Það ber að varast þegar stjórnmálaflokkarnir eru sammála um fyrirgreiðslu til handa sjálfum sér úr almannasjóðum. Þannig stefndi í samþykkt allra flokka um ofureftirlaun valinna stjórnmálamanna, en forystumenn allra flokka höfðu náð sameiginlegri lendingu í ofureftirlaununum þegar varúðarbjöllur utan þings hringdu, stjórnarandstaðan tók við sér, snerist hugur og var á móti þegar forréttindin voru samþykkt.Nú hafa starfsmenn stjórnmálaflokkanna komið sér saman um háa greiðslu úr almannasjóðum. Tillögur þeirra verða samþykktar af kjörnum fulltrúum okkar. Viðbótargreiðslur til stjórnmálaflokka eru gjald okkar hinna svo samþykkt verði að bókhald þeirra lúti sömu lögmálum og bókhald annarra félaga og fyrirtækja.Sjálfstæðismenn hafa lengstum verið dragbítar þess að bókhald flokka verði opinbert, hafa sagt það geta skaðað lýðræðið. Nú segir fráfarandi framkvæmdastjóri flokksins, Kjartan Gunnarsson, að hann hafi fallist á hugmyndirnar þar sem hann óttist að einstaka fyrirtæki kaupi sér pólitísk áhrif, en gert er ráð fyrir að fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæða megi ekki kosta meiru til en 300 þúsundum til flokka og framlagsins verði getið í bókhaldi.Það er ekkert víst að það sé betra að flokkar megi aðeins þiggja 300 þúsund frá hverju fyrirtæki og fái þess í stað myndarlegt framlag úr almannasjóðum. Það hefur enginn beðið um að flokkarnir fái meira frá ríkinu, frekar að þeim verði gert að sýna hverjir borga og hversu mikið. Það er síðan kjósenda, fjölmiðla og annarra að veita aðhald, fylgjast með hvort gefendurnir fái greitt með fyrirgreiðslu og teljist þá jafnvel frekar kaupendur flokka en styrkjendur.Vilji flokkanna verður ofan á og þá um leið takmarka þeir mjög möguleika nýrra framboða sem verða að sæta sömu takmörkunum og þeir flokkar sem fyrir eru, en njóta ekki framlags almannasjóða, nema að því tilskildu að vel gangi og þá á að koma eftirágreiðsla. Með rökum er líka hægt að segja að verið sé að taka mið af kvótakerfinu og veiðireynslunni, erfitt verður fyrir nýja flokka og ný framboð að berjast við ríkisflokkana fimm. Nýliðum verður gert erfitt fyrir.Vissulega er þörf á að flokkar og framboð geti starfað og komið sjónarmiðum sínum á framfæri, en það þarf ekki að vera þörf á að það verði gert með meira framlagi almannasjóða. Krafan var um að flokkarnir og stjórnmálamenn verði að sýna hvaðan þeir fá tekjur og hvort þeir þurfi að endurgreiða. Sú lausn að sækja meiri peninga í almannasjóði lýsir best þeim sem þangað sækja.
Flokkur: Bloggar | 23.11.2006 | 08:11 (breytt kl. 08:12) | Facebook
Athugasemdir
Verstur af þeim öllum er sam Framsóknarflokkurinn sem vonandi þurkast út í vor. Því er nú ver, þá er hann nú svo til alvaldur í Reykjavíkundir forystu Björns Inga, manninn sem enginn kaus en ræður nú öllu
Sigurður Svan Halldórsson, 25.11.2006 kl. 13:32
Verstur af þeim öllum er sam Framsóknarflokkurinn sem vonandi þurkast út í vor. Því er nú ver, þá er hann nú svo til alvaldur í Reykjavíkundir forystu Björns Inga, manninn sem enginn kaus en ræður nú öllu
Sigurður Svan Halldórsson, 25.11.2006 kl. 13:32