Fór í fýlu

Merki­leg­ur mað­ur, vara­þing­mað­ur­inn Valdi­mar Le­ó Frið­riks­son, sem hef­ur sagt skil­ið við Sam­fylk­ing­una. Það er ekk­ert merki­legt við að Valdi­mar Le­ó fari frá Sam­fylk­ing­unni, það gera ef­laust marg­ir fleiri og aðr­ir koma í stað­inn, ein­sog geng­ur. Það sem er merki­legt við brott­hvarf Valdi­mars Le­ós er það að hann tek­ur með sér eitt þing­sæti, þing­sæti sem hann var aldr­ei kjör­inn til og fékk til ráð­stöf­un­ar þar sem tveir aðr­ir vildu ekki eða gátu ekki set­ið í því. Þess vegna er merki­legt að heyra vara­mann­inn segja að sér hafi ver­ið hafn­að í próf­kjöri, hann hafði í raun aldr­ei ver­ið kjör­inn. Náði sjötta sæti fyr­ir fjór­um ár­um, sem seint telst sér­stak­lega merk­ur ár­ang­ur. Þar sem Valdi­mar Le­ó komst á þing eft­ir króka­leið­um og um­boðs­lít­ill er kannski eins gott að hann hef­ur ekki telj­andi áhrif, hvort sem hann er í Sam­fylk­ing­unni eða ekki. Stað­an væri önn­ur ef lands­stjórn­in stæði eða félli með af­stöðu vara­manns­ins.Það er ekk­ert nýtt að þing­menn yf­ir­gefi flokka sína og kjósi ým­ist að róa ein­ir eða ganga til liðs við aðra flokka. Það er ekki sama hvern­ig það er gert eða af hvaða ástæð­um. Gunn­ar Ör­lygs­son hætti í Frjáls­lynda flokkn­um fyrr á þessu kjör­tíma­bili og gekk í Sjálf­stæð­is­flokk­inn, hætti í stjórn­ar­and­stöðu og gerð­ist stuðn­ings­mað­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þing­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins tók Gunn­ari feg­ins hendi, en al­menn­ir flokks­menn ekki og hann fékk slæma út­reið í próf­kjöri og pól­it­ísk fram­tíð hans virð­ist eng­in vera. Svip­að gerð­ist með Valdi­mar Le­ó Frið­riks­son. Hann var kall­að­ur inn á þing sem ann­ar vara­mað­ur og hafði þess vegna veikt um­boð. Valdi­mar Le­ó virt­ist ekki hafa neitt við sam­starf­ið við flokks­fé­laga sína á þingi að at­huga. Hann kol­féll í próf­kjöri og eft­ir það komu skýr­ing­ar, til dæm­is um gagns­leysi próf­kjöra. Allt sem vara­mað­ur­inn hef­ur sagt lýs­ir því einu að hann er í fýlu, fékk slæma kosn­ingu og gat ekki tek­ið nið­ur­stöð­unni.Krist­inn H. Gunn­ars­son er enn í Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem reynd­ar er mjög at­hygl­is­vert þeg­ar tek­ið er til­lit til alls sem hann hef­ur sagt um þann flokk og fólk­ið sem stýr­ir hon­um og stefn­una sem flokk­ur­inn fylg­ir. Af þeim fáu dæm­um sem hér hafa ver­ið tek­in er mun­ur á Gunn­ari Ör­lygs­syni og Valdi­mar Le­ó Frið­riks­syni. Gunn­ar var kjör­inn á þing, en Valdi­mar Le­ó ekki. Enn meiri mun­ur er á Kristni H. Gunn­ars­syni og Valdi­mar Leó. Krist­inn hef­ur lengi tal­að á þeim nót­um sem hann nú ger­ir og hef­ur sótt um­boð til fé­laga í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þar sem hann starf­ar enn, eða rétt­ara sagt er enn.Það er ekki hægt að trúa Valdi­mar Le­ó Frið­riks­syni um neitt ann­að en að hann er í fýlu og hún kem­ur fram með þess­um hætti. Þing­menn ráða för sinni úr flokk­um og í flokka. Hér hef­ur það gerst að einn mað­ur, sem hef­ur ekki einu sinni beint um­boð kjós­enda, kýs að starfa einn sök­um þess að hon­um var hafn­að. Hvorki Gunn­ar Ör­lygs­son né Valdi­mar Le­ó Frið­riks­son breyta neinu með vista­skipt­un­um, ekki frek­ar en þeir gerðu með veru sinni þar sem þeir voru. Það er kannski það merki­lega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband