Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Bág staða kvenna

  

31. október 2006

Hvorki Sam­fylk­ingu né Sjálf­stæð­is­flokki tókst að gera kon­um eins hátt und­ir höfði í próf­kjör­um helg­ar­inn­ar og körl­um. Kannski er ekk­ert at­huga­vert við að kon­ur fóru al­mennt hall­oka í próf­kjör­un­um. Kannski var fram­boð kvenna ekki nógu gott og kannski gátu kjós­end­ur ekki veitt þeim kon­um, sem sótt­ust eft­ir þing­sæt­um, meiri stuðn­ing en raun varð á. Ef það er svo, þá verð­ur að skoða bet­ur og end­ur­meta þá að­ferð sem er not­uð við að velja á fram­boðs­lista flokk­anna. Það geng­ur ekki, kosn­ing­ar eft­ir kosn­ing­ar, að slík­ur ójöfn­uð­ur sé með kynj­un­um.Hvað sem sagt er þá er staða kvenna í Sjálf­stæð­is­flokki af­leit. Flokk­ur­inn hef­ur nú níu þing­menn í Reykja­vík og tak­ist flokkn­um að halda sínu verða tveir þing­menn af níu í Reykja­vík kon­ur og sjö karl­ar. Það er af­leit staða og þess vegna er ómögu­legt að taka und­ir með þeim sem segja stöðu kvenna í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Reykja­vík við­un­andi. Það er ver­ið að blekkja með þann­ig full­yrð­ing­um. Eina kon­an sem gegn­ir þing­mennsku í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fékk fall­ein­kunn hjá flokks­systk­in­um sín­um í Sam­fylk­ing­unni og á lík­ast til enga mögu­leika á að ná þing­sæti. Af þeim tveim­ur próf­kjör­um sem hafa ver­ið hald­in nú hef­ur staða kvenna lít­ið eða ekk­ert batn­að. Það á að vera áhyggju­efni.Sé það svo að al­mennt séu kon­ur sem sækj­ast eft­ir þing­sæti eitt­hvað lak­ari kost­ur en þeir karl­ar sem sækj­ast eft­ir sömu sæt­um þá verð­ur að bregð­ast við því. Eng­in rök segja okk­ur að kon­ur séu al­mennt og fyr­ir­fram síðri kost­ur en karl­ar til að gegna störf­um við stjórn­sýslu. Ef við ger­um ráð fyr­ir að kjós­end­ur í próf­kjör­um velji fram­bjóð­end­ur út frá því sem þeir telja best fyr­ir flokk og þjóð með þess­um ár­angri þarf að finna aðra leið en próf­kjör til að velja á list­ana. Ein­sog allt stefn­ir í nú fer því fjarri að Al­þingi spegli þjóð­ina. Aft­ur verð­um við með þing­heim þar sem karl­ar eru í mikl­um meiri­hluta.For­ysta stjórn­mála­flokk­anna hlýt­ur að hafa áhyggj­ur af þró­un­inni. Próf­kjör­in hafa með­al ann­ars hafn­að sitj­andi þing­mönn­um. Björn Bjarna­son fékk slæma kosn­ingu, sama er að segja um Pét­ur Blön­dal og Sig­urð Kára Krist­jáns­son og Birgi Ár­manns­son og auð­vit­að Sam­fylk­ing­ar­kon­una Önnu Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur. Kannski er það já­kvæða við próf­kjör­in að þeir þing­menn sem ekki standa sig nógu vel, að mati kjós­enda, fá að vita af því með eft­ir­tekt­ar­verð­um hætti.Þrátt fyr­ir að próf­kjör geti ver­ið áminn­ing fyr­ir ein­staka þing­menn og jafn­vel brott­rekst­ur þá er vand­inn stærri og meiri en kost­irn­ir. Þing­ræð­ið hef­ur lát­ið á sjá og það er verk að vinna því virð­ingu og stöðu á ný. Það verð­ur best gert með því að á þingi sé þver­skurð­ur af þjóð­inni, ekki að­eins þeir sem nenna og geta bar­ist fyr­ir sjálf­an sig í próf­kjör­um, það þarf líka þau sem hafa hug­sjón­ir og lang­an­ir til að láta til sín taka, láta gott af sér leiða.

Stokkið yfir staðreyndir í Ísafold

29. október 2006

Mikið ósköp varð ég undrandi þegar ég las nýtt tímarit þeirra feðga Reynis Traustasonar og Jóns Trausta. Reyndar er varla hægt að tala um lestur, því þegar ég sá mynd af mér þar sem var verið að fjalla um sértakt mál í sögu Fréttablaðsins tók ég að lesa hvað var til umfjöllunar og eftir þann lestur hafði ég fengið nóg. Meira hirði ég ekki um að lesa í blaðinu og ætla að segja hvað það er sem gekk svona fram að mér.

Ísafold er að fjalla um samskipti eigenda og fjölmiðla og þar er rakinn hluti af sögu frá því í júlí í fyrra. Búið var að ákæra í Baugsmálinu og allir fjölmiðlar gerðu allt sem þeir gátu til að komast yfir ákærurnar. Enginn hafði náð árangri. Ég fór í sumarfrí og hafði verið á Jótlandi í nokkra daga þegar einn af meðstjórnendum mínum á Fréttablaðinu hringir til mín og spyr mig í fyrstu hvernig standi á því hann eigi sérstakt erindi við mig. Ég var í akstri svo ég stoppaði bílinn og fékk fréttir að heiman. Meðan ég var í burtu höfðu aðrir stjórnendur Fréttablaðsins gengist inn á samkomulag við Baug, eða þá ákærðu, um birtingu ákæra, skýringa með þeim og viðtöl við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Það sem meira var að búið var að taka á móti efninu, taka viðtöl við þá feðga og senda þau til yfirlestrar, sem stangaðist algjörlega á við siðaskrá Fréttablaðsins, og aðeins var beðið þess að Baugsmenn gæfu heimild til birtingar. Ég brást reiður við og sagðist koma heim strax til að stöðva samkomulagið, koma í veg fyrir að vandi okkar, vegna þessa, ykist enn. Þá kom í ljós að samskonar samkomulag hafði verið gert við breska blaðið The Guardian. Skilyrði var að Bretarnir réðu hvaða dag efnið birtist og það myndi birtast sama dag í The Guardian og Fréttablaðinu. Þá var mér sagt að Bretarnir hefðu frestað birtingu svo ég gat lokið Danmerkurferðinni og látið málið til mín taka þegar ég kæmi heim. Sem ég og gerði.

Daginn sem ég kom heim boðaði ég meðstjórnendur mína á fund og sagði þeim að ég myndi rjúfa samkomulagið strax. Þeir mótmæltu ekki, ég fékk fund strax með stjórnarformanni Baugs þar sem ég tilkynnti honum að ekkert samkomulag væri lengur milli Baugs og Fréttablaðsins. Ástæðan var einföld og er einföld. Fjölmiðlar semja ekki um fréttir, fjölmiðlar semja ekki um fréttir.

Af tillitsemi við meðstjórnendur mína féllst ég á, illu heilli, að eyða ekki efninu sem var búið að vinna. Sagði þeim að ég myndi ekki snerta það, ekki skoða einn staf fyrr en daginn sem Guardian birti fréttirnar og sagði frá ákærunni. Fréttablaðið var því ekki fyrsti fjölmiðillinn til að birta fréttir af ákærunum og viðbrögðum við þeim. Eðlilegast hefði verið að eyða öllu efninu og sennilega gerði ég mistök að gera það ekki.

Baugsmenn gerðu ekki annað en bjóða efnið með skilyrðum. Það er eitt, hitt er verra og er ófyrirgefanlegt að fjölmiðill þáði efnið.

Vandinn var ekki að baki. Ég lagði áherslu á að fram kæmi í Fréttablaðinu að viðtölin við Jón Ásgeir og Jóhannes hefðu verið lesin yfir. Það kom ekki til greina að fela það, þar sem önnur viðtöl eða annað efni var ekki sent úr húsi til yfirlestrar. Ég leitaði raka til að sannfæra sjálfan mig og fann þau ein að þar sem talað var við ákærða menn í mjög viðkvæmri stöðu var réttlætanlegt að víkja frá siðaskrá blaðsins. Kannski var það ekki rétt og þetta leitar á mig af til, var þetta rétt eða ekki. Ég er ekki viss. 

Greinina í Ísafold skrifar Jóhann Hauksson, en hann tók viðtalið við Jóhannes Jónsson, viðtal sem ég setti í geymslu vegna þess hvernig það varð til. Sagan af samskiptum Baugsmanna og Fréttablaðsins segir mér það að Baugsmenn höfðu ágæt rök, Fréttablaðið var víðlesnasta og blað landsins, og er enn, og því ekkert athugavert að leita til þess með mál sem þetta, en það er ekki þar með sagt að fjölmiðill eigi að þiggja efnið. Það gerði Fréttablaðið, það samdi um fréttir. Ég rauf samkomulagið og það gekk eftir, nema að hluta, það sem gekk eftir, var að Fréttablaðið réði sjálft hvenær efnið birtist og hvað af því birtist. Daginn sem Guardian birti fréttina las ég efnið í fyrsta sinn og þá var tekin ákvörðun um með hvaða hætti við birtum þetta. Úr varð að setja efnið á nokkrar síður og ekki veitti af. En það sem mér þótti merkilegast var að Fréttablaðið afþakkaði þar með forskot á aðra íslenska fjölmiðla um birtingartíma, en hafði vissulega minna fyrir efnisvinnslu þennan dag en t.d. Morgunblaðið.

Mér var legið á hálsi að láta sjónarmið ákærðu koma eins skýrt fram í fyrirsögnum og raun var á. Í mörg ár skrifaði ég fréttir af dómsmálum og fréttamat mitt var það eftir lestur ákæranna í Baugsmálinu sumarið 2005 að mikið var að og efasemdir ákærðu væru meira fréttaefni en annað, sem reyndist svo vera hárrétt.


Þriðji hver hafnaði Birni alfarið

29. október

Björn Bjarnason fær ekki góða kosningu í prófkjörinu og það er vita vonlaust að reyna að telja okkur trú um að svo sé. Útreið Björns er mesta fréttin í prófskjörsúrslitunum og næst koma svo fínar kosningar Guðfinnu Bjarnasdóttur og Illuga Gunnarssonar. Góð kosning þeirra hlýtur að vera áfelli yfir þingmönnunum sem koma þeim nokkuð langt að baki í stuðningi flokksmanna, hvers vegna fá nýliðar svona langtum betri kosningu en starfandi þingmenn?

Björn fær einungis stuðning þriðjungs þátttakenda í annað sætið, sætið sem hann sóttist fast eftir og fékk stuðning formanns flokksins í þeirri baráttu, og það sem er ekki síður merkilegt er að þriðjungur þeirra sem greiddu atkvæði veittu Birni ekki stuðningi í nokkurt sæti, þannig að þriðjungur flokksmanna í Reykjavík hafnaði Birni ákveðið þrátt fyrir allt sem lagt var undir og hvatningarorð Geirs H. Haarde um að veita Birni stuðning.

 

Þetta eru merkustu fréttirnar.


Varðandi gengi kvenna, þá eru þær þrjár í tíu efstu sætum og fyrsta konan er í fjórða sæti, önnur í sjöunda og þriðja í tíunda.


Vand­með­far­ið vald

26. október 2006

  Sam­fé­lag­ið fær­ir sum­um þegn­um sín­um mik­ið vald. Ráð­herr­ar hafa vald, stund­um Al­þingi, dóm­stól­ar og svo lög­regl­ur ým­is­kon­ar. Sama er að segja um ákær­end­ur. Sumt af þessu valdi er öfl­ugt og það er mik­ils virði að þeir sem er treyst fyr­ir því fari var­lega með það. Ill eða röng með­ferð á valdi er of­beldi gegn þeim sem henni sæta. Þess vegna er brýnt að þeir ein­ir fái vald sem geta beitt því af var­úð og rétt­læti.At­huga­semd­ir Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar, for­stjóra Baugs, vegna er­ind­is rík­is­lög­reglu­stjóra til lög­regl­unn­ar í Lúx­em­borg er eft­ir­tekt­ar­verð­ar. Hafi Jón Ás­geir rétt fyr­ir sér er kom­in upp al­var­leg staða. Þá skipt­ir engu hvaða skoð­un hvert og eitt okk­ar hef­ur á Jóni Ás­geiri, Baugs­mál­inu, rík­is­lög­reglsut­jóra, dóm­ur­um eða hverju sem er. Það er ekki heppi­legt að í krafti valds sé leit­að til lög­reglu í öðr­um lönd­um og beð­ið um að­stoð á fölsk­um for­send­um. Við það má ekki una. Þess vegna er ómögu­legt að þeir sem fram­kvæmdu kom­ist upp með það. Þá hafa þeir mis­beitt valdi sem við hin treyst­um þeim til að fara með og þá er að­eins eitt í stöð­unni, það er að aft­ur­kalla vald­ið. Fela ein­hverj­um öðr­um það. Reynd­ar er Baugs­mál­ið allt að þró­ast á þann veg að svipta ætti þá öllu valdi sem mest beittu því í mál­inu.Lög­reglu er fal­ið mik­ið vald, með­al ann­ars til að fylgj­ast með okk­ur hin­um, og ráð­herr­ar virð­ast hafa get­að feng­ið heim­ild­ir dóm­stóla til hler­un­ar þó rök þeirra fyr­ir njósn­un­um hafi ver­ið eng­in eða veru­lega veik. Þess­um er fal­ið mik­ið vald og vand­með­far­ið. Það er al­var­legt að njósna um ann­að fólk og þess þá held­ur þeg­ar hand­haf­ar valds­ins eru ráð­herr­ar og lög­regla. Venju­leg­ir borg­ar­ar mega sín lít­ils gegn slíku afli. Þess vegna verða kröf­urn­ar á þá sem fara með vald­ið að vera sér­lega mikl­ar og allt sem mið­ur fer í beit­ingu valds­ins verð­ur að telj­ast til al­var­legra brota og leiða til aft­ur­köll­un­ar valds­ins.Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur heim­ild­ir til að hefja rann­sókn­ir á mál­um að eig­in frum­kvæði. Það hef­ur hann gert með meint hler­un­ar­mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar. Kannski má rík­is­sak­sókn­ari láta frek­ar til sín taka. Hann gæti til að mynda lát­ið rann­saka upp­haf Baugs­máls­ins, grun og full­yrð­ing­ar um ólög­mæt­ar hler­an­ir og njósn­ir lög­regl­unn­ar og ef­laust fleira og þá hvort rétt sé að lög­regla haldi skrár yfir fé­lags­menn ein­stakra sam­taka og fé­laga, sem stenst varla lög um per­sónu­vernd, sé rétt að slík­ar skrár séu til og þær not­að­ar í leyni­her­bergj­um í lög­reglu­stöð­inni.Hafi Jón Ás­geir rétt fyr­ir sér og hafi lög­regl­an bor­ið á hann allt aðr­ar og meiri sak­ir en efni stóðu til, til þess að afla gagna er­lend­is, er ljóst að lög­regl­an hef­ur geng­ið of langt í með­ferð valds­ins sem við höf­um fal­ið henni. Sam­fé­lag­ið get­ur aldrei sæst á að þeir sem er fal­ið vald beiti því að eig­in geð­þótta og hirði ekk­ert um þá sem fyr­ir verða. Stang­ist gerð­ir lög­reglu ekki á við lög, rétt­læt­ir það samt ekki að­gerð­irn­ar. Vald­ið er vand­með­far­ið.

Elín til Blaðsins

25. október 2006

Það er rétt sem Pétur Gunnarsson segir á bloggsíðu sinni, Elín Albertsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Vikunnarm, hefur verið ráðin til starfa á Blaðinu. Hún byrjar 1. nóvember. Lesendur mun verða varir við störf hennar á næstu dögum. Mikil reynsla Elínar mun styrkja Blaðið.


Það er ekk­ert upp á hann að klaga?

25. október 2006

Jón Magnússon skrifar fína grein í Blaðið í dag. Mikið óskaplega er ég sammála Jóni um að engin dæmi eru um meinta aðför að Birni Bjarnasyni. Svo klikkir Jón út með að Geir H. Haarde hafi stillt málinu upp með þeim hætti að fylgi Björns í prófkjörinu verði mælikvarði á stöðu Geirs meðal flokksmanna.

"For­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur kos­ið að per­sónu­gera hags­muni Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Birni Bjarna­syni dóms­mála­ráð­herra og seg­ir eins og sagði í  dæg­ur­laga­texta forð­um,  “Það er ekk­ert upp á hann að klaga”.  Að því leyti sem ég fæ skil­ið for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá sækja and­stæð­ing­ar flokks­ins að Birni Bjarna­syni til að ná höggi á Sjálf­stæð­is­flokk­inn og því  mik­il­vægt að mati for­manns­ins að Björn fái góða kosn­ingu til að koma í veg fyr­ir slíkt níð­högg and­stæð­ing­anna. Betri próf­kjörs­aug­lýs­ingu hef­ur eng­inn fram­bjóð­andi fyrr eða síð­ar feng­ið  í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Svona áskor­un for­manns flokks­ins ætti  að öðru jöfnu að tryggja for­ustu­manni íhalds­sams flokks eins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gam­al­dags rúss­neska kosn­ingu. Björn Bjarna­son hef­ur ver­ið for­ustu­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins til margra ára. Sjálf­stæð­is­fólk þekk­ir hann og veit fyr­ir hvað hann stend­ur. Fólk veit að að hann er gáf­að­ur dugn­að­ar­fork­ur og hef­ur ver­ið einn helsti  spor­göngu­mað­ur Dav­íðs Odds­son­ar um ára­bil. Óþarfi ætti að vera fyr­ir for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins að gefa jafn þekkt­um stjórn­mála­manni sér­stakt sið­ferð­is­vott­orð. Samt sem áð­ur er það gert og því hald­ið fram að and­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hlut­ist til um an­dróð­ur gegn hon­um eft­ir því sem virð­ist til að hafa áhrif á próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Pól­it­ísk­ir and­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki kosn­inga­rétt í próf­kjöri Sjálf­stæðisfokks­ins. Þeir hafa al­mennt ekk­ert með próf­kjör­ið að gera. Það eru flokks­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um og sér­stak­ir stuðn­ings­menn sem kjósa í próf­kjör­inu og aðr­ir ekki. Próf­kjör­ið fer fyr­ir of­an garð og neð­an hjá flest­um öðr­um en inn­vígðu og inn­múr­uðu Sjálf­stæð­is­fólki. Í hverju er að­för stjórn­mál­and­stæð­inga Björns Bjarna­son­ar að hon­um fólg­in? Hef­ur ein­hver veg­ið að hon­um  per­sónu­lega? Hef­ur rógs­her­ferð ver­ið sett í gang? Er hon­um rang­lega bor­ið eitt­hvað á brýn? Ég hef ekki orð­ið var við að neitt af þessu. Satt best að segja verð­ur þess ekki vart að Björn Bjarna­son sigli úfn­ari pól­it­ísk­an sjó í við­skipt­um við pól­it­íska and­stæð­inga Sjálf­stæð­is­flokks­ins en stjórn­mála­menn  í hans stöðu gera al­mennt. And­stæð­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru hvorki að gera né reyna  að gera að­för að Birni Bjarna­syni per­sónu­lega. Að­för­in að hon­um ef hægt er að nefna það því nafni er gerð af Sjálf­stæð­is­fólki sem vill gera breyt­ing­ar á for­ustu flokks­ins. Klaufa­leg við­brögð Sjálf­stæð­is­manna við ásök­un­um um síma­hler­an­ir lög­reglu­yf­ir­valda hafa fært and­stæð­ing­um flokks­ins ákveð­in færi.  Í lýð­ræð­is­ríki er eðli­legt að lýð­ræð­is­sinn­ar beiti sér fyr­ir  nauð­syn­leg­um rann­sókn­um og út­tekt­um á því hvort rétt­ar­rík­ið starf­ar með eðli­leg­um hætti. Við eig­um rétt á að fá að vita hvern­ig þess­um mál­um er hátt­að.  Ekk­ert minna en hlut­læg út­tekt að­ila sem fólk­ið í land­inu get­ur treyst á sím­hler­un­um lög­reglu­yf­ir­valda  kem­ur nú til greina. Eðli­leg út­tekt og um­ræða um þessi mál og skip­an þeirra í nú­inu er ekki óvina­fagn­að­ur held­ur mik­il­væg­ur hluti eðli­legr­ar pól­it­ískr­ar um­ræðu í  lýð­ræði­þjóð­fé­lagi. Með yf­ir­lýs­ingu sinni um Björn Bjarna­son verð­ur gengi eða geng­is­leysi Björns í próf­kjör­inu mál for­manns­ins. Mik­il­væg­asta nið­ur­staða próf­kjörs­ins gæti þá orð­ið sú hvort Sjálf­stæð­is­fólk hlust­ar yf­ir­leitt á for­mann sinn og tek­ur til­lit til áskor­ana hans."

Púka­legt

25. október 2006

Ein­ar K. Guð­finns­son steig nokk­uð sér­stök spor þeg­ar hann ákvað að heim­ila hval­veið­ar að nýju. Í fyrsta lagi er merki­leg­ur að­drag­and­inn að veið­un­um. Ráð­herr­ann ákvað að láta hval­fang­ar­ann Krist­ján Lofts­son vita af vænt­an­legri ákvörð­un sinni með þokka­leg­um fyr­ir­vara svo fang­ar­inn gæti gert allt klárt, bæði til sjós og lands. Senni­lega hef­ur Krist­ján feng­ið að vita af ákvörð­un­inni á und­an sam­starfs­ráð­herr­um Ein­ars sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Eins get­ur það ekki tal­ist merki­legt skref að heim­ila að­eins veið­ar á fá­um hvöl­um og með svo litlu skrefi kalla yfir okk­ur öll þau óþæg­indi sem Ein­ar ráð­herra hef­ur gert með ákvörð­un sinni. Það sem ráð­herr­ann hef­ur gert með þessu er að upp­lýsa hval­fang­ar­ann um ætl­un sína áð­ur en aðr­ir fengu að vita hvað til stóð, þora ekki alla leið og heim­ila að­eins veið­ar á fá­um dýr­um og með þessu hænu­feti hef­ur hann kall­að yfir óþæg­indi sem jafn­vel geta skað­að Ís­lend­inga hér og þar um heim­inn. Hags­mun­irn­ir af veið­un­um eru svo litl­ir mið­að við gusu­gang­inn sem fylg­ir þeim að bet­ur hefði ver­ið heima set­ið en af stað far­ið.Þess­ar sýnd­ar­hval­veið­ar hafa ekk­ert með stolt okk­ar og ákvörð­un­ar­rétt yfir eig­in auð­lind­um að gera. Þær eru púka­leg­ar, van­hugs­að­ar og þjóna eng­um. Ef það er ein­dreg­inn vilji ráð­herr­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar að heim­ila hval­veið­ar þá ber að gera það al­menni­lega. Ekki þetta hálf­kák sem eng­inn græð­ir á. Kannski þorði ráð­herr­ann ekki lengra og ákvað að svo tak­mark­að­ar veið­ar, sem raun er á, séu fínn próf­steinn á við­brögð al­þjóða­sam­fé­lags­ins og með þessu litla skrefi sé hægt að forða okk­ur til baka, gefa ekki út frek­ari heim­ild­ir í von um fyr­ir­gefn­ingu um­heims­ins.Að­drag­andi ákvörð­un­ar­inn­ar hlýt­ur að fær­ast í sögu­bæk­ur fyr­ir ein­staka stjórn­sýslu. Hvaða vit er í því að upp­fræða þann sem hef­ur mest­an fjár­hags­leg­an ávinn­ing af veið­un­um um hvað standi til langt á und­an öll­um öðr­um? Kann að vera að fleiri hefðu vilj­að nýta sér veiði­heim­ild­irn­ar en Krist­ján Lofts­son? Er það hægt á okk­ar tím­um að vinna með þeim hætti að opna veið­ar úr auð­lind­inni og gera það í sam­starfi við einn út­gerð­ar­mann, jafn­vel þó hann hafi einn stað­ið að hval­veið­um á sín­um tíma, fyr­ir um tutt­ugu ár­um? Get­ur ekki ver­ið að full­vinnslu­skip hefðu get­að stund­að veið­ar og vinnslu með allt öðr­um hætti og nú­tíma­legri en Hval­ur hf. ger­ir á minja­safn­inu Hval 9?Vegna hler­un­ar­mála er tals­vert tal­að um jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nær hún ekki út á sjó og get­ur ráð­herra heim­il­að ein­um veið­ar, og það með löng­um fyr­ir­vara, án þess að gefa öðr­um kost á að nýta sér sam­eig­in­leg­ar auð­lind­ir okk­ar?Þeir sem eru hvað mest með­mælt­ir hval­veið­um eru þess full­viss­ir að mark­að­ir fyr­ir hval­kjöt séu til stað­ar, þó þess sjá­ist ekki merki enn. Rík­ið hef­ur var­ið tvö hundr­að millj­ón­um króna í áróð­ur fyr­ir hval­veið­um og ómögu­legt er að vita hvort þeir pen­ing­ar hafi með ein­hverj­um hætti dreg­ið úr þeirri óánægju sem Ein­ar K. Guð­finns­son hef­ur vak­ið með ákvörð­un sinni. Ákvörð­un hans er ekki til þess fall­in að efla sam­stöðu þjóð­ar­inn­ar gegn er­lend­um óvin­um. Frek­ar verð­ur hún til að skipta þjóð­inni í fylk­ing­ar. Það sem er verst er að þeir sem eru með­mælt­ir hval­veið­um geta ekki hrós­að sigri. Til þess er skref ráð­herr­ans of stutt, of púka­legt.

Hler­un­ar­stöð við Hverf­is­götu

24. október 2006

Í lang­an tíma hef­ur það ver­ið á vi­torði margra inn­an lög­regl­unn­ar í Reykja­vík að sím­ar fólks hafa ver­ið hle­rað­ir. Og jafn­vel í meira mæli en hald­ið hef­ur ver­ið fram. Heim­ild­ar­menn Blaðs­ins full­yrða að svo sé, en ábyrgð­ar­menn lög­regl­unn­ar bera af sér sak­ir. Það er al­siða við vinnslu af­hjúp­andi frétta, að heim­ild­ar­menn sem oft­ast eru knún­ir áfram af rétt­læt­is­kennd, stað­festa mál með­an þeir sem ábyrgð­ina bera gera allt sem þeir geta til að kæfa mál, til að hrekja blaða­menn af leið eða til að koma með ein­hverj­um hætti í veg fyr­ir að óþægi­leg­ar frétt­ir rati á prent.Við vinnslu frétta um síma­hler­an­ir í lög­reglu­stöð­inni við Hverf­is­götu kom svo margt fram sem kem­ur á óvart. Þeir sem voru fús­ir til að ræða við blaða­menn höfðu frá mörgu að segja. Næt­ur­vökt­um í sím­stöð­inni, sem kölll­uð var hót­el hel­víti, og skrán­ing­um á fé­lags­mönn­um ým­issa fé­laga og sam­taka. Emb­ætt­is­menn sem rætt var við geta ekki úti­lok­að að enn sé fylgst með fólki sem ekki get­ur tal­ist til af­brota­manna, svo sem eins og mót­mæl­end­um hinna ýmsu mála. Þar voru nefnd Fal­un Gong og mót­mæli vegna Kára­hnjúka. Einn þeirra sem starf­ar við að fylgj­ast með fólki seg­ir ekki rétt að til séu skrár um fé­laga­töl, seg­ir að það myndi stang­ast á við lög um per­sónu­vernd, með­an aðr­ir við­mæl­end­ur eru sann­færð­ir að slík­ar skrár séu til og þær upp­færð­ar reglu­lega.„Ég vann í mörg ár við að hlera í fíkni­efna­mál­um. Við feng­um af­hent­ar spól­ur með sam­töl­um í þeim mál­um sem við vor­um að vinna í. Að sam­töl­un­um lokn­um leynd­ust alls kon­ar sam­töl þar fyr­ir aft­an. Sam­töl sem við átt­um alls ekki að heyra,” seg­ir einn heim­ild­ar­manna Blaðs­ins við vinnslu frétt­ar­inn­ar. Einn þeirra sem starf­aði í dul­ar­fulla síma­her­berg­inu neit­ar þessu ákveð­ið: „Ég kann­ast ekki við þess­ar frá­sagn­ir. Hér er ein­hver mis­skiln­ing­ur á ferð­inni,“ seg­ir hann.Þar sem heim­ild­irn­ar eru traust­ar og ásak­an­ir þeirra manna, sem rætt er við, eru al­var­leg­ar verð­ur lög­regl­an að gera bet­ur en neita mál­inu í einu hand­taki. Það er ákvörð­un að birta frétt gegn neit­un þeirra sem eiga best að þekkja til. Neit­un­in má þó aldrei verða til þess að frétt birt­ist ekki, ein­ung­is neit­un­ar­inn­ar vegna. Þá verð­ur fjöl­mið­ill að vega og meta fyr­ir­liggj­andi gögn, fram­komn­ar full­yrð­ing­ar, þá sem tala eða ann­að sem styð­ur frétt­ina. Þeg­ar það hef­ur ver­ið gert er fyrst hægt að taka ákvörð­un um birt­ingu frétt­ar. Það er þetta sem ábyrgð­ar­menn fjöl­miðla meta hverju sinni.Hler­an­ir á lög­reglu­stöð­inni við Hverf­is­götu eru stað­reynd­ir. Full­yrt er að oft hafi ver­ið hler­að án dóms­úr­skurða, að lög­regl­an hafi brot­ið lög. Í allri þeirri um­ræðu sem ver­ið hef­ur um hler­an­ir og per­sónu­njósn­ir er hler­un­ar­stöð­in við Hverf­is­götu senni­lega ekki veiga­minnsti þátt­ur­inn og hlýt­ur að verð­skulda at­hygli.

Fínn Amadeus

22. október 2006

 

Sá Amadeus í Borgarleikhúsinu í gær. Fannst sýningin fín, leikurinn almennt góður og Hilmir Snær er á sviðinu allan tímann og leikur sannfærandi. Sýningin var svo fín að ég var alveg gáttaður þegar ég kom út að henni lokinni og sá að klukkan var að verða hálf tólf. Sýningin hafði sem sagt staðið í meira en þrjá tíma og allan tímann var ég hugfanginn.


Um hvað snýst þetta allt?

 21. október 2006

Blaðið sagði frá í sínum helstu fréttum að kona var bjargarlaus í Hvalfirði meðan eiginmaðurinn hennar lést af áverkum eftir hörmulegt bílslys. Hún gat ekki hringt eftir hjálp þar sem ekkert símasamband var á slysstaðnum. Blaðið sagði frá fjölskyldu með sjónskert börn sem verður að flytja til annars lands svo börnin fái menntun.

Hin blöðin hafa af sama áhuga sagt frá hvalveiðum og breytingum á friðargæslu íslenskri.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband