Á hnján­um

Það er eng­inn varn­ar­samn­ing­ur við Banda­ríkja­menn, að­eins minn­is­punkt­ar og fyr­ir­heit, kannski eitt­hvert sam­komu­lag. Ann­að er ekki til eft­ir samn­inga­við­ræð­ur ís­lenskra valda­manna og banda­rískra. Þess vegna leita ís­lensk­ir ráða­menn nú sam­starfs eða rétt­ara sagt verk­taka í loft­vörn­um eða loft­eft­ir­liti víða. Leggj­ast jafn­vel á hnén fyr­ir fram­an ráða­menn ríkja sem eiga her­þot­ur sem gagn­ast myndu til flugs yf­ir land­ið okk­ar og ná­grenni þess af og til. Minn­is­punkt­ar ís­lenskra og banda­rískra ráða­manna ná víst að­eins yf­ir það ástand sem skap­ast eft­ir að til ófrið­ar kem­ur, ein­sog okk­ur hef­ur svo oft ver­ið sagt; ef ráð­ist er á eina Na­tó­þjóð jafn­gild­ir það árás á þær all­ar. Þann­ig að kannski bæta minn­is­punkt­arn­ir bara engu við.Eft­ir að Banda­ríkja­menn til­kynntu að her­inn yrði kall­að­ur heim hef­ur margt breyst. Áð­ur var til að mynda nokkr­um her­mönn­um gert að sitja við rat­sjár og fylgj­ast með flug­ferð­um í loft­helg­inni. Her­menn­irn­ir eru farn­ir, en ekki skjá­irn­ir sem þeir horfðu á all­an sól­ar­hring­inn og ekki held­ur loft­helg­in. Her­inn er hætt­ur að borga ein­sog hann gerði og her­inn er hætt­ur að fylgj­ast með ein­sog hann gerði. Ann­að hef­ur ekki breyst, heims­mynd­in er hin sama og áð­ur var. At­hygli vakti þeg­ar rúss­neskri her­flug­vél var flog­ið inn í loft­helg­ina án þess að við yrð­um þess vör. Þeir sem mest unnu með hern­um og best þekktu til þess bún­að­ar og þeirra hand­taka sem varð að vinna eru hætt­ir og farn­ir ann­að. Það fólk beið ekki, líf­ið held­ur áfram þó her­inn fari.Ratst­járn­ar eru enn í gangi, alla­vega milli átta á morgn­ana og fimm á dag­inn, frá mánu­degi til föstu­dags. Nú eru það ekki her­menn sem sitja við skjá­ina og stunda þann­ig loft­varn­ir okk­ar Ís­lend­inga. Enda ekk­ert um það í minn­is­punkt­um ís­lenskra og banda­rískra ráða­manna. Þeir sem best þekkja til segja Rat­sjár­stofn­un nú sjá til þess að horft sé á mynd­ir rat­sjánna á virk­um dög­um á hefð­bundn­um vinnu­tíma, en þar fyr­ir ut­an er víst lít­ið um eft­ir­lit. Starfs­fólk­ið sem nú fylg­ist með ras­tján­um var áð­ur í allt öðr­um og borg­ara­legri verk­um, það er með­an her­inn var hér. Starfs­fólk sem áð­ur gegndi störf­um á lag­er­um og öðr­um fín­um störf­um er núna að fylgj­ast með loft­för­um meintra ógn­valda.Varn­ir Ís­lands eru að verða með furðu­leg­asta hætti. Það er að von­um að þeir sem gengu frá mál­um með þeim hætti sem þeir gerðu reyni nú að redda þessu, bara ein­hvern veg­inn. Kannski helst vegna stórra orða um að varn­irn­ar séu svo mik­il­væg­ar og að þær verði að vera sýni­leg­ar. Eft­ir stend­ur að varn­irn­ar eru kannski eng­ar, alla­vega ekki hér á landi og þá eru þær alls ekki sýni­leg­ar. Þess vegna fara ráða­menn um heim­inn, tal­a við hvern af öðr­um í von um að finna verk­taka í loft­vörn­um. Vissu­lega eru varn­ar­mál al­vöru­mál og ef það er svo að okk­ur vanti flug­vél­ar til að fljúga yf­ir okk­ur af og til er von­andi að verk­taki finn­ist og geng­ið verði frá samn­ingi sem inni­held­ur meira og verði skýr­ari en minn­is­punkt­arn­ir sem gerð­ir voru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ýmsar staðreyndavillur í þessu hjá þér þó svo ég geti tekið undir að samningaviðræður Íslendinga og Bandaríkjanna hafi verið algert klúður.

Til dæmis eru eftirfarandi staðhæfingar ekki réttar:

"At­hygli vakti þeg­ar rúss­neskri her­flug­vél var flog­ið inn í loft­helg­ina án þess að við yrð­um þess vör." Þetta er einfaldlega ekki rétt.

"Þeir sem mest unnu með hern­um og best þekktu til þess bún­að­ar og þeirra hand­taka sem varð að vinna eru hætt­ir og farn­ir ann­að. Það fólk beið ekki, líf­ið held­ur áfram þó her­inn fari." Starfsmenn Ratsjárstofnunar þekkja þennan búnað vel og eru þarna enn. Aðrir sem komu að rekstri loftvarnakerfisins fóru ekki í einum vettvangi heldur uppfylltu gerða samninga sem voru síðan ekki endurnýjaðir vegna breyttra aðstæðna.

"Ratst­járn­ar eru enn í gangi, alla­vega milli átta á morgn­ana og fimm á dag­inn, frá mánu­degi til föstu­dags " Kerfið er í gangi allan sólarhringinn, alla daga.

"Starfs­fólk sem áð­ur gegndi störf­um á lag­er­um og öðr­um fín­um störf­um er núna að fylgj­ast með loft­för­um meintra ógn­valda." Er það eitthvað verra fólk fyrir vikið? Þú ert að gera lítið úr fólki sem þekkir þetta kerfi vel. Það vita það allir sem vilja, að þetta er tímabundin staða sem þetta fólk er í. Ákvarðanir hafa ekki verið teknar um annað.

Að mínu mati ertu bara að pikka upp einhverjar staðreyndir,  réttar sem rangar, og hnoðar þær saman í einhvað ádeilu-blogg. Varnarmál er alvörumál, ég get verið sammála því, en hafðu staðreyndir á hreinu áður en þú ert með yfirlýsingar um einhver mál.

Björn Símonarson 

Björn Símonarson (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 14:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband