Dreifikraninn

Mikið var ég gáttaður þegar ég las Fréttablaðið í morgun. Þar er frásögn af því að Ár og dagur, sem gefur út Blaðið, kanni málssókn gegn mér. Gott og vel með það. Það er ekki ástæða þess að ég varð gáttaður. Heldur vegna þess að þetta er í annað sinn sem Fréttablaðið vitnar í rangindi Sigurðar G. Guðjónssonar, þar sem hann ber mig alvarlegum sökum, kolröngum.

Áður tíðkaðist það á Fréttablaðinu að ef einhver var borinn þungum sökum átti að leita til hans og gefa honum færi á að bera hendur fyrir höfuð sér. Sú regla er greinilega ekki lengur virk á Fréttablaðinu, það er blaðinu til skammar.

Í stað þess að stunda sjálfsagða blaðamennsku hefur Fréttablaðið greinilega tekið upp kranablaðamennsku af verstu gerð. Í tvígang hefur blaðið kosið að taka upp alvarlegar ásakanir á mig án þess að gera minnstu tilraun til að leyfa mér að verjast. Einu samskiptin sem Fréttablaðið hefur átt við mig vegna þessa máls er að ritstjórn blaðsins hefur beðið mig um hjálp til að finna símanúmer Sigurðar G. Guðjónssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband