Hver borg­ar eða kaup­ir?

1. nóvember 2006

Þar sem próf­kjör kosta mjög mik­ið og fram­bjóð­end­ur hafa úr millj­ón­um að spila er eðli­legt að spyrja, hver borg­ar? Ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa kom­ið sér upp sér­stöku kerfi þar sem þeir geta fal­ið fyr­ir kjós­end­um hver borg­ar bar­áttu þeirra, bæði þing­manns­efn­anna sjálfra og eins hvern­ig flokk­arn­ir afla sér tekna, það er ann­arra en rík­is­styrkja og fram­laga flokks­fé­laga.Öll­um er ljóst að ein­staka fram­bjóð­end­ur kosta miklu til, bæði með aug­lýs­ing­um og skrif­stofu­haldi. Lág­marks­krafa er að þing­manns­efn­in gefi upp hversu mik­ið bar­átt­an kost­ar og ekki langt und­an er kraf­an um upp­lýs­ing­ar um greið­end­urna. Lýð­ræð­is­lega kjörn­ir full­trú­ar þjóð­ar­inn­ar verða að vera hafn­ir yf­ir all­an vafa um hvort þeir standi í þakk­ar­skuld eða fjár­skuld­um við greið­end­ur bar­átt­unn­ar.Sama á við um stjórn­mála­flokk­ana. Kjart­an Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var helsti hem­ill­inn á að flokk­arn­ir opn­uðu bók­hald sitt og sættu sömu lög­mál­um og aðr­ir verða að gera. Nú þvæl­ist hann ekki leng­ur fyr­ir og þess vegna er tæki­færi fyr­ir stjórn­mála­menn nú­tím­ans að hætta leyni­að­gerð­um og sýna þjóð­inni sann­leik­ann. Ef­laust er ekki hægt að fletta upp fjár­reið­um flokk­anna í for­tíð­inni, þar sem bóka­halds­gögn eru ef­laust af skorn­um skammti.Full­yrð­ing­ar fólks um að bæði fram­bjóð­end­ur og flokk­ar lofi svört­um greiðsl­um eru svo ann­að mál og ekki síð­ur al­var­legra. Ekki er ástæða til að ef­ast um sann­leiks­gildi þeirra sem segj­ast hafa þeg­ið svarta pen­inga frá flokk­um og fram­bjóð­end­um vegna vinnu við kosn­inga­bar­áttu. Trú­lega munu flokk­arn­ir all­ir standa fast gegn þeim sem upp­ljóstra. Hag­ur flokka og þjóð­ar fer ekki allt­af sam­an. Ef sam­skipt­in væru fyr­ir­vara­laus hefðu flokk­ar og fram­bjóð­end­ur ekk­ert að fela. Mest nota stjórn­mála­menn þau rök að upp­lýs­ing­ar um greið­end­ur flokka og fram­bjóð­enda skekki lýð­ræð­ið. Þessi rök eru hald­laus, því er öf­ugt far­ið. Leynd­in er ávís­un á tor­tryggni, efa­semd­ir og trú á að ekki sé allt með felldu. Aðr­ar þjóð­ir hafa fjár­reið­ur flokk­anna að­gengi­leg­ar og er­lend­ir stjórn­mála­menn kom­ast bara ekki upp með það sama og okk­ar.Enn og aft­ur eru tíma­mót þar sem kosn­ing­ar eru í nánd með öllu til­heyr­andi. Á þess­um tíma­mót­um væri fínt að fram­bjóð­end­ur legðu spil­in á borð­ið og leyfðu okk­ur að sjá hvað­an þeir fá afl­ið og styrk­inn til allra aug­lýs­ing­anna, til skrif­stofu­halds­ins og sanni þann­ig fyr­ir okk­ur að þeir standi ekki í þakk­ar­skuld eða pen­inga­skuld við nokk­urn og að þeir geti starf­að áfram án þess að eiga eft­ir að gera upp við gef­end­urna. Til að kjós­end­ur viti hvort upp­gjör fari fram verða þeir að vita hverj­ir gef­end­urn­ir eru, jafn­vel hvort rétt­ara sé að tal­a um kaup­end­ur en gef­end­ur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Broddi

International Institute for Democracy and Electoral Assistance er með ágætis gagnagrunn um hvernig þessum málum er háttað víðs vegar um veröldina. Þar má sjá að á meðal vesturevrópulnda er íslendingar í hópi sex annarra þjóða (Kýpur, Danmörk, Malta, Noregur, Svíþjóð og Sviss) sem ekkert eftirlit hafa með styrkjum til stjórnmálaflokka.  Það er merkilegt að sjá að  það eru norðurlöndin sem hafa minnsta eftirlitð.

Broddi, 2.11.2006 kl. 17:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband