr því sem Dav­íð seg­ir. Alla­vega hirtu flest­ir ekk­ert um það þeg­ar hann sagði Hrein Lofts­son hafa ætl­að að bera á sig fé. Þeir höfðu set­ið sam­an við drykkju og Hreinn seg­ir Dav­íð hafa hót­að inn­rás í Baug, og til að jafna leik­inn bar Dav­íð á Hrein að hafa kom­ið með mútu­boð í um­boði Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar. Fá­ir trúðu Dav­íð. Í Kast­ljós­þætt­in­um upp­lýsti hann að hann hafi stund­að það sem hann kall­aði smjör­klípu­að­ferð­ina. Þeg­ar á hann var sótt átti hann til að kasta fram ein­hverju allt öðru og þann­ig rembd­ust and­stæð­ing­arn­ir við að verj­ast full­yrð­ing­un­um en gleymdu sókn­inni sem þeir voru í. Lík­legt verð­ur að telja að mútu­mál­ið hafi aldr­ei ver­ið mál, bara smjör­klípa. Án þess að þjóð­in þekkti nokk­uð til smjör­klípu­að­ferð­ar Dav­íðs, tók hún samt aldr­ei mark á mútu­máli Dav­íðs, fannst þetta vera eins og óþægi­lega klípa, smjör­klípa.Það er svo sem hægt að brosa af þessu. En það var ann­að sem Dav­íð sagði sem er ekki bros­legt. Er frek­ar óþægi­legt. Hann sagði Banda­ríkja­for­seta, vin sinn, hafa breytt ákvörð­un rík­is­stjórn­ar til að þókn­ast Dav­íð Odds­syni, vini sín­um. Má það vera að þann­ig ger­ist hjá ráða­mönn­um? Að þeir láti stjórn­ast af vin­skap við hina og þessa? Vissu­lega varð vin­átta Dav­íðs og Bush til þess að her­þot­urn­ar voru leng­ur á Ís­landi, en til hvers? Hvað vannst með því? Frest­ur? Fyrst Bush er svona góð­ur vin­ur Dav­íðs, er þá vin­átt­an ekki gagn­kvæm? Má vera að það sé skýr­ing­in á því hvers vegna Dav­íð bland­aði hinni frið­sælu ís­lensku þjóð í hern­aða­ráð­tök? Alla­vega nefndi Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son eina af bók­um sín­um: Há­deg­is­verð­ur­inn er aldr­ei ókeyp­is. Má það vera að Dav­íð hafi ver­ið að end­ur­gjalda Bush greið­ann, eða var það öf­ugt? Það er sama hvort er, jafn ógeð­fellt er hug­ar­far­ið.Dav­íð á fleiri vini en Bush. Kári Stef­áns­son kom í tví­gang fram í þætt­in­um sem sér­leg­ur vin­ur Dav­íðs. Sami Kári og allt ætl­aði vit­laust að gera vegna rík­is­ábyrgð­ar sem Dav­íð vildi að hann fengi, en Kári af­þakk­aði vegna and­stöð­unn­ar í sam­fé­lag­inu og sami Kári og hafði það í gegn með að­stoð Dav­íðs að Al­þingi sam­þykkti lög um mið­læg­an gagna­grunn á heil­brigð­is­sviði. Sem aldr­ei varð úr og var kannski aldr­ei ann­að en um­búð­ir. En vin­átt­an hélt, kannski er það að­al­at­rið­ið.

Breytt Blað

1. september 2006

 Mik­il tíð­indi eru í út­gáfu Blaðs­ins í dag. Upp­lag þess hef­ur ver­ið auk­ið og er því nú dreift í rétt um eitt­hundr­að þús­und ein­tök­um. Fram­veg­is mun Blað­ið ber­ast les­end­um að morgni og því er treyst að les­end­um muni fjölga veru­lega. Breyt­ing­ar eru gerð­ar á út­liti Blaðs­ins og efn­is­tök verða skýr­ari. Þar með er lok­ið við að gera þær breyt­ing­ar sem var tal­að um þeg­ar breyt­ing­ar urðu á rit­stjórn Blaðs­ins fyr­ir tæp­um tveim­ur mán­uð­um. Þrátt fyr­ir tíma­mót mun Blað­ið eigi að síð­ur halda áfram að breyt­ast og þrosk­ast.Blað­ið hef­ur nokkra sér­stöðu frá hin­um dag­blöð­un­um tveim­ur. Blað­ið mun ekki ætla sér að keppa beint við hin dag­blöð­in tvö, held­ur verða skýr val­kost­ur. Sér­staða þess er nokk­ur. Blað­ið verð­ur áfram al­þýð­legt, veit­ir upp­lýs­ing­ar og gæt­ir að hag neyt­enda. Blað­ið verð­ur hóf­samt og ákveð­ið, sann­gjarnt og kjark­að og leit­ast verð­ur við að í hverju tölu­blaði verði við­bót við allt það efni sem aðr­ir fjöl­miðl­ar birta.Í nú­tíma­sam­fé­lagi er það þann­ig að vel­flest­ir hafa að­gang að ljós­vaka­frétt­um að degi til og á kvöld­in og að­gang­ur Ís­lend­inga að tölv­um er meiri en al­mennt ger­ist. Þess vegna er að­gang­ur flestra að al­menn­um frétt­um nokk­ur og stund­um mik­ill. Blað­inu er ekki ætl­að að end­ur­segja frétt­ir sem aðr­ir fjöl­miðl­ar hafa birt. Það hef­ur þeg­ar skap­að sér sér­stöðu og áfram verð­ur hald­ið á þeirri braut.Mik­il og sterk við­brögð hafa ver­ið við þeim breyt­ing­um sem þeg­ar hafa ver­ið gerð­ar og er það von okk­ar sem störf­um við Blað­ið að þær breyt­ing­ar sem nú líta dags­ins ljós mæl­ist einn­ig vel fyr­ir. Það er þörf fyr­ir fjöl­mið­il sem eyk­ur lit­róf frétta, sem nálg­ast frétt­ir með öðr­um hætti en all­ir hin­ir, sem er í senn al­þýð­leg­ur og skemmti­leg­ur fjöl­mið­ill.En fjöl­mið­ill er ekki bara frétt­ir. Áfram verð­ur lögð al­úð við ann­ars­kon­ar efni. Í dag fylg­ir Orð­laus Blað­inu og verð­ur svo áfram á hverj­um föstu­degi. Fast­ir efn­is­flokk­ar verða alla daga, svo sem menn­ing, íþrótt­ir og fleira. Ekki verð­ur dreg­ið úr vægi þess­ara þátta þrátt fyr­ir að frétta­hlut­inn hafi ver­ið auk­inn. Með ann­arri upp­röð­un efn­is og fast­ari efn­is­tök­um mun fjöl­breytni auk­ast og meira verð­ur lagt í vinnslu alls efn­is. Tak­mark­ið er aug­ljóst. Blað­ið á að hafa sér­stöðu, Blað­ið á að vera skemmti­legt, fræð­andi og ábyrgt.Það er fleira sem breyt­ist en auk­ið upp­lag, morg­un­dreif­ing, út­lit og efn­is­tök. Í fyrstu verð­ur mánu­dags­út­gáfu Blaðs­ins hætt. Þar sem sömu blað­ber­ar dreifa Blað­inu og Morg­un­blað­inu er ekki unnt að bæta á þeirra vinnu á mánu­dög­um, en þá kem­ur fast­eigna­blað Morg­un­blaðs­ins út og því er vinna blað­bera mik­il á mánu­dög­um.Það er von okk­ar sem störf­um við út­gáfu Blaðs­ins að breyt­ing­ar á dreif­ingu og efn­is­tök­um sem og út­lit­inu verði til þess að styrkja enn frek­ar ágætt sam­band Blaðs­ins og les­enda.

Hreint borð

31. ágúst 2006

 Að­gerða­leysi er dug­legu fólki hættu­legt. Eins ef það finn­ur sér ekki verk­efni þó nóg sé að gera. Þann­ig virð­ist kom­ið fyr­ir Birni Bjarna­syni dóms­mála­ráð­herra. Hann læt­ur ein­sog hann hafi ekk­ert þarft að gera og tal­ar fyr­ir her og leyni­þjón­ustu.Ekki er það svo að af því sem heyr­ir und­ir Björn sé allt með þeim ágæt­um að ráð­herr­ann hafi tíma til dek­ur­verk­efna.  Flokk­ur Björns hef­ur fært hon­um völd sem eru vand­með­far­in. Með­al þess sem hon­um er ætl­að er ábyrgð á lög­reglu og fang­els­um. Þar virð­ist margt í kalda koli. Ol­íu­svika­mál­ið hreyf­ist á hraða sni­gils­ins, ann­að hvort vant­ar getu eða áhuga til að koma mál­inu á þann hraða sem þarf. Ekki vant­ar pen­inga til rann­sókna, það hef­ur sann­ast í öðr­um mál­um. Sama er að segja um nán­ast allt sem snýr að fang­els­um, þar er væg­ast sagt allt í kalda koli. Þau er of fá, of þröng, of göm­ul og fang­arn­ir hafa að­gang að fíkni­efn­um ein­sog hvern list­ir. Í stað þess að taka á því sem brýn­ast er virð­ist ráð­herr­ann sitja og móta í huga sér fram­tíð­ar­mynd­ir af leyni­þjón­ust­um og herj­um.Ef­laust hef­ur ráð­herr­ann þung­ar áhyggj­ur af Baugs­mál­inu. Hið op­in­bera hef­ur senni­lega eytt meira af pen­ing­um í það mál en nokk­urt ann­að meint saka­mál. Hið op­in­bera hef­ur reynt aft­ur og aft­ur og eng­ar sak­ir feng­ið við­ur­kennd­ar, alla­vega ekki enn. Í stað eirð­ar­leys­is og að­gerða­leys­is get­ur Björn lát­ið til sín taka þar sem þörf er á að hann leggi mál­um lið.Fang­els­is­mála­stjóri hef­ur feng­ið nóg og hót­ar að hætta störf­um sök­um þess hversu illa er stað­ið að mál­um. Hann seg­ist hrein­lega ekki geta ver­ið ábyrg­ur fyr­ir því slei­far­lagi sem er á öllu í þeim mála­flokki, hef­ur feng­ið nóg. Þarna eru ær­in verk­efni fyr­ir Björn.Það þarf að styrkja rann­sókn­ina á ol­íu­svika­mál­inu. Þó ekki væri nema vegna sak­born­ing­anna. Þeir eru menn og þeir eiga líka rétt. Það er ekki hægt að gera nokkr­um manni það að ganga ár eft­ir ár með­al fólks og vera sí­fellt dæmd­ur af sam­fé­lag­inu. Til að dæma þá sem breyta rangt eru dóm­stól­ar og til að þeir geti dæmt þarf að rann­saka mál, ákæra og dæma. Sak­born­ing­ar eiga rétt á því að regl­ur sam­fé­lags­ins séu virt­ar og að dóm­ar verði felld­ir yf­ir þeim sem hafa brot­ið af sér. Svo eiga þeir sem eru ít­rek­að sýkn­að­ir af ákær­um hins op­in­bera líka rétt. Kannski felst sá rétt­ur í því að ráð­herr­ann axli ábyrgð og sjái til þess að þeir valds­menn sem und­ir hann heyra virði fólk og fari vel með vald sitt. Allt eru þetta brýn verk­efni sem dóms­mála­ráð­herra þarf að taka á og koma áfram. Það er nóg að gera fyr­ir dóms­mála­ráð­herra og kannski fer best á því að hug­mynd­ir um leyni­þjón­ustu og her bíði þar til ekk­ert ann­að er á borði ráð­herra.

Roku­þing­menn

29. ágúst 2006

 Jón­as Krist­jáns­son, sem er einn mik­il­hæf­asti fjöl­miðla­mað­ur lands­ins, kall­ar það roku­frétt­ir þeg­ar mik­ið er sagt í einni frétt og ekk­ert fram­hald verð­ur á mál­inu. Kenn­ing Jón­as­ar leit­ar oft á hug­ann þeg­ar þing­menn gapa og garga full­ir vand­læt­ing­ar vegna ein­hvers. Nú kepp­ast stjórn­ar­and­stæð­ing­ar við að mála Val­gerði Sverr­is­dótt­ur hin­um verstu lit­um. Hún á það svo sem al­veg skil­ið, en öll stóru orð­in og allt það mikla sem sagt er vegna Val­gerð­ar og henn­ar mál­flutn­ings er dæmi um roku­kenn­ingu Jón­as­ar. Sem fyrr munu þing­menn­irn­ir stór­mæltu ekki gera neitt ann­að en hafa stór orð um Val­gerði.Kannski geta þeir fátt gert. Þing­ið er hvort eð fyr­ir löngu hætt að virka. Á Ís­landi er bú­ið að af­nema þing­ræð­ið og fram­kvæmda­vald­ið hef­ur náð öll­um völd­um. Eða hve­nær  henti það síð­ast að ráð­herr­ar hafi ekki kom­ið mál­um í gegn, að þing­ið hafi með sinni vinnu, sinni af­stöðu fellt mál frá ráð­herr­um? Það bara ger­ist ekki. Þó þing­menn tal­i um vinn­una sína sem hina mestu al­vöru og að þeir séu störf­um hlaðn­ir og beri mikla ábyrgð þá get­um við hin ekki séð að svo sé. Meira að segja einn af reynd­ustu þing­mönn­un­um og reynd­ur ráð­herra hef­ur sagt að sér­fræði­álit eigi ekki er­indi til þing­manna, það sé ekki þeirra að skilja orð sér­fræð­inga. Krist­inn H. Gunn­ars­son er eina þekkta und­an­tekn­ing­in, og ekki í fyrsta sinn, en það er ann­að mál, enda ekki sjálf­gef­ið að hann telj­ist til stjórn­ar­sinna.Þess vegna er al­veg sama í hversu vonda stöðu Val­gerð­ur hef­ur kom­ið sér, hver stjórn­ar­sinn­inn á eft­ir öðr­um mun gera allt til að verja hana og rétt­læta gerð­ir henn­ar og orð. Þann­ig er það og þann­ig verð­ur það. Vel má vera að ein­staka stjórn­ar­and­stæð­ing­ur á þingi fari mik­inn þessa dag­ana, en það býr ekk­ert að baki, ekk­ert. Þó full­yrt sé að ráð­herr­ar í öðr­um lönd­um hefðu sagt af sér, þó sagt sé að Val­gerð­ur hafi sýnt fá­dæma hroka og lít­ils­virð­ingu, er það allt. Eng­in eft­ir­mál verða og stór­lega má ef­ast um að al­vara sé að baki öll­um full­yrð­ing­un­um og öll­um stóru orð­un­um. Það má vel vera að engu breyti hver mál­stað­ur­inn er, bara að eft­ir hon­um verði tek­ið. Í veiga­mestu mál­um hef­ur Al­þingi ekk­ert að segja. Frum­vörp eru sam­in í öðr­um hús­um af öðru fólki. Þau eru kynnt þing­mönn­um sem fjalla um þau og ná kannski fram ein­staka breyt­ing­um í ein­staka mál­um. Vilji ráð­herr­anna verð­ur allt­af of­an á. Líka þeg­ar verð­ur að verja þá vegna vit­leys­unn­ar sem þeir segja eða gera. Liðs­heild­in held­ur.Upp­lýs­ing­arn­ar sem var hald­ið frá Al­þingi hefðu svo sem engu breytt. Það er rétt hjá Val­gerði. Dav­íð Odds­son og Hall­dór Ás­gríms­son voru bún­ir að semja sín á milli um Kára­hnjúka­virkj­un. Það dugði í þá daga. Þeir tóku ákvarð­an­ir og fengu stimpla frá Al­þingi. Þann­ig var það. All­ar heims­ins upp­lýs­ing­ar hefðu engu breytt.Al­þing­is­menn reka upp rok­ur svo þeir gleym­ist ekki. En hvað þeir segja gleym­ist jafn­harð­an.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband