Færsluflokkur: Bloggar

Í boði Ómars

10. ágúst 2006

Ómar Rag nars­son hef­ur boð­ið ell­efu manns, áhrifa­fólki, eins og hann nefn­ir það, í skoð­un­ar­ferð að Kára­hnjúk­um. Hann seg­ir í opnu boðs­bréfi að gest­irn­ir hafi það hlut­verk að þjóna allri þjóð­inni. Ómar býð­ur for­seta Ís­lands, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, iðn­að­ar­ráð­herra, um­hvef­is­ráð­herra, rit­stjór­um dag­blað­anna þriggja og stjórn­end­um eða frétta­stjór­um Rík­is­út­varps­ins, NFS og Skjás 1.Þrátt fyr­ir að sá sem þetta skrif­ar hafi það meg­in­mark­mið að þiggja aldr­ei neitt í starfi, ekki boðs­ferð­ir, ekki máls­verði eða nokk­uð ann­að ætl­ar hann að gera und­an­tekn­ingu og þiggja boð Ómars.Í bréfi Ómars seg­ir að hann geri ráð fyr­ir að all­ir sem hann bjóði nú hafi þeg­ið ferð­ir að Kára­hnjúk­um. Það á ekki við um alla. Ómar hef­ur hins veg­ar reynslu af skoð­an­ar­ferð­um. Gef­um hon­um orð­ið:„Ég hef sjálf­ur far­ið sem leið­sögu­mað­ur í tveim­ur vönd­uð­um boðs­ferð­um í þess­um dúr þar sem í boði voru glæsi­leg­ar veit­ing­ar og við­ur­gjörn­ing­ur all­an dag­inn, flog­ið í Bo­eing 757 milli­landa­þot­um aust­ur með göngu í gegn­um sér­stak VIP-toll­hlið á Reykja­vík­ur­flug­velli; síð­an far­ið í fimm rút­um með sér­stakri út­varps­stöð, set­inn gala-kvöld­verð­ur í Vala­skjálf með skemmti­at­rið­um og flog­ið til baka um kvöld­ið.“Fræg var ferð­in sem fyrr­ver­andi for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins fóru að Kára­hnjúk­um þar sem gest­gjafi var Frið­rik Sop­hus­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar og fyrr­ver­andi vara­for­mað­ur flokks­ins, og gest­irn­ir voru Dav­íð Odds­son, seðla­banka­stjóri og fyrr­ver­andi for­mað­ur flokks­ins, Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­mað­ur og nú rit­stjóri og fjórði ferða­fé­lag­inn var Styrm­ir Gunn­arrs­son rit­stjóri.Við­leitni Ómars er eft­ir­tekt­ar­verð og það verð­ur eft­ir­tekt­ar­vert hverj­ir þiggja boð hans. Ómar lof­ar ekki flott­heit­um á við þau sem Lands­virkj­un og aðr­ir jöfr­ar bjóða: „Ég get ekki boð­ið ykk­ur svona þjón­ustu, held­ur að­eins leið­sögn mína, sam­lok­ur og gos­drykki og beð­ið ykk­ur að hafa með­ferð­is góða skó og sæmi­leg­an úti­fatn­að. Und­an­far­in sum­ur hef ég far­ið með fólki gang­andi, ak­andi og fljúg­andi um svæð­ið á tveim­ur litl­um flug­vél­um og göml­um jeppa­drusl­um. Hopp­að hef­ur  ver­ið á milli lend­ing­ar­brauta á völd­um út­sýn­is­stöð­um þar sem stutt­ar göngu­ferð­ir hafa ver­ið í boði. Lengd göngu­ferð­anna hef­ur fólk ráð­ið sjálft. Á Sauð­árm­els­flug­velli við Brú­ar­jök­ul er hægt að setj­ast að snæð­ingi í göml­um hús­bílsg­armi. Margt af þessu fólki hafði áð­ur far­ið í hefð­bundn­ar ferð­ir með enda­stöð á út­sýn­is­palli Lands­virkj­un­ar. Ég hef ráð­ið af við­brögð­um þess við því sem það upp­lifði í ferð­un­um með mér að þær hafi veitt því nýja og dýr­mæta sýn, bæði á mann­virk­in og áhrifa­svæð­in. Ég veit að þið er­uð önn­um kaf­ið fólk og hver dag­ur dýr­mæt­ur. Þið gát­uð þó séð af degi eða jafn­vel lengri tíma til að kynna ykk­ur með eig­in aug­um all­vel aðra hlið máls­ins en að litlu leyti hina hlið­ina.“Ekki hafa all­ir vænt­an­leg­ir gest­ir Ómars þeg­ið ferð að Kára­hnjúk­um til að kynna sér aðra hlið máls­ins. Það er í valdi Ómars að kynna því fólki það sem því er holl­ast að vita og þekkja. Hon­um er bet­ur treyst­andi til þess en flest­um öðr­um gest­gjöf­um.

Villt manna­mót

5. ágúst 2006

Um versl­un­ar­manna­helgi er mik­ið álag á allt og alla. Þjóð­veg­irn­ir verða full­ir af alls kyns öku­mönn­um og tjald­svæð­in mörg hver verða hlað­in af alls kyns fólki. Fátt seg­ir okk­ur að harm­ur fylgi ekki mann­söfn­uð­um helg­ar­inn­ar. Því mið­ur ger­ist það á hverju ári.Mót­mæl­end­ur virkj­ana hafa ver­ið í gæslu lög­regl­unn­ar og í gæslu vík­inga­sveit­ar­inn­ar. Ekk­ert er til spar­að til að hefta að­gerð­ir þess fólks. Það er von­andi að fjár­ráð­um lög­regl­unn­ar sé vel skipt og hvergi vanti pen­inga til að gæta að um­ferð og ör­yggi fólks, hvort sem það er á ferða­lagi eða á ein­hverri þeirra sam­koma sem kall­að­ar eru há­tíð­ir. Samt má ætla að eng­ir kosti lög­regl­una jafn­mik­ið og mót­mæl­end­urn­ir. Senni­lega verð­ur meira af lög­reglu þar en víð­ast ann­ars stað­ar á land­inu. Allt til þess að mót­mæl­end­um tak­ist ekki að valda hugs­an­legu tjóni.Hætta er á að marg­ir komi sár­ir frá hild­ar­leik helg­ar­inn­ar. Það er stór­hættu­legt að keyra um þrönga þjóð­vegi og sér­stak­lega þeg­ar inn­an um verða stór­hættu­leg­ir öku­menn, þeir sem keyra allt­of hratt og þeir sem keyra allt­of hægt. All­ir óska þess að kom­ast heil­ir úr um­ferð­inni, en til að það tak­ist verð­um við öll að taka þátt. Ef mið er tek­ið af þeim anda sem ræð­ur hjá ýms­um er bar­asta eng­in von til að það tak­ist. Þeir sem eru eft­ir­lýst­ir vegna glæpa­akst­urs og þeir sem neita að benda á fant­ana eru ekki lík­leg­ir til að meta líf okk­ar hinna í dag, ekk­ert frek­ar en í gær. Því mið­ur.Hin­ir sem mæta á skemmt­an­ir til þess eins að meiða eða særa aðra eru ekki síð­ur hættu­leg­ir. Nauðg­an­ir og aðr­ir hrotta­leg­ir glæp­ir hafa ver­ið fylgi­fisk­ar villtra manna­móta. Of­ur­drukk­ið fólk er hættu­legt og þeg­ar við bæt­ist neysla ann­arra eit­ur­efna, jafn­vel dag eft­ir dag, er al­gjör­lega óljóst hvert það leið­ir. Allt­of oft til harm­leikja, harms sem seint eða ekki grær. Öllu má nafn gefa, líka sam­kom­um helg­ar­inn­ar. Sum­ar þeirra standa ekki und­ir því að vera kall­að­ar há­tíð­ir. Reynsl­an, sem af er þessu sumri, sann­ar að svona er þetta hjá okk­ur. Írsk­ir dag­ar og Fær­eysk­ir dag­ar voru með þeim ein­dæm­um að óvíst er að reynt verði að halda slík manna­mót aft­ur. Dauða­drukk­in ung­menni ráf­andi um vit­andi hvorki í þenn­an heim né ann­an eru ekki að skemmta sér, kannski skratt­an­um. Þetta mun allt end­ur­taka sig um helg­ina. Það eina sem við get­um von­að er að ekki verði framd­ir al­var­leg­ir glæp­ir. Við get­um von­að það, en því mið­ur er mik­il hætta á að von­ir okk­ar ræt­ist ekki. Áfeng­ið slæv­ir dóm­greind og þeg­ar marg­ir eru sam­an­komn­ir í sama öm­ur­lega ástand­inu er veru­leg hætta á áföll­um Það er von­andi að vík­inga­sveit­in og óbreytt­ir lög­reglu­menn komi í veg fyr­ir frjálsa för fólks við Kára­hnjúka um þessa helgi ein­sog síð­ustu daga, hvað sem það kost­ar.För­um var­lega og góða helgi.

Fram­tíð Fram­sókn­ar

4. ágúst 2006

Það er ekki sól og yndi fram­und­an hjá Fram­sókn­ar­fólki. Að­eins tvær vik­ur eru til flokks­þings þar sem ný for­ysta verð­ur val­in. Enn sem kom­ið er hafa þrír gef­ið kost á sér til for­manns og þar af er að­eins eitt fram­boð­ið al­vöru­fram­boð, hin eru vita­von­laus. Inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins eru samt radd­ir sem gera ekki ráð fyr­ir að Jón Sig­urðs­son eigi greiða leið í stól for­manns. Siv Frið­leifs­dótt­ir hef­ur ekk­ert vilj­að gefa upp hvað hún hyggst fyr­ir, en kunn­ug­ir segja hana ekki skorta metn­að og ef hún láti ekki verða að fram­boði nú, geri hún það ekki síð­ar. Þetta sé henn­ar síð­asti séns.Kunn­ug­ir gera ráð fyr­ir fram­boði Sivj­ar til for­manns og gangi það eft­ir sé fjarri því víst að Jóni Sig­urðs­syni veit­ist eins létt að kom­ast til æðstu met­orða inn­an flokks­ins eins og hing­að til hef­ur ver­ið tal­ið. Þó Siv sæki ekki stuðn­ing í sama bás og Hall­dór Ás­gríms­son hef­ur gert og Jón Sig­urðs­son mun gera, er vit­að að hún hef­ur víð­tæk­an stuðn­ing með­al flokks­manna og fá­ir stjórn­mála­menn hafa ver­ið dug­legri við að byggja upp sitt bak­land og Siv. Hún fer víða, tal­ar við marga og hef­ur þess vegna náð að treysta sig mik­ið í sessi. Þetta segja sam­herj­ar jafnt sem and­stæð­ing­ar inn­an flokks­ins. Ef Siv býð­ur sig fram til for­manns verða spenn­andi for­manns­kosn­ing­ar.Bar­átta Jón­ínu Bjart­marz og Guðna Ág­ústs­son­ar um vara­for­mann­inn kann að verða hörð. Fleiri gera ráð fyr­ir sigri Guðna. Hann hef­ur fylgi víða í flokkn­um en kunn­ug­ir segja Jón­ínu helst vera sterk­ari inn­an þing­flokks­ins og þess fólks sem næst þeim hópi starf­ar. Með­al al­mennra flokks­manna er staða Guðna tal­in mun sterk­ari. Það vinn­ur á móti Guðna að hafa ekki þor­að að fara í for­mannss­lag. Þar sýndi hann á sér veika hlið sem get­ur skemmt fyr­ir hon­um í vara­for­manns­kjör­inu. Sjálf­ur hót­ar Guðni og seg­ir að ósig­ur muni kalla á sundr­ung í flokkn­um.Önn­ur emb­ætti eru ekki mik­ils­virði. Fram­sókn­ar­menn hafa leng­ið tjald­að emb­ætti rit­ara sem það skipti ein­hverju máli, en auð­vit­að ger­ir það það ekki. Þess vegna verða átök­in í mesta lagi um tvö veiga­mik­il emb­ætti, emb­ætti for­manns og vara­for­manns.Fé­lag­ar í Fram­sókn­ar­flokkn­um skilja að það er mik­ils­vert fyr­ir stöðu flokks­ins í kom­andi fram­tíð að þeim tak­ist að velja sér for­sytu með sóma, bæði að bar­ist verði af sóma og að sómi verði af nýju for­yst­unni. Hall­dór Ás­gríms­son hef­ur hrökkl­ast frá lands­stjórn­inni og nú flokks­stjtjórn­inni. Það eru ekki glæsi­leg lok á löng­um ferli. Frá­far­andi for­mað­ur verð­ur að þola gagn­rýna um­ræðu um stöðu flokks­ins, ákvarð­an­ir og gjörð­ir síð­ustu ára. Ef flokks­þing­ið ger­ir það ekki er sú hætta fram­und­an að flokk­ur­inn hjakki í sama djúpa far­inu. Það er ekki glæst fram­tíð.

Ýkj­ur og stað­reynd­ir

2. ágúst 2006

Vissu­lega er er vont þeg­ar menn berja hver ann­an og vissu­lega er það vont þeg­ar rúð­ur eru brotn­ar og aðr­ar eig­ur okk­ar eru skemmd­ar af fólki í öl­vímu eða vímu ann­arra fíkni­efna. Það er böl hversu illa við lát­um þeg­ar við höld­um okk­ur vera að skemmta okk­ur. Hitt er ann­að að það er eng­in ástæða til að gera meira úr vand­an­um en efni standa til. Eng­in ástæða.Þeir sem hafa ráð­ið sig, eða hafa ver­ið kjörn­ir, til að gæta að vel­ferð okk­ar hinna verða að gæta hófs í því sem þeir segja og því sem þeir gera. Ástæðu­laust er að tala sem vand­inn sé meiri en hann er, og ástæðu­laust er að halda því fram að breyt­ing­ar hafi orð­ið til hins verra. Um það er deilt og um það sýn­ist sitt hverj­um. Þess vegna er krafa okk­ar að þeir sem ábyrgð­ina bera geri það með reisn, yf­ir­veg­un og hóf­semi.Alla tíð hef­ur það ver­ið svo þeg­ar drukk­ið fólk kem­ur sam­an í stór­um hóp­um þá er hætta á að illa fari. Þá skipt­ir minnstu hvort það er á manna­mót­um í nafni há­tíða eða hvort það er skipu­lags­laust í mið­borg Reykja­vík­ur. Þann­ig hef­ur þetta ver­ið og þann­ig verð­ur það. Eina sem unnt er að gera, er að reyna að lág­marka skað­ann, of­beld­ið og hrott­ann.Þrátt fyr­ir að bor­ið hafi á ýkj­um í um­ræð­unni virð­ist sem ákveð­in firr­ing sé með­al fólks. Bíl­um og hjól­um er ek­ið á áð­ur óþekkt­um hraða, mátt­litl­ir smá­glæpa­menn ógna fólki með bar­efl­um eða öðr­um vopn­um og láta sem ekk­ert sé sjálf­sagðra en að ryðj­ast inn á fólk og krefj­ast pen­inga, of­beld­is­full­ir menn leggja leið sína þar sem fólk er sam­an­kom­ið og berja mann og ann­an. Fæst af þesu er nýtt, því mið­ur. Þetta er þekkt, helst að nú hafi bæst við glæpa­akst­ur vél­hjóla­fólks. Ann­að hef­ur fylgt okk­ur.Kraf­an sem er hægt að gera til þeirra sem bera ábyrgð­ina er að al­menn­ing­ur geti far­ið um í sæmi­legri vissu um að verða ekki ógn­að af sam­borg­ur­un­um, hvort sem fant­ar bera hnúa­járn eða kraft­mik­il öku­tæki. Það er hlut­verk hins op­in­bera að tryggja frið borg­ar­anna. Þrátt fyr­ir að margt sé að bæt­ir það ekki stöð­una ef lög­regla eða ráða­menn tala um að verr sé fyr­ir okk­ur kom­ið en það er í raun. Ýkj­urn­ar skemma.Í lang­an tíma hef­ur mið­borg Reykja­vík­ur ver­ið sem yf­ir­gef­inn víg­völl­ur að morgni laug­ar­daga og sunnu­daga. Það er ekk­ert nýtt að yfir göt­um og gang­stétt­um sé gler­salli, rænu­lít­ið eða jafn­vel rænu­laust fólk á bekkj­um eða göt­um, hóp­ur fólks á stór­tæk­um vinnu­vél­um að kepp­ast við að koma öllu í betra horf áð­ur en íbú­arn­ir vakna og sorg­in og eymd­in blas­ir við öll­um sem sjá vilja. Þann­ig hef­ur þetta ver­ið og þann­ig er þetta. Kannski er mesta furða hversu marg­ir kom­ast heil­ir heim eft­ir slíka óvissu­ferð sem það er að fara í mann­söfn­uð­inn. Þrátt fyr­ir hversu baga­lega er fyr­ir okk­ur kom­ið verð­um við að forð­ast að ýkja frá­sagn­ir af ólifn­aðn­um og finna leið­ir til að bæta líf­ið. Stað­reynd­irn­ar eru næg­ar og ýkj­ur eru þarf­laus­ar.

Glæpa­menn á vél­hjól­um

31. júlí 2006

Oft geta fá­ir kom­ið óorði á marga. Á þá leið eru við­brögð vél­hjóla­öku­manna vegna glæpa­akst­urs í þeirra hópi. Við sem bæði sjá­um og er ógn­að af þess­um sama glæpa­akstri get­um ekki sam­þykkt að að­eins fá­ir vél­hjóla­öku­menn stundi glæpa­akst­ur. Við sjá­um til svo margra, bæði í Reykja­vík og eins á þjóð­veg­un­um. Það eru ekki bara fá­ir öku­menn sem ógna okk­ur hin­um, þeir eru marg­ir. Ómögu­legt er að vita hversu fjöl­menn­ur hóp­ur glæpa­öku­manna þetta er eða hversu hátt hlut­fall vél­hjóla­öku­manna haga sér með þess­um hætti, en þeir eru marg­ir, allt­of marg­ir.Ekki dug­ar leng­ur að tala sem ör­fá­ir fremji glæpi með glæfra­akstri, aki á hundr­að og fimm­tíu til tvö hundr­uð kíló­metra hraða, og jafn­vel enn hrað­ar. Lög­regla leit­ar nú ein­hverra fanta og þar fyr­ir utan þekkj­um við þetta öll. Hver kann­ast ekki við að vél­hjól­um sé ek­ið á milli bíla á tveggja ak­reina veg­um, hver kann­at ekki við að þeg­ar beð­ið er á rauðu ljósi komi vél­hjól á milli bíla og það stöðv­að fram­an við stöðv­un­ar­lín­una og þeg­ar græna ljós­ið gefi öku­mað­ur­inn allt í botn, rétt ein­sog hann sé á rá­spól í kapp­akstri og hverfi öðr­um nán­ast sjón­um á ör­fá­um sek­únd­um? Hver kann­ast ekki við að hafa séð vél­hjóli ek­ið fram­úr á þjóð­veg­un­um á svo mikl­um hraða að lyg­inni er lík­ast?Hörmu­leg slys vél­hjóla­manna virð­ast virka þver­öf­ugt, með­an sorg­in er sem mest virð­ast ein­hverj­ir hafa það að mark­miði að brjóta lög­in eins mik­ið og fram­ast er kost­ur, sjálf­um sér, og það sem meiru skipt­ir, öll­um öðr­um til stór­kost­legr­ar hættu. Þetta ein­fald­lega geng­ur ekki.Til eru menn sem eiga auð­velt með að selja sjálf­um sér óhæf­una: „Það er vissu­lega leið­in­legt að lesa um þessa vit­leys­inga sem eru að stinga lögg­una af og keyra eins og brjál­æð­ing­ar,“ seg­ir við­mæl­andi Blaðs­ins í blað­inu í dag. Sá vill ekki koma fram und­ir nafni, eng­um er al­svarn­að. Þessi mað­ur hreyk­ir sér af því að hafa ek­ið á þrjú hundr­uð kílón­metra hraða og á 240 með far­þega. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt,“ seg­ir hann um kær­ust­una sem var með hon­um á hjól­inu í glæpa­akstr­in­um. En fyr­ir okk­ur sem ekki skilj­um, hvers vegna menn láta svona: „Hjól­in eru gerð fyr­ir þenn­an hraða.“ Það var og.Þessi við­horf eru stór­kost­leg og lög­reglu verð­ur að tak­ast að koma fönt­un­um af hjól­un­um. Okk­ar hinna vegna.Ung­ir öku­menn hafa lengi ver­ið þeir sem mestu tjóni hafa vald­ið. Nú bæt­ast vél­hjóla­menn í þenn­an vara­sama hóp. Það er mik­ils­vert að breyt­ing verði á, ekki er treyst­andi á að hún komi frá glæpa­mönn­un­um sjálf­um, upp­haf henn­ar verð­ur að koma frá okk­ur sem vilj­um fara um með friði og virð­ingu fyr­ir öðru fólki. Tak­mark­ið verð­ur að vera að ná glæpa­mönn­un­um af hjól­un­um áð­ur en skað­inn verð­ur meiri.

Standa sam­an

29. júlí 2006

Hversu oft koma fram frétt­ir um að op­in­ber­ir sjóð­ir hafi ver­ið not­að­ir til að draga úr eða koma í veg fyr­ir áfall ein­hverra fárra, oft­ast vina þeirra sem ráða? Í Blað­inu var frétt þar sem Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur at­vinnu­líf­ins lét 35 millj­ón­ir í fyr­ir­tæki sem stefndi ákveð­ið í þrot, samt var ákveð­ið að fórna mikl­um pen­ing­um frá sjóðn­um í fyr­ir­fram dauða­dæmt fyr­ir­bæri.Það fór sem flesta grun­aði, rekst­ur­inn stöðv­að­ist, eign­ir og pen­ing­ar urðu að engu. Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur sat eft­ir með iðn­að­ar­hús, sem af góð­um mönn­um var met­ið á sex­tíu millj­ón­ir króna í op­in­ber­um bók­um en eft­ir marg­ar til­raun­ir og mikla þraut­ar­göngu fannst kaup­andi. Hann var til­bú­inn að borga 100 þús­und krón­ur fyr­ir bygg­ing­una, bygg­ingu sem met­in var á sex­tíu millj­ón­ir. 100 þús­und krón­urn­ar runnu til Ný­sköp­una­sjóðs, nán­ast sem háð. Tap­ið minnk­aði um þess­ar 100 þús­und krón­ur. „Ný­sköp­un er þeim ósköp­um gædd að stund­um tap­ar mað­ur og græð­ir stund­um,“ sagði fjár­mála­stjóri Ný­sköp­un­ar­sjóðs um fjár­fest­ing­una í dauða­dæmda fisk­eld­inu í Skaga­firði. Hann sá ljós­ið. Hann sagð­ist dauð­feg­inn að losn­að við hús­ið, þó ekki hafi feng­ist nema 100 þús­und krón­ur fyr­ir það, enda hafi löng þraut­ar­ganga ver­ið að baki þar sem kaup­end­ur fund­ust ekki lengi vel og auk þess hafi bygg­ing­in kall­að á við­hald.Þetta er ekki versta til­fell­ið og fjarri því það dýr­asta. Það sem er merki­legt við þetta allt er að það er öll virð­ist standa á sama, for­svar­mönn­um Ný­sköp­un­ar­sjóðs er bara létt og eng­in við­brögð hafa kom­ið ann­ars stað­ar frá. Reynd­ar hef­ur þing­mað­ur­inn Magn­ús Þór Haf­steins­son lát­ið mál­ið til sín taka og sagði í Blað­inu að ódýr­ara hefði ver­ið að slátra seið­un­um strax en ala þau í slát­ur­stærð. En sá var yf­ir­lýst­ur til­gang­ur að­komu Ný­sköp­un­ar­sjóðs, að ala barra­seiði í slát­ur­stærð. Pen­ing­ana, sem not­að­ir voru, fékk Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur við sölu á Stein­ull­ar­verk­smiðj­unni á Sauð­ár­króki og þeir áttu ef­laust að fara til að efla at­vinnu­líf­ið eft­ir að versk­miðj­an lok­aði. Svo fór ekki.Ekk­ert benti til ann­ars en að um glóru­lausa fjár­fest­ingu með op­in­bert fé hafi ver­ið að ræða. Sag­an end­ur­tek­ur í sí­fellu og aft­ur og aft­ur er op­in­bert fé not­að með þess­um hætti. Fyr­ir ekk­ert svo mörg­um ár­um voru til svo­kall­að­ir skussa­sjóð­ir. Þeir voru af­lagð­ir og lof­að var að sér­tæk­ar að­gerð­ir heyrðu sög­unni til. Þrátt fyr­ir fyr­ir­heit og fag­ur­gala end­ur­tek­ur sag­an sig. Grun­ur er um að ástæðu­laust með öllu hafi ver­ið að freista þess að rétta fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­ið í Skaga­firði við, það hafi bara ver­ið gert til að lina þján­ing­ar í skamm­an tíma og án þess að ætl­ast til að þess að Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur fengi nokkru sinni til baka það sem lagt var til. Þessi sami sjóð­ur hafði ekki í lang­an tíma get­að lagt ný­sköp­un lið þar sem pen­ing­arn­ir voru bún­ir, höfðu ver­ið not­að­ir í ým­is verk­efni, von­andi happa­drýgri en barra­björg­un­in í Skaga­firði. Að lok­um snýst sam­fé­lag­ið okk­ar svo oft um það sama, að standa sam­an, eink­um á kostn­að ann­arra.

Í rétta átt

19. júlí 2006

„Það er und­ar­legt þeg­ar lit­ið er til ná­granna­land­anna þá eru að með­al­tali fimm pró­sent þeirra sem eru 65 ára og eldri á stofn­un­um, en hér á landi er þetta hlut­fall níu pró­sent.“Þetta sagði Ólafur Ólafsson, talsmaður eldri borgara, í Blaðinu í gær. Það er rétt hjá Ólafi, það hlýtur að vera undarlegt ef íslenskir eldri borgara fara á stofnanir frekar en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum. Þess vegna ber að fagna ef vinna á gegn því með þeim aðgerðum sem eldri borgarar og ríkisvaldið hafa sammælst um.Ól­af­ur sagði fagnar að hverfa eigi frá svo mikilli stofn­ana­þjón­ustu sem verið hefur og stór­efla eigi heima­þjón­ustu.Ól­afur sagði fleira sem gott, sem rétt er að staldra við. Hann sagði merki­legt hvað við Ís­lend­ing­ar látum gam­alt fólk af­skipta­laust, sam­an­bor­ið við ná­granna­þjóðir okkar. „Eldri borg­ar­ar hafa ekki sömu samn­ings­að­stöðu og til dæm­is ASÍ. Við höf­um eng­an verk­falls­rétt og get­um í raun ekki ógn­að með neinu,“ sagði Ólafur.Vissulega vilja allir verða gamlir, allir vilja lifa lengi og sem best. Þess vegna snertir afskiptaleysi þeirra sem ráða og okkar hinna, í málum eldri borgara, okkur sjálf. Þetta er spurning um líf og lífsgæði allra, ekki fárra og ekki bara þeirra sem eldri eru. Samkomulagið sem nú hefur verið gert er ekki lokamark, alls ekki og það eru allir vissir um.„Við höf­um náð að opna nýj­ar dyr, en svo fer það eft­ir þró­un verð­bólg­unn­ar hver ár­ang­ur­inn verð­ur. Ég lít hins veg­ar á þetta sam­komu­lag sem skref í rétta átt,“ sagði Ól­af­ur Ól­afs­son, um sam­komu­lag rík­is­ins til að bæta kjör eldri borg­ara á næstu fjórum árum.Með sam­komu­lag­inu er með­al ann­ars stefnt að því að hækka líf­eyr­is­greiðsl­ur, minnka skerð­ing­ar og gera starfs­lok sveigj­an­legri þann­ig að líf­eyr­is­greiðsl­ur hækki við frest­un á töku líf­eyr­is. Ólafur sagði um þetta: „Að­al­áhersla okk­ar sner­ist um að hækka skatt­leys­is­mörk og ná lægra skatt­þrepi en það tókst hins veg­ar ekki. Sam­komu­lag­ið er spor í rétta átt, en það fer hins veg­ar al­veg eft­ir þró­un verð­bólg­unn­ar hvern­ig spil­ast úr þess­um bót­um.“Nú er það stjórnmálamanna að fylgja þessu eftir, ekki dugar að hverfa af leið einsog svo oft áður. Nærtækt er að nefna vegaáætlun sem hefur meira að segja verið samþykkt af Alþingi, en er skömmu síðar gjörbreytt. Stjórnmálamenn verða að vinna með þeim hætti að við getum treyst orðum þeirra. Það skal gera núna, verum viss um að hugur fylgi máli og aldraðir hafi náð að opna nýjar dyr og tekið skref að bættum kjörum.

Þreytandi fólk

18. júlí 2006

Þau sem nú sitja í meirihluta í borgarstjórn virðast nota flest tækifæri sem þeim gefst til að finna að öllu sem forverar þeirra gerðu, benda á þetta og benda á hitt, allt til að gera hlut sinn meiri og hinna minni. Þetta eilífa tuð um þau sem voru á undan er þreytandi og reyndar ekki bjóðandi. Stjórnmálamenn verða að nota lokaða sali til að rífast um það sem ekkert er og hlífa okkur hinum við karpinu.Gísli Marteinn Baldursson hefur hugsanlega verið manna duglegastur við þessa iðju. Hann virðist ekki komast úr kosningahamnum. Í Blaðinu í gær er hann spurður, í annars merkilegri frétt, um bensínstöðvarklúðrið mikla. Öllum er ljóst að fulltrúar R-listans bera ábyrgðina á vandanum, það hefur margsinnis komið fram. Gísli Marteinn er fastur í kosningafarinu, hann segir ekki hægt að hætta við framkvæmdina og orðrétt segir hann: “Ég hef verið á móti þessu máli frá upphafi. Mér finnst þetta ákaflega vond staðsetning og að mínu mati er það algjörlega óskiljanlegt hvað gamla meirihlutanum gekk til þegar þetta var ákveðið. Vegir R-lsitans virðast órannsakanlegir en við sitjum uppi með þetta og ef við ætluðum okkur að breyta þessu gætum við átt yfir höfði okkar stórt skaðanbótamál.”Vissulega ber að benda á alla þá óhæfu sem gerð hefur verið. En samt sem áður þurfa þeir, sem hafa verið kjörnir til að stjórna og hafa gengist við hlutverkinu, að horfa fram á við án þess að vera sífellt að tuða um það sem liðið er. Reykjavíkur bíður margt. Ekki síst að sem flestir finni til þess að borgin er eign allra borgarbúa og um leið allra landsmanna. Margt er ógert og þaðer  full ástæða til að þeir sem stjórna borginni hafi glögga framtíðarsýn og láti til sín taka í þeim verkum sem þarf að vinna, og hætti að líta eilíft um öxl.Kosningaloforðin voru mörg og mikil og reyndar er það svo að borgarbúar almennt ætlast ekkert til að við þau verði staðið, það er ekki vaninn, enda flest gleymd. Gagnslaust er að rifja upp flugvöll á Lönguskerjum, hraðbraut undir Sundin og fleira tröllslegt. Þeir sem lofuðu vissu að kjósendur trúðu fáu, þannig hefur það verið og þannig er það og þannig verður það.Kjósendur láta eitthvað óþekkt ráða afstöðu sinni. Ekki trúverðugleika og oðrheldni. Þess vegna geta frambjóðendur lofað og lofað, enginn ætlast til þess að við orðin verði staðið, hvorki þeir sem lofa né þeir  sem lofað er.Meirihlutafólkið í Reykjavík verður að hætta líta að til baka, bæði til þess sem þreyttur R-listi gerði og gerði ekki. Verkefnin eru næg og þau sem voru kosin voru kosin til að vinna að því sem þarf að leysa, ekki til að vera upptekin af því sem klaga má upp á þá sem fengu langþráða hvíld.

Meiraprófsfantar

Mikil ósköp er að frétta af fantaskap nokkurra meiraprófsbílstjóa. Sumir þeirra hirða ekkert um lög í landinu og keyra með óvarin malarhlöss með þeim afleiðingum að grjót og möl hrynja af pöllunum með stundum alvarlegum afleiðingum og aðrir reyna að troðast á alltof stórum bílum í gegnum jarðgöng sem eru langtum þrengri en bílarnir. Samt er reynt að brjótast í gegn.Eflaust er það þannig að flestir meiraprófsbílstjórar eru með miklum ágætum og reyna ekki að troðast í þröng jarðgöng og flestir láta sér ekki koma til hugar að aka um með óbeislaðan farm, farm sem getur bæði skaða fjölda fólks og valdið miklu tjóni. Þeir sem hagar sér á hinn veginn er stórhættulegir.Auðvitað er það merkilegt að ítrekað reyni ökumenn að koma alltof stórum bílum inn í jarðgöng, jarðgöng sem þeir vita að eru of lítil, en  þeir reyna samt og skapa með því stórkostlega hættu fyrir annað fólk og valda miklum skemmdum. Þrátt fyrir að vita betur, reyna þeir og það á fleygiferð. Myndbönd hafa sýnt og sannað þetta ósvífna háttarlag.Blaðið hefur flutt fréttir af því að nokkuð er um að bílstjórar noti ekki net eða annan búnað til að tryggja að farmur hrynji ekki af pöllunum, sérstaklega á þetta við grjót- og malarflutninga. Svo langt ganga bílstjórarnir að dæmi eru þess að lögregla leiti fantanna. Í Blaðinu í gær var frétt af vélhjólamanni sem varð fyrir ökufanti sem hafði dreift jarðvegi á hringtorg með þeim afleiðingum að vélhjólamaðurinn datt, slasaðist nokkuð og stórskemmdi hjólið. Þar sem bílstjóri malarbílsins hélt ferðinni áfram einsog ekkert hefði í skorist og ekki hefur tekist að finna hann situr vélhjólamaðurinn uppi með skaðann og meiðslin. Og þarf aukin heldur að reiða fram stórfé í sjálfsábyrgð til tryggingarfélagsins. Lögreglan leitar hins vegar fantsins.Svo berast fréttir um að ökumaður olíubílsins sem valt í Ljósavatnsskarði hafi ekkert hirt um hraðatakmarkanir og ekki getað mætt öðrum trukki nema með þeim afleiðingum sem eru þekktar. Þetta er ekki einleikið og ekki ásættanlegt. Það er ástæða fyrir að venjulegt fólk þorir varla að keyra um landið af ótta við trukkana, vitandi að undir stýri á sumum þeirra eru menn sem ekkert virða, hvorki lög, líf og heislu annarra eða eignir.Það þarf móralska breitingu. Bílstjórar verða að eiga frumkvæðið og sjá til þess að innan stéttarinnar verði vakning og að okkur hinum standi ekki stanslaus ógn af háttarlagi fárra fanta.

Það er komið nóg

Mikil ósköp er að lesa innlegg alþingismannsins og skólameistarans fyrrverandi, Jóns Bjarnasonar, til hugsanlegra breytinga á matarverði. Hann undrast að Alþýðusamband Íslands skuli styðja lækkun matarverðs með lækkun verndartolla og afnámi hafta. Jón skilur ekki um hvað er tekist og um hvað er fjallað. Hann hefur áhyggjur af þeim sem starfa við matvælaframleiðslu og að lífskjör þeirra hrynji og að það sé hlutverk allra að halda starfsemi gangandi, hvað sem hún kostar, til þess eins að þeir sem starfa við matvælaframleiðslu missi ekki atvinnu sína og öryggi.Málið snýst barasta ekkert um það. Það er merkilegt að alþingismaðurinn skuli ekki vera víðsýnni. Það er aldeilis undarlegt að heyra fólk tala með þessum hætti. Fyrir Jón Bjarnason og þá sem eru sama sinnis er þarft að hlusta eftir því sem mestu skiptir. Matvælaverð á Íslandi er með því hæsta sem gerist, vextir eru hærri hér en víðast annarsstaðar og svona er hægt að telja áfram. Aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnmálamanna eru helstu orsök þessa alls. Almenningur veit það og mönnum einsog Jóni Bjarnasyni er best að finna leiðir til að bæta lífskjörin en ekki vera uppteknir af því einu að viðhalda því sem stenst ekki kröfur samfélagsins.Svo er alls ekki að nokkur einasti maður vilji leggja niður landbúnað á Íslandi og svo er alls ekki að nokkur maður vilji leggja niður matvælaframleiðslu. Hitt er annað að það er til fólk sem óttast ekki breytingar og það er til fólk sem hefur fulla trú, að þó járntjöld verði felld, og okkur verði gert mögulegt að borga minna fyrir matinn verði áfram landbúnaður á Íslandi og áfram verði unnin matvara. Það er hreint út sagt galið að tala einsog þingmaðurinn og fleiri sem hafa látið til sín taka í þessari umræðu. Það er bara komið nóg.Segja má að við höfum lagt af stað til lækkunar matarverðs og þingmenn stoppa ekkert þá ferð. Skriðþungi þjóðarinnar er meiri en svo að þröngsýni fárra dugi til að stoppa skriðuna. Þegar fólkið hefur sigur í matarverðinu verður lagt af stað í næstu árás gegn þröngsýni og afturhaldi og svo koll af kolli. Það er komið nóg.Þeir sem verjast því að við fáum að kaupa matinn, á ámóta verði og fólk í næstu löndum, hafa gripið til raka sem ekki halda, strá jafnvel efasemdum hingað og þangað. Til dæmis að kaupmönnum sé ekki treystandi og að þeir muni hirða allan ávinninginn. Þeir mótmæla eðlilega og þykir að heiðri sínu vegið. Svo koma einstaka menn og segja að verja beri landbúnaðinn og jafnvel hvað sem það kostar. Það gerir landbúnaðinum ekki gott, það gerir neytendum ekki gott og það gerir þeim sem þannig tala heldur ekki gott.Það er meira en skiljanlegt að Alþýðusamband Íslands vilji breytingar á matarverði. Það er skylda sambandsins að vilja bæta kjör fólks. Mikill ávinningur verður fyrir marga þegar þröngsýnin verður hrakin úr vörninni. Það væri áfellisdómur yfir forystu launafólks óskaði hún ekki eftir að verð á helstu nauðsynjum verði lækkað. Þeir sem ekki skilja, eru úti móa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband