Kæri Jón

 

Jón Sig­urðs­son, for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur sagt það mis­tök að lýsa yf­ir stuðn­ingi við inn­rás­ina í Ír­ak. Það vissu svo sem all­ir, en hitt er merki­legra sem Jón hef­ur sagt, að ákvörð­un­in hafi ver­ið tek­in af Dav­íð Odds­syni og Hall­dóri Ás­gríms­syni án alls sam­ráðs, jafn­vel án sam­ráðs við aðra í rík­is­stjórn­inni. Þessu hef­ur svo sem oft ver­ið hald­ið fram. Ráð­herr­ar hafa ekki stað­fest grun­inn en nú hef­ur for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins geng­ið fram fyr­ir skjöldu og við­ur­kennt mis­notk­un tveggja manna á ís­lensku þjóð­inni og kjörn­um full­trú­um henn­ar. Að þeir hafi ekki einu sinni hirt um að ræða við ut­an­rík­is­mála­nefnd Al­þing­is sýn­ir virð­ingu þeirra fyr­ir þing­ræð­inu. Er of gróft að segja að þeir hafi nið­ur­lægt þing­ið?En fyrst Jón Sig­urðs­son er byrj­að­ur að tal­a með þess­um hætti er ekki úr vegi að leita fleiri svara hjá hon­um. Þess vegna er spurt: Kæri Jón, get­ur þú upp­lýst hvaða um­ræð­ur voru í rík­is­stjórn áð­ur en sam­þykkt var að leggja fram frum­varp um of­ur­eft­ir­laun þeirra Dav­íðs og Hall­dórs og nokk­urra ann­arra? Vissu­lega varst þú ekki í rík­is­stjórn þá, Jón, ekki frek­ar en þeg­ar þeir fé­lag­ar settu okk­ur á lista vilj­ugra inn­rás­ar­þjóða. Þú kannt að verða þér úti um svör­in og hef­ur að­stöðu til þess. Má vera, ein­sog svo marga grun­ar, að Dav­íð og Hall­dór hafi átt fundi með for­ystu­mönn­um stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna áð­ur en mál­ið var kynnt í rík­is­stjórn og sam­ið um fram­gang þess þar, eða var það kannski aldr­ei kynnt í rík­is­stjórn, eða kannski aldr­ei rætt af öðr­um ráð­herr­um eða við aðra ráð­herra? Má vera, kæri Jón, að tveir menn hafi ekki að­eins lýst yf­ir stríðs­stuðn­ingi okk­ar allra, held­ur hafi þeir líka upp á sitt ein­dæmi skammt­að sér ríku­leg eft­ir­laun?Kæri Jón, það er eitt enn. Má vera að fjöl­miðla­frum­vörp­in, þau fyrstu, hafi ver­ið sama marki brennd? Þar hafi tveir menn, það er Dav­íð og Hall­dór, þrykkt mál­um áfram án þess að leita sam­þykk­is í þing­flokk­um og eða í rík­is­stjórn? Má það vera?En fyrst þú hef­ur upp­lýst okk­ur um að ekk­ert sam­ráð var haft áð­ur en stuðn­ingi var lýst yf­ir við inn­rás­ina í Ír­ak, lang­ar marga að vita hvað þér þyk­ir um þá sam­flokks­menn þína, og núna nána samst­arsf­menn, sem hafa til þessa ekki vilj­að segja sög­una ein­sog þú ger­ir nú. Kæri Jón, má vera að þér þyki það í lagi, eða kalla fyrri svör þess fólks á nán­ari skoð­un? Þar sem þú hef­ur lýst því yf­ir að rang­lega hafi ver­ið stað­ið að sam­þykkt­inni á sín­um tíma, væri gott að vita hvort þeir sem ekk­ert sögðu og ekk­ert gerðu beri ekki líka ábyrgð. Var ekki rétt af því fólki að segja eitt­hvað, mót­mæla, kvarta und­an fram­komu þeirra fé­laga Dav­íðs og Hall­dórs? Er ekki ábyrgð fólg­in í að­gerða­leysi ráð­herra? Hvað finnst þér um það, kæri Jón?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Góð grein. Það versta við þennan ömurlega flokk er að ekki bara eru þeir að sanka að sér opinberar eigur og selja vinum og vandamönnum heldur er Framsókn með tangarhald á Borginni í krafti eins manns, Björn Inga, manninn sem enginn kaus en er samt allsráðandi. Hvílíkur brandari og hvílík hneysa. Valdasjúkasti maður Íslands.

Sigurður Svan Halldórsson, 30.11.2006 kl. 19:59

2 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Góð grein. Það versta við þennan ömurlega flokk er að ekki bara eru þeir að sanka að sér opinberar eigur og selja vinum og vandamönnum heldur er Framsókn með tangarhald á Borginni í krafti eins manns, Björn Inga, manninn sem enginn kaus en er samt allsráðandi. Hvílíkur brandari og hvílík hneysa. Valdasjúkasti maður Íslands.

Sigurður Svan Halldórsson, 30.11.2006 kl. 19:59

3 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Góð grein. Það versta við þennan ömurlega flokk er að ekki bara eru þeir að sanka að sér opinberar eigur og selja vinum og vandamönnum heldur er Framsókn með tangarhald á Borginni í krafti eins manns, Björn Inga, manninn sem enginn kaus en er samt allsráðandi. Hvílíkur brandari og hvílík hneysa. Valdasjúkasti maður Íslands.

Sigurður Svan Halldórsson, 30.11.2006 kl. 19:59

4 identicon

Mér finnst þétta röng afstaða

Auðvelt að vera vitur eftirá - en varla mikil reisn í því.  Halldór og Davíð gerðu skyldu sína þegar þessi ákvörðun var tekin um að standa að baki meirihluta Nato þjóða - annað hefði verið eins og við værum að segja okkur úr Nato. Þetta var ákvörðun um að leyfa afnot af Keflávíkurflugvelli en nánast allur kostnaður var þá  greiddur af USA og Nato við völlinn.  Gátum við þá bannað þeim að millilenda hér? Er þetta ekki einn alsherjar misskilningur.  Halldór og Davíð voru aldrei að samþykkja neina stríðsyfirlýsingu þjóðarinnar. Þeir voru að samþykkja afnot af flugvellinum og leggja fjármuni í hjálpar og uppbyggingarstarf 

Þetta var sem sagt rétt ákvörðun -  og lögleg ákvörðun.  Allt tal um "ólöglega" ákvörðun er bara bull.  Ráðherrar fara með framkvæmdavald að fullu í þessu tilfelli - enda sjá allir sanngjarnir menn - að ekki var langur tími til vera með hringl í málinu - enda báðir þessir menn traustir og áræðanlegir og gerðu slyldu sína. Þeir sem hafa gaman af að sparka til þeirra - eftir að þeir hættu störfum - lýsa bara eigin inræti en ekki þessu málefni.

  Forsendur fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna um innrás - byggðu  hins vegar á röngum upplýsingum - þetta vitum við í dag - en vissum ekki þá - ekki heldur þeir sem þykjast hafa vitað það þá og láta ei s og einhver Dr. alvís - eftirá!.  Rangar upplýsingar voru  m.a. upplýsingar frá Al-kaída - sem viljandi komu á framfæri röngum upplýsingum til þess að koma "góðu til leiðar" - þeir vilja jú bara sem stærstan blóðvöll - er það ekki augljóst?

Svo er rétt að muna að orðið "fyrirgefning" er ekki til í Kóraninum. Ef þú stelur á þessu svæði - er höggvin höndin af. Ef þú gerir eitthvað verra - fýkur hausinn. Svona er þessi menning. Al-kaída vill að sem flestir hausar okkar "villutrúarmanna" fjúki sem fyrst. Er það ekki kjarni málsins. Fleiri hausar í færi - því betra - finnst þeim.  Ég get svarið að ég  á erfitt með að skilja þessa menningu - en munum samt að "í húsi guðs eru margar vistarverur" og við höfum umburðarlyndi og við getum fyrirgefið - en geta þeir það?

Kristinn Pétursson

Kristinn petursson (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 00:49

5 identicon

Mér finnst þétta röng afstaða

Auðvelt að vera vitur eftirá - en varla mikil reisn í því.  Halldór og Davíð gerðu skyldu sína þegar þessi ákvörðun var tekin um að standa að baki meirihluta Nato þjóða - annað hefði verið eins og við værum að segja okkur úr Nato. Þetta var ákvörðun um að leyfa afnot af Keflávíkurflugvelli en nánast allur kostnaður var þá  greiddur af USA og Nato við völlinn.  Gátum við þá bannað þeim að millilenda hér? Er þetta ekki einn alsherjar misskilningur.  Halldór og Davíð voru aldrei að samþykkja neina stríðsyfirlýsingu þjóðarinnar. Þeir voru að samþykkja afnot af flugvellinum og leggja fjármuni í hjálpar og uppbyggingarstarf 

Þetta var sem sagt rétt ákvörðun -  og lögleg ákvörðun.  Allt tal um "ólöglega" ákvörðun er bara bull.  Ráðherrar fara með framkvæmdavald að fullu í þessu tilfelli - enda sjá allir sanngjarnir menn - að ekki var langur tími til vera með hringl í málinu - enda báðir þessir menn traustir og áræðanlegir og gerðu slyldu sína. Þeir sem hafa gaman af að sparka til þeirra - eftir að þeir hættu störfum - lýsa bara eigin inræti en ekki þessu málefni.

  Forsendur fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna um innrás - byggðu  hins vegar á röngum upplýsingum - þetta vitum við í dag - en vissum ekki þá - ekki heldur þeir sem þykjast hafa vitað það þá og láta ei s og einhver Dr. alvís - eftirá!.  Rangar upplýsingar voru  m.a. upplýsingar frá Al-kaída - sem viljandi komu á framfæri röngum upplýsingum til þess að koma "góðu til leiðar" - þeir vilja jú bara sem stærstan blóðvöll - er það ekki augljóst?

Svo er rétt að muna að orðið "fyrirgefning" er ekki til í Kóraninum. Ef þú stelur á þessu svæði - er höggvin höndin af. Ef þú gerir eitthvað verra - fýkur hausinn. Svona er þessi menning. Al-kaída vill að sem flestir hausar okkar "villutrúarmanna" fjúki sem fyrst. Er það ekki kjarni málsins. Fleiri hausar í færi - því betra - finnst þeim.  Ég get svarið að ég  á erfitt með að skilja þessa menningu - en munum samt að "í húsi guðs eru margar vistarverur" og við höfum umburðarlyndi og við getum fyrirgefið - en geta þeir það?

Kristinn Pétursson

Kristinn petursson (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 00:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband