Rakari en hver?

Vegna skrifa Steingríms Sævarrs langar mig að segja stutta sögu og ágæta.

En fyrst að Steingrími:

"Þau geta stundum verið "skemmtileg" dómsmálin sem eru í gangi. Þannig má sjá þetta inn á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur (nafnið tekið út af síðuskrifara og Xin sett í staðinn) þar sem einkanúmerið passar svo vel við:

 

"D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2007 í máli nr. S-2087/2006:

Ákæruvaldið

gegn

XXXX

            Mál þetta, sem dómtekið var 8. janúar 2007, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík, 27. nóvember sl., á hendur XX, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið með einkamerkinu RAKARI, að morgni sunnudagsins 20. ágúst 2006, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 1,25‰) um bifreiðastæði við Frakkastíg í Reykjavík."

 

Rakari...en hver?"'

Fyrir mörgum árum var ég á Melavellinum að horfa á KR. Meðal stúkugesta var Egill rakari, einn þekktasti stuðningsmaður KR fyrr og síðar, enda er hans getið í lagi Ómars Ragnarssonar, Jói útherji. Jæja, aftur á Melavöllinn. Leikurinn var við það að hefjasts. Sauðdrukkinn maður kom í stúkuna, sá Egil og starði. Sagði síðan drafandi röddu; er þetta ekki Egill rakari? Egill svaraði að bragði; ég veit ekki hvor okkar er rakari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Hér í bænum voru einu sinni Jónar tveir og alnafnar, báðir lögfræðingar og ágætlega ölkærir en voru þó misgóðir við vín. Til aðgreiningar var þó annar þeirra jafnan nefndur Jón rakari.

Andrés Magnússon, 26.1.2007 kl. 22:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband