Ríkistrygging stjórnmálaflokkanna

 Varnirnar sem stjórnmálaflokkarnir samþykktu um sjálfa sig eru að bresta. Alþingi samþykkti lög um stórkostlega hækkun framlaga úr almannasjóðum sér til handa og setti um leið lög sem gera nýjum framboðum sérstaklega erfitt fyrir. Fulltrúar flokkanna ætluðu að koma í veg fyrir samkeppni, eða allavega að sjá til þess að ný framboð eigi erfitt með að berjast við þá flokka sem nú eru á Alþingi. Í Fréttablaðinu í dag opnar Helgi í Góu á leið sem hagsmunagæslufólki starfandi stjórnmálaflokka yfirsást. Helgi bendir á að unnt sé að styrkja framboð langt umfram settan 300 þúsund kall, það verði gert áður en til framboðs kemur, þá eru engar hömlur settar á fjárframlög og þegar peningarnir eru tryggðir fara venjuleg samtök í framboð og þá fyrst virka ný varnarlög starfandi stjórnmálaflokka. Helga er fært að styrkja framboð eldri borgara og ekki mun koma á óvart að hann geri það, bjóði eldri borgarar fram. 

Það ber að var­ast þeg­ar stjórn­mála­flokk­arn­ir eru sam­mála um fyr­ir­greiðslu til handa sjálf­um sér úr al­manna­sjóð­um, þá býr mikið undir. Leiðir framhjá vörnunum munu finnast. Fleiri en sú sem eldri borgarar og Helgi í Góu benda á. Lýðræðið krefst þess að brogarar finni leið framhjá vörnum flokkanna fimma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Þetta mál hefði fengið aðra umfjöllun ef þetta hefði fjallað um fjölmiðla.  Sjálhverfir fjölmiðlar hefðu aldeilis gelt!  Við hefðum séð annað fjölmiðlalaga mál, en af því þetta sneri ekki að fjölmiðlum rann þetta frekar ljúft í gegn og án mikillar umræðu.  

TómasHa, 23.12.2006 kl. 09:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband