Fá­tækt, kjör aldr­aðra og al­þing­is­manna

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifar í Blaðíð í dag fína grein sem birtist hér í fullri legnd:

Frá því hef­ur ver­ið skýrt að kjör aldr­aðra hafi í raun rýn­að frá ár­inu 1988. Á sama tíma hafa kjör flestra ann­arra lands­manna  batn­að  veru­lega. Þó ligg­ur fyr­ir að raun­veru­leg fá­tækt er of mik­il.  Það er skrýt­ið hvað það geng­ur illa að búa til raun­veru­legt vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag á Ís­landi. Vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag fyr­ir alla.  All­ir stjórn­mála­flokk­ar hafa  á stefnu­skrá sinni að vinna að bætt­um hag þeirra sem lök­ust hafa kjör­in og minnst fyr­ir sig að leggja. Það er þjóð­ar­sátt um að hér sé virkt vel­ferð­ar­kerfi.  Á sum­um svið­um er svo­nefnd vel­ferð þó kom­in út í slík­ar öfg­ar að manni dett­ur einna helst í hug að meint vel­ferð­ar­vinna sé að­al­lega hönn­uð fyr­ir þá sem starfa við hana vegna þess að þörf­in er ekki fyr­ir hendi held­ur til­bú­in. Á sama tíma vant­ar á að þjóð­fé­lag­ið sinni þeim sem mest þurfa á sam­fé­lags­legri að­stoð að halda. Af hverju eiga marg­ir aldr­að­ir ekki pen­inga fyr­ir mat út mán­uð­inn. Af hverju búa marg­ir aldr­að­ir við kjör þar sem mann­leg reisn er frá þeim tek­in. Sú kyn­slóð sem hef­ur til­eink­að sér öðr­um Ís­lend­ing­um frem­ur spar­semi, nýtni og nægju­semi. Um­ræð­an og út­reikn­ing­ar stjórn­valda eru kom­in á flækj­ust­ig í stað þess að greitt sé úr vand­an­um. Er það ásætt­an­legt í þjóð­fé­lagi sem kall­ar sig vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag?  Ég lít á það sem frum­skyldu hvers sið­aðs vel­ferð­ar­þjóð­fé­lags að sjá til þess að eng­inn borg­ari líði skort. Vissu­lega þarf að ein­beita sér að því að hjálpa fólki til sjálfs­hjálp­ar. En þeir sem eiga við var­an­lega fötl­un að stríða og/eða geta ekki afl­að sér tekna verða að eiga þess kost að lifa með reisn og þurfa ekki að hafa enda­laus­ar áhyggj­ur af frum­þörf­um sín­um. Eitt af því sem verð­ur að gæta að í vel­ferð­ar­þjóð­fé­lagi er að fólk fest­ist ekki í fá­tækt­ar­gildr­um og þar get­ur skatt­kerf­ið gegnt mik­il­vægu hlut­verki. Ég hef lengi hald­ið því fram að það brýn­asta í skatta­mál­um okk­ar sé að hækka skatt­leys­is­mörk­in veru­lega. Með því að hækka skatt­leys­is­mörk­in er kom­ið til móts við þá tekju­lægstu í þjóð­fé­lag­inu. Það þjón­ar bæði hags­mun­um ungs fólks sem er að koma sér fyr­ir í þjóð­fé­lag­inu og eldri borg­ur­um til að tak­mark­að­ar tekj­ur þeirra séu ekki frá þeim tekn­ar. Skatta­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur mið­ast við að hanna skatt­kerfi fyr­ir stór­fyr­ir­tæki og þá sem eiga mest­ar eign­ir og hef­ur stuðl­að að vax­andi ójöfn­uði í þjóð­fé­lag­inu eins og Stef­án Ól­afs­son pró­fess­or hef­ur sýnt skil­merki­lega fram á.  Það er mik­il­vægt að stuðla að raun­veru­legri vel­ferð og að ráða­menn okk­ar séu ekki í  dúkk­ul­ísu­leikj­um, for­set­inn  eða sendi­full­trú­arn­ir 96, vítt og breitt um ver­öld­ina. Stjórn­mála­menn­irn­ir hafa tryggt sér áhyggju­laust ævi­kvöld og bú­ið til sér­regl­ur fyr­ir sig. Fyrst þeir leyfa sér að gera það fyr­ir sjálfa sig þá er það hneyksli að þeir geri ekki það sama fyr­ir alla lands­menn. Slíkt er ekki bara reg­in­hneyksli held­ur spill­ing. Það er spill­ing þeg­ar al­þing­is­menn skammta sér betri eft­ir­laun og líf­eyri en þeir gera öðr­um kleift að fá. Það er raun­ar al­gjört sið­leysi að þeir skuli búa aðra og betri vel­ferð­ar­um­gjörð um sjálfa sig en venju­legt fólk í land­inu. Þeir al­þing­is­menn sem tóku þátt í því að skammta sjálf­um sér sér­kjör hafa svik­ið þá meg­in­hug­sjón jafn­að­ar og bræðra­lags sem þjóð­ar­sátt ætti að vera um í þjóð­fé­lag­inu.  Það verð­ur að vera  al­mennt ör­ygg­is­net í þjóð­fé­lag­inu um vel­ferð allra borg­ara þann­ig að okk­ar minnstu bræð­ur líði ekki skort. Sum­ir kalla það sósí­al­isma en það hef­ur ekk­ert með sósí­al­isma að gera.  Það er mann­kær­leik­ur í sam­ræmi við þá kristi­legu lífs­skoð­un sem þjóð­fé­lag­ið bygg­ir á.  Í því fel­ast þau siða­lög­mál og við­mið­an­ir sem gert hafa Vest­ur­lönd að for­ustu­lönd­um mann­rétt­inda og mann­gild­is í ver­öld­inni. Slík sið­ræn for­usta er nú á und­an­haldi hér á landi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband