Ósig­ur mennta­mála­ráð­herra

Þor­gerð­ur Katr­ín Gunn­ars­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra beið mik­inn ósig­ur þeg­ar Al­þingi ákvað að af­greiða ekki frum­varp henn­ar um Rík­is­út­varp­ið. Með því að fresta af­greiðslu frum­varps­ins fram yf­ir ára­mót segja kunn­ug­ir að það þýði að­eins það eitt, að frum­varp­ið verði ekki að lög­um fyr­ir kosn­ing­ar, og þá aldr­ei eft­ir kosn­ing­ar. Þetta er pól­it­ísk­ur ósig­ur mennta­mála­ráð­herr­ans og vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Eng­inn vilji er til þess inn­an þings­ins að styðja ráð­herr­ann og nú hef­ur kom­ið í ljós að sam­ráð­herr­ar og þing­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggja ekk­ert á sig til að leiða ráð­herr­ann út úr pól­it­ísku öng­stræti. Þar er Þor­gerð­ur Katr­ín í vanda og það skömmu fyr­ir kosn­ing­ar.Út­varps­stjór­inn og aðr­ir sem hafa mik­inn hag af þeim breyt­ing­um sem átti að gera á rekstri Rík­is­út­varps­ins verða að sætta sig við að ráð­herra út­varps­ins hef­ur ekki styrk til að láta drauma þeirra ræt­ast. Sú er nið­ur­staða gær­dags­ins. Það er ekki al­menn­ur vilji til að auka enn á for­skot rík­is­fjöl­mið­ils­ins og það er þess vegna sem mál­ið fær ekki fram­gang á Al­þingi. Með þess­um mála­lok­um kem­ur í ljós hversu miklu stjórn­ar­and­staða get­ur feng­ið fram­gengt á góð­um degi. Þess vegna get­ur ver­ið mik­ill mun­ur að vera óbreytt­ur þing­mað­ur í stjórn og í stjórn­ar­and­stöðu. Frjáls­hyggju­menn­irn­ir, sem til­heyra stjórn­ar­lið­inu, ætl­uðu senni­leg­ast all­ir sem einn að greiða götu rík­is­fjöl­mið­ils­ins í sam­keppni við frjálsa fjöl­miðla, þar sem þeim er sagt að gera svo. Ekki vegna þess að þeir séu þeirr­ar skoð­un­ar að veg­ur rík­is­fjöl­mið­ils eigi með lög­um að vera tryggð­ur langt um­fram það sem aðr­ir fjöl­miðla kunna að geta, held­ur vegna þess að þeim er sagt að segja já.Nú hafa stjórn­ar­and­stæð­ing­ar skor­ið frjáls­hyggju­menn­ina úr rík­is­snör­unni og veitt þeim frelsi, kom­ið í veg fyr­ir að þeir gengju gegn eig­in lífs­skoð­un­um. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ar höfðu sig­ur og helst vegna þess að frum­varp­ið um Rík­is­út­varp­ið, sem er gam­alt fyr­ir­heit ráð­herr­ans, hef­ur ekki feng­ið hljóm­grunn, það hef­ur hins­veg­ar veikt stöðu mennta­mála­ráð­herr­ans og vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins veru­lega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband