Valdsins menn

Lögreglan hóf mál á hendur Gunnar Erni Kristjánssyni, ţáverandi forstjóra SÍF og löggiltum endurskođanda, eftir ađ Lárus Halldórsson, framkvćmdastjóri Tryggingasjóđs lćkna, kom á fund lögreglu og játađi á sig stórfelldan fjárdrátt og ađ hafa blekkt stjórn sjóđsins og endurskođanda, fyrrnefndan Gunnar Örn. Lárus var ađ vonum ákćrđur og sakfelldur, hann tók út sína refsingu og ađ henni lokinni var hann eđlilega frjáls mađur. Hann greiddi nokkurn hluta ţess sem hann hafđi stoliđ og stóđ eftir eignalaus.
Lögreglan gerđi ekkert međ ţá fullyrđingu Lárusar ađ hann hefđi blekkt Gunnar Örn endurskođanda, en sjálfur er Lárus menntađur endurskođandi.
Lögreglan hóf mál á hendur Gunnar Erni sem stóđ í nćrri ţrjú ár. Árni Tómasson, löggiltur endurskođandi, var lögreglunni til ráđa í upphafi málsins, en skemmst er frá ţví ađ segja ađ Hćstiréttur vísađi málinu frá dómi og fann alvarlega ađ öllum málatilbúnađi lögreglunnar.
"Örugglega hefđi mátt vinna máliđ betur og skýrar af hálfu ákćruvaldsins," segir Árni Tómasson í viđtali viđ DV. "Međ fullri virđingu fyrir dómurunum, ţá held ég ađ ţegar 120 til 140 milljónir eiga ađ vera í sjóđi og ţar reynast ekki vera til nema 40 milljónir sé eitthvađ athugavert á ferđinni. Framkvćmdastjórinn hefur viđurkennt ađ hann stal ţessum peningum og villti um fyrir mönnum. Eftir situr fólk sem fćr ekki lífeyrinn. Er ţađ ţá ekki nógu skýrt?" segir Árni. Hćstiréttur sagđi sína skođun á yfirlýsingu Árna og starfsađferđum lögreglunnar.
Í dómi Hćstaréttar frá 12. maí 2005 segir ađ mjög hafi skort á ađ lögreglan hafi aflađ ţeirra gagna sem ţarf til ađ hćgt sé ađ ákveđa hvort sćkja eigi mann til saka. Ţá gerđi Hćstiréttur athugasemd viđ ađ verknađarlýsing í ákćru vćri ófullkomin. Gunnari vćri gefiđ ađ sök ađ hafa ekki gćtt góđra endurskođunarvenja međ ţví ađ kanna ekki ákveđin gögn. Ekkert vćri ţó ađ finna um hvađa gögn vćri ađ rćđa, hvađ ţau innihéldu eđa hvađ skorti upp á störf Gunnars til ţess ađ ţau mćttu vera fullnćgjandi.
Ţegar ţessi niđurstađa lá fyrir, Hćstiréttur hafđi vísađ málinu frá og áhöld voru uppi um ađ brotiđ hefđi veriđ á Gunnari Erni međ ţeim hćtti ađ málatilbúnađurinn hefđi fariđ gegn mannréttindasáttmála Evrópu og gegn stjórnarskránni íslensku lét lögreglan sér ekki segjast. Gunnari Erni var hótađ ađ ákćrt yrđi á ný í málinu. Gunnar Örn og fjölskylda hans lifđu viđ ţađ í langan tíma ađ yfir honum vofđu hótanir valdsins manna, ađ ţeir kćmu aftur ţrátt fyrir smánarlegar skammir Hćstaréttar. Ţeir létu sér ekki segjast og löngu eftir ađ Lárus Halldórsson, sem stal peningunum, var frjáls mađur mátti Gunnar Örn búa viđ ađ óttast nýja saksókn hvenćr sem var. Árni Tómasson, sem var ráđgjafi lögreglunnar, segir nefnilega nokkuđ mikiđ ţegar hann segir: "Međ fullri virđingu fyrir dómurunum, ţá held ég ađ ţegar 120 til 140 milljónir eiga ađ vera í sjóđi og ţar reynast ekki vera til nema 40 milljónir sé eitthvađ athugavert á ferđinni." Ţetta er hárrétt hjá Árna, en honum og lögreglunni tókst aldrei ađ sýna ađ Gunnar Örn, sá sem var ákćrđur, hefđi brotiđ refsilög. Ţađ er alvarlegt ađ lögreglan höfđi tilefnislaust mál á hendur einstaklingi. Kannski ekki síđur alvarlegt en sá glćpur sem Lárus framdi og var upphaf alls málsins.
Eftir niđurstöđu Hćstaréttar hagađi lögreglan sér einsog verstu handrukkarar, hótađi ađ koma aftur. Ţađ var síđan Bogi Nilsson ríkissaksóknari sem gekk fram fyrir skjöldu og drap máliđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Er ţetta gamalt viđtal í DV eđa eitthvađ sem birtist núna um helgina?

TómasHa, 12.1.2007 kl. 16:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband