West Ham

Það er ekki lítið inngrip þeirra félaga, Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar

WH 3 í líf okkar West Ham stuðningsmanna á Íslandi. Hvort þeir trúa eða ekki, sem halda með öðrum enskum félögum, þá hefur verið einstakt að styðja West Ham. Hreint frábært.

WH 4Nú er nauðsyn að venjast tengingu við Ísland, það breytir ýmsu. Það var fyrir fjörutíu árum, árið 1966 sem Englendingar urðu heimsmeistarar að ég og Egill bróðir ákváðum að West ham yrði okkar félag á Englandi, við vorum ungir, ég 12 ára og hann 10. Við völdum West Ham þar sem við töldum það vera vesturbæjarlið, rétt einsog KR, okkar lið á Íslandi. Elsti bróðirinn, Hafsteinn, hafði fallið fyrir Man U, einkum vegna Georges Best. Sá yngsti, Gunnar Smári, var aðeins fimm ára og elti mig og Egil. Þannig erum við þrír af fjórum albræðrunum West Ham stuðningsmenn.

Við fórum allir fjórir í fyrra. ásamt jafn mörgum afkomendum, á Upton Park og sáum West Ham tapa   fyrir Man u, 2-1. Fyrsti leikurinn eftir andlát Georges BestWH 1.

Jæja, þegar við Egill urðum þess varir að West Ham var ekki vesturbæjarfélag, var ekki aftur snúið. Bobby Moore, Geoff Hurst og Martin Peters sáu um það. Síðan hefur verið einsaklega gaman að vera í West Ham, þess vegna er ábyrgð þeirra Eggerts og Björgólfs mikil. Það er ekki spennandi að hugsa til þess að félagið verði tískubóla á Íslandi og álagið af því að vera stuðningsmaður verður meira. En hvað um það; áfram West Ham United.WH 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband