Rík­is­flokk­arn­ir

Það ber að var­ast þeg­ar stjórn­mála­flokk­arn­ir eru sam­mála um fyr­ir­greiðslu til handa sjálf­um sér úr al­manna­sjóð­um. Þann­ig stefndi í sam­þykkt allra flokka um of­ur­eft­ir­laun val­inna stjórn­mála­manna, en for­ystu­menn allra flokka höfðu náð sam­eig­in­legri lend­ingu í of­ur­eft­ir­laun­un­um þeg­ar var­úð­ar­bjöll­ur ut­an þings hringdu, stjórn­ar­and­stað­an tók við sér, sner­ist hug­ur og var á móti þeg­ar for­rétt­ind­in voru sam­þykkt.Nú hafa starfs­menn stjórn­mála­flokk­anna kom­ið sér sam­an um háa greiðslu úr al­manna­sjóð­um. Til­lög­ur þeirra verða sam­þykkt­ar af kjörn­um full­trú­um okk­ar. Við­bót­ar­greiðsl­ur til stjórn­mála­flokka eru gjald okk­ar hinna svo sam­þykkt verði að bók­hald þeirra lúti sömu lög­mál­um og bók­hald ann­arra fé­laga og fyr­ir­tækja.Sjálf­stæð­is­menn hafa lengst­um ver­ið drag­bít­ar þess að bók­hald flokka verði op­in­bert, hafa sagt það geta skað­að lýð­ræð­ið. Nú seg­ir frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, Kjart­an Gunn­ars­son, að hann hafi fall­ist á hug­mynd­irn­ar þar sem hann ótt­ist að ein­staka fyr­ir­tæki kaupi sér pól­it­ísk áhrif, en gert er ráð fyr­ir að fyr­ir­tæki eða fyr­ir­tækja­sam­stæða megi ekki kosta meiru til en 300 þús­und­um til flokka og fram­lags­ins verði get­ið í bók­haldi.Það er ekk­ert víst að það sé betra að flokk­ar megi að­eins þiggja 300 þús­und frá hverju fyr­ir­tæki og fái þess í stað mynd­ar­legt fram­lag úr al­manna­sjóð­um. Það hef­ur eng­inn beð­ið um að flokk­arn­ir fái meira frá rík­inu, frek­ar að þeim verði gert að sýna hverj­ir borga og hversu mik­ið. Það er síð­an kjós­enda, fjöl­miðla og ann­arra að veita að­hald, fylgj­ast með hvort gef­end­urn­ir fái greitt með fyr­ir­greiðslu og telj­ist þá jafn­vel frek­ar kaup­end­ur flokka en styrkj­end­ur.Vilji flokk­anna verð­ur of­an á og þá um leið tak­marka þeir mjög mögu­leika nýrra fram­boða sem verða að sæta sömu tak­mörk­un­um og þeir flokk­ar sem fyr­ir eru, en njóta ekki fram­lags al­manna­sjóða, nema að því til­skildu að vel gangi og þá á að koma eft­ir­ágreiðsla. Með rök­um er líka hægt að segja að ver­ið sé að taka mið af kvóta­kerf­inu og veiði­reynsl­unni, erf­itt verð­ur fyr­ir nýja flokka og ný fram­boð að berj­ast við rík­is­flokk­ana fimm. Ný­lið­um verð­ur gert erf­itt fyr­ir.Vissu­lega er þörf á að flokk­ar og fram­boð geti starf­að og kom­ið sjón­ar­mið­um sín­um á fram­færi, en það þarf ekki að vera þörf á að það verði gert með meira fram­lagi al­manna­sjóða. Kraf­an var um að flokk­arn­ir og stjórn­mála­menn verði að sýna hvað­an þeir fá tekj­ur og hvort þeir þurfi að end­ur­greiða. Sú lausn að sækja meiri pen­inga í al­manna­sjóði lýs­ir best þeim sem þang­að sækja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Verstur af þeim öllum er sam Framsóknarflokkurinn sem vonandi þurkast út í vor. Því er nú ver, þá er hann nú svo til alvaldur í Reykjavíkundir forystu Björns Inga, manninn sem enginn kaus en ræður nú öllu

Sigurður Svan Halldórsson, 25.11.2006 kl. 13:32

2 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Verstur af þeim öllum er sam Framsóknarflokkurinn sem vonandi þurkast út í vor. Því er nú ver, þá er hann nú svo til alvaldur í Reykjavíkundir forystu Björns Inga, manninn sem enginn kaus en ræður nú öllu

Sigurður Svan Halldórsson, 25.11.2006 kl. 13:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband