Lög­reglu­for­ing­inn og al­þing­is­mað­ur­inn

Arn­ar Jens­son lög­reglu­for­ingi hef­ur áhyggj­ur af því að efn­að fólk, sem sæt­ir ákær­um, geti bor­ið hend­ur fyr­ir höf­uð sér af meiri krafti en ör­yr­kjar og ein­stæð­ir for­eldr­ar. Und­ir þetta sjón­ar­mið Arn­ars tók al­þing­is­mað­ur­inn Pét­ur Blön­dal í spjall­þætti og sagði vara­samt þeg­ar ákært fólk borg­ar mik­ið fyr­ir varn­ir. Hann sagði sak­laust fólk, sem sæt­ir ákæru, eiga að mæta fyr­ir dóm­ara og segj­ast sak­laust. Meira þurfi sak­laust fólk ekki.Ef sjón­ar­mið Pét­urs eru al­menn á Al­þingi munu Arn­ar Jens­son og þeir sem hugsa ein­sog hann eiga auð­velt með að fá lög­um breytt þann­ig að skorð­ur verði sett­ar á varn­ir þeirra sem sæta ákær­um, sama hvort fólk er sak­laust eða sekt. Merki­legt er að heyra menn ein­sog einn af æðstu starfs­mönn­um rík­is­lög­reglu­stjóra og al­þing­is­mann finna að því að ákært fólk leiti leiða til að verja sig og borgi mik­inn kostn­að af vörn í op­in­ber­um refsi­mál­um. Áfram kem­ur fram hörð gagn­rýni á dóms­kerf­ið. Dav­íð Odds­son sagði ný­ver­ið dóms­kerf­ið að­eins ráða við gæslu­varð­hald­súr­skurði og sjoppu­rán og nú bæt­ir Arn­ar Jens­son um bet­ur og seg­ir dóm­ara jafn­vel ótt­ast ríkt og öfl­ugt ákært fólk. Þessu neita dóm­ar­ar. En eru full­yrð­ing­ar um van­hæfi dóm­stóla ekki al­vöru­mál? Er ekki al­vöru­mál þeg­ar al­þing­is­mað­ur og lög­reglu­for­ingi eru sam­mála um að ákært fólk eigi að hafa tak­mark­að­ar leið­ir til að verj­ast ákær­um? Eða skipta öll þessi orð engu máli í ljósi þess hverj­ir sögðu þau?Enn og aft­ur tek­ur Baugs­mál­ið sviðs­ljós um­ræðna um op­in­ber refsi­mál. Nú er það Arn­ar Jens­son sem set­ur það mál í kast­ljós­ið. Merki­legt af hon­um að velja það mál þeg­ar hann fjall­ar um varn­ir ákærðs fólks og hvort ekki eigi að setja skorð­ur við því hvern­ig fólk verst op­in­ber­um refsi­ákær­um. Það mál sem Arn­ar og fé­lag­ar lögðu af stað með er fall­ið. Það féll vegna þess að ákær­urn­ar héldu ekki. Eng­inn er þess um­kom­inn í dag að segja til um hversu stór­an þátt öfl­ug­ar og dýr­ar varn­ir sak­born­inga eiga í þeirri nið­ur­stöðu eða hvað slæ­leg vinnu­brögð Arn­ars og fé­laga vógu þungt. Víst er að mála­til­bún­að­ur Arn­ars og fé­laga hans reynd­ist hald­laus og það litla sem eft­ir er af mál­inu, eft­ir ára­lang­ar rann­sókn­ir þar sem ekk­ert hef­ur ver­ið til spar­að, er nú í hönd­um ann­arra en þeirra sem hófu leik­inn. Upp­haf­legu rann­sak­end­urn­ir og ákær­end­urn­ir eru ekki leng­ur þátt­tak­end­ur. Kannski tókst öfl­ug­um verj­end­um að forð­ast rétt­ar­slys. Kannski þurfti ekki verj­end­ur til og kannski hefði að­ferð Pét­urs Blön­dal dug­að, það er að ákærða fólk­ið hefði bara sagt við dóm­ar­ana að það væri sak­laust.Þar sem lög­reglu og ákær­end­um er fal­ið mik­ið vald er ekki nokk­ur leið að taka und­ir með lög­reglu­for­ingj­an­um um að skorð­ur verði sett­ar við því með hvaða hætti ákært fólk get­ur var­ist. Það er vand­með­far­ið vald sem ákær­end­ur hafa og það hlýt­ur að vera krafa allra að þeir sem sæta ákær­um, eink­um og sér í lagi sak­laust fólk, megi og eigi að gera allt sem það get­ur í bar­átt­unni við hið mikla vald til að leiða fram sak­leysi sitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Spyrjum að leikslokum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.11.2006 kl. 00:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband